Ákvörðun Donalds Trump vekur hræðslu Sæunn Gísladóttir skrifar 27. júlí 2017 07:00 Alda Villiljós, formaður Trans-Íslands, segir ákvörðun Trumps ekki koma sérstaklega á óvart miðað við stefnu hans. Mynd/Villiljós Visual Art „Þetta er frekar hræðilegt í fyllstu merkingu þess orðs, maður verður dálítið hræddur um hvað komi næst, hverjir verði næst fyrir barðinu og hvaða réttindi verða tekin af okkur næst,“ segir Alda Villiljós, formaður Trans-Íslands um þá ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta að banna transfólki að starfa fyrir Bandaríkjaher. „Þetta er ekkert sem kemur á óvart þannig séð miðað við stefnu Trumps og breytingar þessarar ríkisstjórnar í málefnum hinsegin fólks almennt. Þetta gefur til kynna hatur ríkisstjórnarinnar á hinsegin fólki og hversu tilbúin þau eru að bregðast öllum fyrri yfirlýsingum um stuðning og allt,“ segir Alda. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna ´78. Vísir/Anton BrinkTrump tilkynnti ákvörðun sína í gær. „Eftir að hafa ráðfært mig við hershöfðingja og sérfræðinga tilkynni ég að ríkisstjórnin mun ekki leyfa transfólki að starfa að nokkru leyti innan Bandaríkjahers. Herinn okkar verður að einbeita sér að því að vinna skýra sigra og má ekki láta þann heilbrigðiskostnað og þá truflun sem myndi fylgja transfólki í hernum afvegaleiða sig,“ tísti forsetinn. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna '78, tekur í svipaðan streng og Alda Villiljós. „Ég held að þetta sé nú bara bæði jafn forkastanlegt og það er fyrirsjáanlegt úr þessu tiltekna heygarðshorni,“ segir hún. „Þessi pólitík sem hann stundar snýst svo mikið um að höfða til grunnra flokkadrátta og „við á móti þeim“, hún snýst alltaf á endanum upp í einhvers konar útskúfun og jaðarsetningu á viðkvæmum hópum,“ segir María Helga. „Það kemur mér því miður ekkert á óvart að hann skuli spila inn á þessa transfóbíu sem því miður grasserar svo mikið í Bandaríkjunum.“ María Helga segist miður sín yfir stöðu mála. „Við þurfum að vera árvökul og halda áfram baráttunni,“ segir hún. Ákvörðun Trumps markar brotthvarf frá stefnu sem Barack Obama, forveri Trumps, samþykkti á síðasta ári og átti að heimila transfólki að ganga í herinn. Í júní frestaði James Mattis varnarmálaráðherra gildistöku ákvörðunar Obama til að leyfa hernum að endurskoða stefnu sína og veita innsýn í aðbúnað og hæfi hermanna. Hefur forsetinn nú horfið alveg frá stefnu Obama. Samkvæmt hinni óháðu Rand-stofnun voru í fyrra 2.450 af 1.200.000 hermönnum transfólk. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37 Kastar trans fólki úr hernum fyrir múrinn Þingmenn sem vilja losna við kostnað ríkisins vegna kynleiðréttingaraðgerða hermanna leituðu til Trump eftir að leiðtogar Repúblikanaflokksins á þinginu komu í veg fyrir ætlanir þeirra. 26. júlí 2017 20:52 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Sjá meira
„Þetta er frekar hræðilegt í fyllstu merkingu þess orðs, maður verður dálítið hræddur um hvað komi næst, hverjir verði næst fyrir barðinu og hvaða réttindi verða tekin af okkur næst,“ segir Alda Villiljós, formaður Trans-Íslands um þá ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta að banna transfólki að starfa fyrir Bandaríkjaher. „Þetta er ekkert sem kemur á óvart þannig séð miðað við stefnu Trumps og breytingar þessarar ríkisstjórnar í málefnum hinsegin fólks almennt. Þetta gefur til kynna hatur ríkisstjórnarinnar á hinsegin fólki og hversu tilbúin þau eru að bregðast öllum fyrri yfirlýsingum um stuðning og allt,“ segir Alda. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna ´78. Vísir/Anton BrinkTrump tilkynnti ákvörðun sína í gær. „Eftir að hafa ráðfært mig við hershöfðingja og sérfræðinga tilkynni ég að ríkisstjórnin mun ekki leyfa transfólki að starfa að nokkru leyti innan Bandaríkjahers. Herinn okkar verður að einbeita sér að því að vinna skýra sigra og má ekki láta þann heilbrigðiskostnað og þá truflun sem myndi fylgja transfólki í hernum afvegaleiða sig,“ tísti forsetinn. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna '78, tekur í svipaðan streng og Alda Villiljós. „Ég held að þetta sé nú bara bæði jafn forkastanlegt og það er fyrirsjáanlegt úr þessu tiltekna heygarðshorni,“ segir hún. „Þessi pólitík sem hann stundar snýst svo mikið um að höfða til grunnra flokkadrátta og „við á móti þeim“, hún snýst alltaf á endanum upp í einhvers konar útskúfun og jaðarsetningu á viðkvæmum hópum,“ segir María Helga. „Það kemur mér því miður ekkert á óvart að hann skuli spila inn á þessa transfóbíu sem því miður grasserar svo mikið í Bandaríkjunum.“ María Helga segist miður sín yfir stöðu mála. „Við þurfum að vera árvökul og halda áfram baráttunni,“ segir hún. Ákvörðun Trumps markar brotthvarf frá stefnu sem Barack Obama, forveri Trumps, samþykkti á síðasta ári og átti að heimila transfólki að ganga í herinn. Í júní frestaði James Mattis varnarmálaráðherra gildistöku ákvörðunar Obama til að leyfa hernum að endurskoða stefnu sína og veita innsýn í aðbúnað og hæfi hermanna. Hefur forsetinn nú horfið alveg frá stefnu Obama. Samkvæmt hinni óháðu Rand-stofnun voru í fyrra 2.450 af 1.200.000 hermönnum transfólk.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37 Kastar trans fólki úr hernum fyrir múrinn Þingmenn sem vilja losna við kostnað ríkisins vegna kynleiðréttingaraðgerða hermanna leituðu til Trump eftir að leiðtogar Repúblikanaflokksins á þinginu komu í veg fyrir ætlanir þeirra. 26. júlí 2017 20:52 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Sjá meira
Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37
Kastar trans fólki úr hernum fyrir múrinn Þingmenn sem vilja losna við kostnað ríkisins vegna kynleiðréttingaraðgerða hermanna leituðu til Trump eftir að leiðtogar Repúblikanaflokksins á þinginu komu í veg fyrir ætlanir þeirra. 26. júlí 2017 20:52