Sjúkraflutningamenn að bugast undan álagi og fást ekki lengur til starfa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. maí 2017 19:34 Styrmir Sigurðsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Vísir/Magnús Hlynur Erfiðlega gengur að manna vaktir sjúkraflutningamanna á Hvolsvelli og þá gengur illa að fá nýja menn til starfa vegna kaupa þeirra og kjara. Uppsögnum fer sífellt fjölgandi og brugðist hefur verið við með því að fá sjúkraflutningamenn á Selfossi til þess að taka aukavaktir á Hvolsvelli. Það gæti hins vegar kostað ríkið umtalsvert fjármagn.Hlutastarfsmenn að bugast undan álagi Þetta segir Styrmir Sigurðsson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi. Hann segir hlutastarfsmenn ekki lengur geta sinnt öðrum störfum sökum álags og því séu þeir farnir að segja upp. Manna þurfi vaktirnar betur og að stjórnvöldum hafi ítrekað verið bent á þetta vandamál. „Við vorum með yfir 430 útköll á síðasta ári. Hlutastarfandi sjúkraflutningamenn eru þar af leiðandi á bakvakt 24 tíma sólarhringsins sem þýðir það að þeir eru ekki vinsælir starfskraftar á sínum vinnustað og segja því upp aukastarfinu sem eru sjúkraflutningar,“ segir Styrmir. Því verði að breyta vaktakerfi sjúkraflutningamanna. „Við höfum verið að bregðast við því að fá utanaðkomandi fólk til þess að leysa þessar vaktir. Við höfum kynnt þetta fyrir stjórnvöldum en engin svör fengið en við verðum að bregðast við,“ segir hann. Þessi leið sé þó án heimildar.Nýtt fólk fengið inn án heimildar „Við höfum verið að ráða inn fleira fólk í atvinnuliðið hér á Selfossi og erum að leysa sjúkraflutningana í Rangárþingi þannig, svo það verður fullmannaður sjúkrabíll á Hvolsvelli í sumar með 24 tíma mönnun, en við höfum í raun ekki heimild til þess nema að fengnu samþykki frá ráðuneytinu.“ Styrmir segir þessa leið geta kostað ríkið um 65 milljónir aukalega. Landssamband sjúkraflutningamanna hafi komið með tillögur til sparnaðar og um bætt form ráðninga og kjara, en enn sem komið er ekki haft erindi sem erfiði. Hann segir stöðuna grafalvarlega og að það hafi komið bersýnilega í ljós þegar auglýst hafi verið eftir nýju fólki á dögunum. Viðtökurnar hafi vægast sagt verið dræmar. Staða sjúkraflutningamanna er slæm víðar á landinu, og má þar meðal annars nefna á Blönduósi þar sem bróðurpartur starfsmanna hefur sagt upp störfum. Tengdar fréttir Umferðarslys í Húnavatnssýslu: „Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki?“ Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur. 15. maí 2017 21:36 Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Erfiðlega gengur að manna vaktir sjúkraflutningamanna á Hvolsvelli og þá gengur illa að fá nýja menn til starfa vegna kaupa þeirra og kjara. Uppsögnum fer sífellt fjölgandi og brugðist hefur verið við með því að fá sjúkraflutningamenn á Selfossi til þess að taka aukavaktir á Hvolsvelli. Það gæti hins vegar kostað ríkið umtalsvert fjármagn.Hlutastarfsmenn að bugast undan álagi Þetta segir Styrmir Sigurðsson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi. Hann segir hlutastarfsmenn ekki lengur geta sinnt öðrum störfum sökum álags og því séu þeir farnir að segja upp. Manna þurfi vaktirnar betur og að stjórnvöldum hafi ítrekað verið bent á þetta vandamál. „Við vorum með yfir 430 útköll á síðasta ári. Hlutastarfandi sjúkraflutningamenn eru þar af leiðandi á bakvakt 24 tíma sólarhringsins sem þýðir það að þeir eru ekki vinsælir starfskraftar á sínum vinnustað og segja því upp aukastarfinu sem eru sjúkraflutningar,“ segir Styrmir. Því verði að breyta vaktakerfi sjúkraflutningamanna. „Við höfum verið að bregðast við því að fá utanaðkomandi fólk til þess að leysa þessar vaktir. Við höfum kynnt þetta fyrir stjórnvöldum en engin svör fengið en við verðum að bregðast við,“ segir hann. Þessi leið sé þó án heimildar.Nýtt fólk fengið inn án heimildar „Við höfum verið að ráða inn fleira fólk í atvinnuliðið hér á Selfossi og erum að leysa sjúkraflutningana í Rangárþingi þannig, svo það verður fullmannaður sjúkrabíll á Hvolsvelli í sumar með 24 tíma mönnun, en við höfum í raun ekki heimild til þess nema að fengnu samþykki frá ráðuneytinu.“ Styrmir segir þessa leið geta kostað ríkið um 65 milljónir aukalega. Landssamband sjúkraflutningamanna hafi komið með tillögur til sparnaðar og um bætt form ráðninga og kjara, en enn sem komið er ekki haft erindi sem erfiði. Hann segir stöðuna grafalvarlega og að það hafi komið bersýnilega í ljós þegar auglýst hafi verið eftir nýju fólki á dögunum. Viðtökurnar hafi vægast sagt verið dræmar. Staða sjúkraflutningamanna er slæm víðar á landinu, og má þar meðal annars nefna á Blönduósi þar sem bróðurpartur starfsmanna hefur sagt upp störfum.
Tengdar fréttir Umferðarslys í Húnavatnssýslu: „Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki?“ Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur. 15. maí 2017 21:36 Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Umferðarslys í Húnavatnssýslu: „Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki?“ Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur. 15. maí 2017 21:36
Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00