Lazio vann 3-2 sigur á Juventus í ítalska ofurbikarnum í kvöld. Juventus, sem var 0-2 undir þegar fimm mínútur voru til leiksloka, jafnaði metin en fékk á sig mark í uppbótartíma sem réð úrslitum.
Ciro Immobile kom Lazio yfir af vítapunktinum á 33. mínútu og á 54. mínútu bætti hann við öðru marki. Pablo Dybala svaraði fyrir Tórínóliðið á lokamínútunum.
Minnkaði hann muninn úr aukaspyrnu af 30 metra færi og jafnaði svo metin á 91. mínútu af vítapunktinum. Bæði mörkin með hans baneitraða vinstri fæti.
Leikmenn Juventus gleymdu sér algjörlega við jöfnunarmarkið þar sem Alessandro Murgia kom Lazio yfir aðeins mínútu síðar og það reyndist sigurmark leiksins.
Voru það því leikmenn Lazio sem fögnuðu sigri á heimavelli sínum, Ólympíuleikvanginum í Róm, en þetta er í fyrsta skiptið frá 2009 sem Lazio landar sigri í ofurbikarnum á Ítalíu.
Lazio vann dramatískan sigur á Juventus í ítalska Ofurbikarnum
Kristinn Páll TEitsson skrifar

Mest lesið




Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag
Enski boltinn



KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace
Íslenski boltinn



Sjö lið skiptust á sex leikmönnum
Körfubolti