Ákvörðun Donalds Trump vekur hræðslu Sæunn Gísladóttir skrifar 27. júlí 2017 07:00 Alda Villiljós, formaður Trans-Íslands, segir ákvörðun Trumps ekki koma sérstaklega á óvart miðað við stefnu hans. Mynd/Villiljós Visual Art „Þetta er frekar hræðilegt í fyllstu merkingu þess orðs, maður verður dálítið hræddur um hvað komi næst, hverjir verði næst fyrir barðinu og hvaða réttindi verða tekin af okkur næst,“ segir Alda Villiljós, formaður Trans-Íslands um þá ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta að banna transfólki að starfa fyrir Bandaríkjaher. „Þetta er ekkert sem kemur á óvart þannig séð miðað við stefnu Trumps og breytingar þessarar ríkisstjórnar í málefnum hinsegin fólks almennt. Þetta gefur til kynna hatur ríkisstjórnarinnar á hinsegin fólki og hversu tilbúin þau eru að bregðast öllum fyrri yfirlýsingum um stuðning og allt,“ segir Alda. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna ´78. Vísir/Anton BrinkTrump tilkynnti ákvörðun sína í gær. „Eftir að hafa ráðfært mig við hershöfðingja og sérfræðinga tilkynni ég að ríkisstjórnin mun ekki leyfa transfólki að starfa að nokkru leyti innan Bandaríkjahers. Herinn okkar verður að einbeita sér að því að vinna skýra sigra og má ekki láta þann heilbrigðiskostnað og þá truflun sem myndi fylgja transfólki í hernum afvegaleiða sig,“ tísti forsetinn. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna '78, tekur í svipaðan streng og Alda Villiljós. „Ég held að þetta sé nú bara bæði jafn forkastanlegt og það er fyrirsjáanlegt úr þessu tiltekna heygarðshorni,“ segir hún. „Þessi pólitík sem hann stundar snýst svo mikið um að höfða til grunnra flokkadrátta og „við á móti þeim“, hún snýst alltaf á endanum upp í einhvers konar útskúfun og jaðarsetningu á viðkvæmum hópum,“ segir María Helga. „Það kemur mér því miður ekkert á óvart að hann skuli spila inn á þessa transfóbíu sem því miður grasserar svo mikið í Bandaríkjunum.“ María Helga segist miður sín yfir stöðu mála. „Við þurfum að vera árvökul og halda áfram baráttunni,“ segir hún. Ákvörðun Trumps markar brotthvarf frá stefnu sem Barack Obama, forveri Trumps, samþykkti á síðasta ári og átti að heimila transfólki að ganga í herinn. Í júní frestaði James Mattis varnarmálaráðherra gildistöku ákvörðunar Obama til að leyfa hernum að endurskoða stefnu sína og veita innsýn í aðbúnað og hæfi hermanna. Hefur forsetinn nú horfið alveg frá stefnu Obama. Samkvæmt hinni óháðu Rand-stofnun voru í fyrra 2.450 af 1.200.000 hermönnum transfólk. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37 Kastar trans fólki úr hernum fyrir múrinn Þingmenn sem vilja losna við kostnað ríkisins vegna kynleiðréttingaraðgerða hermanna leituðu til Trump eftir að leiðtogar Repúblikanaflokksins á þinginu komu í veg fyrir ætlanir þeirra. 26. júlí 2017 20:52 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Sjá meira
„Þetta er frekar hræðilegt í fyllstu merkingu þess orðs, maður verður dálítið hræddur um hvað komi næst, hverjir verði næst fyrir barðinu og hvaða réttindi verða tekin af okkur næst,“ segir Alda Villiljós, formaður Trans-Íslands um þá ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta að banna transfólki að starfa fyrir Bandaríkjaher. „Þetta er ekkert sem kemur á óvart þannig séð miðað við stefnu Trumps og breytingar þessarar ríkisstjórnar í málefnum hinsegin fólks almennt. Þetta gefur til kynna hatur ríkisstjórnarinnar á hinsegin fólki og hversu tilbúin þau eru að bregðast öllum fyrri yfirlýsingum um stuðning og allt,“ segir Alda. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna ´78. Vísir/Anton BrinkTrump tilkynnti ákvörðun sína í gær. „Eftir að hafa ráðfært mig við hershöfðingja og sérfræðinga tilkynni ég að ríkisstjórnin mun ekki leyfa transfólki að starfa að nokkru leyti innan Bandaríkjahers. Herinn okkar verður að einbeita sér að því að vinna skýra sigra og má ekki láta þann heilbrigðiskostnað og þá truflun sem myndi fylgja transfólki í hernum afvegaleiða sig,“ tísti forsetinn. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna '78, tekur í svipaðan streng og Alda Villiljós. „Ég held að þetta sé nú bara bæði jafn forkastanlegt og það er fyrirsjáanlegt úr þessu tiltekna heygarðshorni,“ segir hún. „Þessi pólitík sem hann stundar snýst svo mikið um að höfða til grunnra flokkadrátta og „við á móti þeim“, hún snýst alltaf á endanum upp í einhvers konar útskúfun og jaðarsetningu á viðkvæmum hópum,“ segir María Helga. „Það kemur mér því miður ekkert á óvart að hann skuli spila inn á þessa transfóbíu sem því miður grasserar svo mikið í Bandaríkjunum.“ María Helga segist miður sín yfir stöðu mála. „Við þurfum að vera árvökul og halda áfram baráttunni,“ segir hún. Ákvörðun Trumps markar brotthvarf frá stefnu sem Barack Obama, forveri Trumps, samþykkti á síðasta ári og átti að heimila transfólki að ganga í herinn. Í júní frestaði James Mattis varnarmálaráðherra gildistöku ákvörðunar Obama til að leyfa hernum að endurskoða stefnu sína og veita innsýn í aðbúnað og hæfi hermanna. Hefur forsetinn nú horfið alveg frá stefnu Obama. Samkvæmt hinni óháðu Rand-stofnun voru í fyrra 2.450 af 1.200.000 hermönnum transfólk.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37 Kastar trans fólki úr hernum fyrir múrinn Þingmenn sem vilja losna við kostnað ríkisins vegna kynleiðréttingaraðgerða hermanna leituðu til Trump eftir að leiðtogar Repúblikanaflokksins á þinginu komu í veg fyrir ætlanir þeirra. 26. júlí 2017 20:52 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Sjá meira
Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37
Kastar trans fólki úr hernum fyrir múrinn Þingmenn sem vilja losna við kostnað ríkisins vegna kynleiðréttingaraðgerða hermanna leituðu til Trump eftir að leiðtogar Repúblikanaflokksins á þinginu komu í veg fyrir ætlanir þeirra. 26. júlí 2017 20:52