Meiri eiturefni mælast í villtum laxi en eldislaxi Kristján Már Unnarsson skrifar 17. apríl 2017 20:15 Ný norsk rannsókn bendir til að meira sé af mengandi eiturefnum í villtum laxi heldur en eldislaxi. Niðurstöðurnar hafa komið mörgum á óvart en fjallað var um rannsóknina í fréttum Stöðvar 2. Fyrirfram hefðu sennilega flestir talið að villtur lax, sem veiðist í á, hljóti að vera betri matur en eldislax. En nú er Rannsóknastofnun norska fiskiðnaðarins búin að birta rannsókn sem dregur í efa að það standist. Rannsóknastofnunin heyrir undir sjávarútvegsráðuneyti Noregs. Villtur Atlantshafslax sem veiddur var í sjó við strendur Norður-Noregs var borinn saman við eldislax úr sjókvíum við Noreg og reyndist villti laxinn mengaðri. Anne-Katrine Lundebye, sem stýrði rannsókninni, segir þessar niðurstöður stangast á við það sem almennt hafi verið talið til þessa. Hún segir þær skýrast af því hvað laxinn sé að éta. Niðurstöðurnar endurspegli mismunandi fæði villta laxins í hafinu miðað við lax í sjókvíum. Í fiskeldi hafi menn stjórn á því hvað laxinn éti en úti í hafinu sé það breytilegt hvað villti laxinn leggi sér til munns, að því er fram kemur í norska vísindavefritinu Forskning.no.Sjókvíar á Dýrafirði. Í fiskeldi hafa menn stjórn á því hvað laxinn étur.Mynd/Stöð 2.Kannað var hvort munur væri á næringarefnum og eiturefnum í laxi eftir því hvort hann væri villtur eða eldislax. Rannsóknin leiddi í ljós að í villta laxinum reyndist vera meira ef eiturefnum eins og díoxín, PCB og kvikasilfri heldur en í eldislaxinum. Tekið er fram að hlutfall eiturefna í villta laxinum sé þrátt fyrir það mjög lágt og ekki hættulegt heilsu manna. Vísindamennirnir hvetja raunar almenning til að borða meiri lax, hvort sem hann sé villtur eða úr eldi, því báðar tegundir innihaldi álíka af hollum omega-3 fitusýrum. Eldislaxinn reyndist hins vegar marktækt feitari en sá villti. Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Ný norsk rannsókn bendir til að meira sé af mengandi eiturefnum í villtum laxi heldur en eldislaxi. Niðurstöðurnar hafa komið mörgum á óvart en fjallað var um rannsóknina í fréttum Stöðvar 2. Fyrirfram hefðu sennilega flestir talið að villtur lax, sem veiðist í á, hljóti að vera betri matur en eldislax. En nú er Rannsóknastofnun norska fiskiðnaðarins búin að birta rannsókn sem dregur í efa að það standist. Rannsóknastofnunin heyrir undir sjávarútvegsráðuneyti Noregs. Villtur Atlantshafslax sem veiddur var í sjó við strendur Norður-Noregs var borinn saman við eldislax úr sjókvíum við Noreg og reyndist villti laxinn mengaðri. Anne-Katrine Lundebye, sem stýrði rannsókninni, segir þessar niðurstöður stangast á við það sem almennt hafi verið talið til þessa. Hún segir þær skýrast af því hvað laxinn sé að éta. Niðurstöðurnar endurspegli mismunandi fæði villta laxins í hafinu miðað við lax í sjókvíum. Í fiskeldi hafi menn stjórn á því hvað laxinn éti en úti í hafinu sé það breytilegt hvað villti laxinn leggi sér til munns, að því er fram kemur í norska vísindavefritinu Forskning.no.Sjókvíar á Dýrafirði. Í fiskeldi hafa menn stjórn á því hvað laxinn étur.Mynd/Stöð 2.Kannað var hvort munur væri á næringarefnum og eiturefnum í laxi eftir því hvort hann væri villtur eða eldislax. Rannsóknin leiddi í ljós að í villta laxinum reyndist vera meira ef eiturefnum eins og díoxín, PCB og kvikasilfri heldur en í eldislaxinum. Tekið er fram að hlutfall eiturefna í villta laxinum sé þrátt fyrir það mjög lágt og ekki hættulegt heilsu manna. Vísindamennirnir hvetja raunar almenning til að borða meiri lax, hvort sem hann sé villtur eða úr eldi, því báðar tegundir innihaldi álíka af hollum omega-3 fitusýrum. Eldislaxinn reyndist hins vegar marktækt feitari en sá villti.
Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira