Manuel Neuer, markvörður Bayern München og þýska landsliðsins, verður frá keppni vegna meiðsla þangað til í janúar.
Neuer fótbrotnaði á vinstri fæti og hefur gengist undir aðgerð. Að sögn Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformanni Bayern, verður Neuer klár í janúar.
Neuer fótbrotnaði í leik gegn Real Madrid í apríl og missti af síðustu leikjunum á síðasta tímabili.
Neuer var búinn að ná sér og byrjaður að spila áður en hann varð fyrir sömu meiðslum á æfingu í gær.
Sven Ulreich mun væntanlega verja mark Bayern í fjarveru Neuers. Ulreich kom til félagsins frá Stuttgart fyrir tveimur árum.
