Skjálftahrinan á Reykjanesskaga ekki óvenjuleg á neinn hátt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júlí 2017 12:03 Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði. vísir/Arnar Halldórsson Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir að skjálftahrinan sem hófst á Reykjanesskaga í gær og stendur enn yfir sé ekki óvenjuleg á neinn hátt heldur sé þetta klassísk skjálftahrina á skaganum. Hundruð skjálfta hafa mælst í hrinunni. Hann segir að skjálftarnir í hrinunni nú séu ekki stórir þó einhverjir mælist 4 að stærð og finnist víða á Suðvestur-og Vesturlandi. Hrinan er á flekaskilum Norður-Ameríku-flekans og Evrasíu-flekans en skilin liggja eftir endalöngum Reykjanesskaga. Skjálftarnir verða vegna flekahreyfinga. „Þetta er bara klassísk Reykjanesskaga-skjálftahrina. Svona hrinur ganga yfir með millibili og gengur virknin yfir í hviðum að er virðist með 20 til 30 ára millibili. Þá eru margar hrinur í hverri hviðu. Það var til dæmis hviða af svona skjálftahrinum sem gekk yfir 1967 til 1975 og þá fóru skjálftar upp í sex stig. Sá stærsti varð1968 en á þessu tímabili voru allmargar hrinur í líkingu við þessa,“ segir Páll í samtali við fréttastofu. Í kjölfarið á Suðurlandsskjálftanum árið 2000 hófst svo önnur hviða á Reykjanesskaganum. „Stærsti skjálftinn þá varð undir Kleifarvatni. Margir kannast við hann því hann varð nánast samtímis öðrum Suðurlandsskjálftanum það ár og var svörun við honum að mörgu leyti. Það gæti svo verið að nú sé ný hviða í uppsiglingu,“ segir Páll. Snarpur skjálfti varð einnig í Kötlu í gærkvöldi að stærð 4,5. Páll segir hann sé að sumu leyti óvenjulegri skjálfti. „Þetta er með stærri skjálftum sem hafa komið í Kötlu í seinni tíð. Við þekkjum stærri skjálfta í Kötlu, sá stærsti varð 1977, en þessi er innan öskjunnar og tengist þeim umbrotum sem eru í fjallinu.“ Tengdar fréttir Jarðskjálfti við Fagradalsfjall fannst vel á höfuðborgarsvæðinu Jarðskjálfti sem mældist klukkan 11:40 norðaustan í Fagradalssfjalli á Reykjanesi fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. 26. júlí 2017 11:45 Um 200 skjálftar mælst við Fagradalsfjall á Reykjanesi Um klukkan tvö leitið í dag fannst einn skjálftinn á höfuðborgarsvæðinu. 26. júlí 2017 16:55 Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi heldur áfram Stærstu jarðskjálftarnir við Fagradalsfjall á Reykjanesi hafa verið af stærðinni tveir og yfir í nótt og í morgun. 27. júlí 2017 08:17 Þriðji stóri skjálftinn varð klukkan 20:25 Skjálfti af stærðinni 3,8 varð austan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga klukkan 20:25 í kvöld. 26. júlí 2017 21:11 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Fleiri fréttir Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Sjá meira
Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir að skjálftahrinan sem hófst á Reykjanesskaga í gær og stendur enn yfir sé ekki óvenjuleg á neinn hátt heldur sé þetta klassísk skjálftahrina á skaganum. Hundruð skjálfta hafa mælst í hrinunni. Hann segir að skjálftarnir í hrinunni nú séu ekki stórir þó einhverjir mælist 4 að stærð og finnist víða á Suðvestur-og Vesturlandi. Hrinan er á flekaskilum Norður-Ameríku-flekans og Evrasíu-flekans en skilin liggja eftir endalöngum Reykjanesskaga. Skjálftarnir verða vegna flekahreyfinga. „Þetta er bara klassísk Reykjanesskaga-skjálftahrina. Svona hrinur ganga yfir með millibili og gengur virknin yfir í hviðum að er virðist með 20 til 30 ára millibili. Þá eru margar hrinur í hverri hviðu. Það var til dæmis hviða af svona skjálftahrinum sem gekk yfir 1967 til 1975 og þá fóru skjálftar upp í sex stig. Sá stærsti varð1968 en á þessu tímabili voru allmargar hrinur í líkingu við þessa,“ segir Páll í samtali við fréttastofu. Í kjölfarið á Suðurlandsskjálftanum árið 2000 hófst svo önnur hviða á Reykjanesskaganum. „Stærsti skjálftinn þá varð undir Kleifarvatni. Margir kannast við hann því hann varð nánast samtímis öðrum Suðurlandsskjálftanum það ár og var svörun við honum að mörgu leyti. Það gæti svo verið að nú sé ný hviða í uppsiglingu,“ segir Páll. Snarpur skjálfti varð einnig í Kötlu í gærkvöldi að stærð 4,5. Páll segir hann sé að sumu leyti óvenjulegri skjálfti. „Þetta er með stærri skjálftum sem hafa komið í Kötlu í seinni tíð. Við þekkjum stærri skjálfta í Kötlu, sá stærsti varð 1977, en þessi er innan öskjunnar og tengist þeim umbrotum sem eru í fjallinu.“
Tengdar fréttir Jarðskjálfti við Fagradalsfjall fannst vel á höfuðborgarsvæðinu Jarðskjálfti sem mældist klukkan 11:40 norðaustan í Fagradalssfjalli á Reykjanesi fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. 26. júlí 2017 11:45 Um 200 skjálftar mælst við Fagradalsfjall á Reykjanesi Um klukkan tvö leitið í dag fannst einn skjálftinn á höfuðborgarsvæðinu. 26. júlí 2017 16:55 Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi heldur áfram Stærstu jarðskjálftarnir við Fagradalsfjall á Reykjanesi hafa verið af stærðinni tveir og yfir í nótt og í morgun. 27. júlí 2017 08:17 Þriðji stóri skjálftinn varð klukkan 20:25 Skjálfti af stærðinni 3,8 varð austan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga klukkan 20:25 í kvöld. 26. júlí 2017 21:11 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Fleiri fréttir Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Sjá meira
Jarðskjálfti við Fagradalsfjall fannst vel á höfuðborgarsvæðinu Jarðskjálfti sem mældist klukkan 11:40 norðaustan í Fagradalssfjalli á Reykjanesi fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. 26. júlí 2017 11:45
Um 200 skjálftar mælst við Fagradalsfjall á Reykjanesi Um klukkan tvö leitið í dag fannst einn skjálftinn á höfuðborgarsvæðinu. 26. júlí 2017 16:55
Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi heldur áfram Stærstu jarðskjálftarnir við Fagradalsfjall á Reykjanesi hafa verið af stærðinni tveir og yfir í nótt og í morgun. 27. júlí 2017 08:17
Þriðji stóri skjálftinn varð klukkan 20:25 Skjálfti af stærðinni 3,8 varð austan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga klukkan 20:25 í kvöld. 26. júlí 2017 21:11
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent