Trump vildi þagga niður tal um landamæramúrinn Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2017 18:46 Peña Nieto og Trump hittust á G20-fundinum en þar sagði Trump enn að Mexíkóar skyldu greiða fyrir landamæramúrinn. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti bað forseta Mexíkó um að hætta að neita því opinberlega að Mexíkóar myndu greiða fyrir umdeildan landamæravegg sem Trump lofaði í símtali þeirra í janúar. Landamæramúrinn var eitt helsta kosningaloforð Trump sem sór þess ennfremur dýran eið að Mexíkóar myndu borga fyrir byggingu hans. Eftirrit af símtali hans við Enrique Peña Nieto, forseta Mexíkó, aðeins viku eftir embættistöku Trump bendir til þess að hann hafi sjálfur vitað að múrinn yrði ekki fjármagnaður þannig. „Þú getur ekki sagt þetta við fjölmiðla,“ brýndi Trump ítrekað fyrir Peña Nieto í símtalinu 27. janúar, að því er Washington Post greinir frá. Hótaði Trump meðal annars að loka á öll samskipti við mexíkósk stjórnvöld héldi Peña Nieto áfram að hafna hugmyndum hans um vegginn því „með því gæti hann ekki lifað“. Þess í stað lagði Trump til að þeir myndu þagga málið niður og segjast vera að finna út úr því. Sagði hann að fjármögnun múrsins yrði leysta einhvern veginn. Veggurinn væri minnst mikilvæga málið sem þeir ræddu en pólitískt séð gæti það verið það mikilvægasta.Fannst notalegra að tala við Pútín en einn nánasta bandamann Bandaríkjanna Símtal Trump við Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, daginn eftir var ekki síður þrungið spennu samkvæmt skjalinu sem Washington Post komst yfir. Trump virðist hafa mislíkað sérstaklega samkomulag sem ríkisstjórnir Ástralíu og Bandaríkjanna gerðu áður en hann tók við völdum um að Bandaríkin myndu taka við rúmlega 1.200 flóttamönnum frá Ástralíu. Meðferð Ástrala á flóttamönnunum er umdeild en þeim er haldið í búðum á eyríkinu Nárú og á Manus-eyju við Papúa Nýju-Gíneu. „Þetta á eftir að gera út af við mig. Ég er sú manneskja heims sem er mest á móti því að hleypa fólki inn í landið og nú á ég að samþykkja að taka við 2.000 manns,“ sagði Trump og ýkti fjöldann sem Bandaríkin áttu að taka við. „Mér er nóg boðið. Ég er búinn að standa í þessum símtölum í allan dag og þetta er það ónotalegasta í allan dag,“ hreytti Trump í Turnbull. Fullyrti hann að einhver flóttamannanna gæti orðið hryðjuverkamaður innan fimm ára. Tók Trump sérstaklega fram við Turnbull að símtal hans við Vladimír Pútin, forseta Rússlands, hafi gengið mun betur. „Símtalið við Pútín var notalegt. Þetta er fáránlegt,“ sagði Trump sem batt síðar snögglega enda á símtalið.Malcolm Turnbull fékk að heyra það frá Trump Bandaríkjaforseta.Vísir/Getty„Ég lofa þér að þetta er vont fólk“ Hér fyrir neðan eru nokkrar áhugaverðar tilvitnanir í Trump úr símtölum hans við Turnbull og Peña Nieto. Um fjármögnun landamæraveggsins:„Ég verð að láta Mexíkó borga fyrir vegginn, ég verð. Ég er búinn að tala um það yfir tveggja ára tímabil.“ Um fíkniefnasmygl frá Mexíkó til Bandaríkjanna:„Við erum með meiriháttar fíkniefnavandamál þar sem krakkar eru að ánetjast fíkniefnum vegna þess að þau eru seld ódýrar en nammi. Ég vann í New Hampshire vegna þess að New Hampshire er dópgreni.“ Um harða innflytjendastefnu Turnbull en Ástralar banna flóttamönnum á bátum að koma til meginlandsins:„Þú ert verri en ég.“ Um flóttamenn sem er haldið í fangabúðum utan Ástralíu:„Mér er meinilla við að taka við þessu fólki. Ég lofa þér því að þetta er vont fólk. Þess vegna er það í fangelsi núna. Þetta verður ekki yndislegt fólk sem fara að vinna fyrir mjólkurfólk.“ Donald Trump Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti bað forseta Mexíkó um að hætta að neita því opinberlega að Mexíkóar myndu greiða fyrir umdeildan landamæravegg sem Trump lofaði í símtali þeirra í janúar. Landamæramúrinn var eitt helsta kosningaloforð Trump sem sór þess ennfremur dýran eið að Mexíkóar myndu borga fyrir byggingu hans. Eftirrit af símtali hans við Enrique Peña Nieto, forseta Mexíkó, aðeins viku eftir embættistöku Trump bendir til þess að hann hafi sjálfur vitað að múrinn yrði ekki fjármagnaður þannig. „Þú getur ekki sagt þetta við fjölmiðla,“ brýndi Trump ítrekað fyrir Peña Nieto í símtalinu 27. janúar, að því er Washington Post greinir frá. Hótaði Trump meðal annars að loka á öll samskipti við mexíkósk stjórnvöld héldi Peña Nieto áfram að hafna hugmyndum hans um vegginn því „með því gæti hann ekki lifað“. Þess í stað lagði Trump til að þeir myndu þagga málið niður og segjast vera að finna út úr því. Sagði hann að fjármögnun múrsins yrði leysta einhvern veginn. Veggurinn væri minnst mikilvæga málið sem þeir ræddu en pólitískt séð gæti það verið það mikilvægasta.Fannst notalegra að tala við Pútín en einn nánasta bandamann Bandaríkjanna Símtal Trump við Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, daginn eftir var ekki síður þrungið spennu samkvæmt skjalinu sem Washington Post komst yfir. Trump virðist hafa mislíkað sérstaklega samkomulag sem ríkisstjórnir Ástralíu og Bandaríkjanna gerðu áður en hann tók við völdum um að Bandaríkin myndu taka við rúmlega 1.200 flóttamönnum frá Ástralíu. Meðferð Ástrala á flóttamönnunum er umdeild en þeim er haldið í búðum á eyríkinu Nárú og á Manus-eyju við Papúa Nýju-Gíneu. „Þetta á eftir að gera út af við mig. Ég er sú manneskja heims sem er mest á móti því að hleypa fólki inn í landið og nú á ég að samþykkja að taka við 2.000 manns,“ sagði Trump og ýkti fjöldann sem Bandaríkin áttu að taka við. „Mér er nóg boðið. Ég er búinn að standa í þessum símtölum í allan dag og þetta er það ónotalegasta í allan dag,“ hreytti Trump í Turnbull. Fullyrti hann að einhver flóttamannanna gæti orðið hryðjuverkamaður innan fimm ára. Tók Trump sérstaklega fram við Turnbull að símtal hans við Vladimír Pútin, forseta Rússlands, hafi gengið mun betur. „Símtalið við Pútín var notalegt. Þetta er fáránlegt,“ sagði Trump sem batt síðar snögglega enda á símtalið.Malcolm Turnbull fékk að heyra það frá Trump Bandaríkjaforseta.Vísir/Getty„Ég lofa þér að þetta er vont fólk“ Hér fyrir neðan eru nokkrar áhugaverðar tilvitnanir í Trump úr símtölum hans við Turnbull og Peña Nieto. Um fjármögnun landamæraveggsins:„Ég verð að láta Mexíkó borga fyrir vegginn, ég verð. Ég er búinn að tala um það yfir tveggja ára tímabil.“ Um fíkniefnasmygl frá Mexíkó til Bandaríkjanna:„Við erum með meiriháttar fíkniefnavandamál þar sem krakkar eru að ánetjast fíkniefnum vegna þess að þau eru seld ódýrar en nammi. Ég vann í New Hampshire vegna þess að New Hampshire er dópgreni.“ Um harða innflytjendastefnu Turnbull en Ástralar banna flóttamönnum á bátum að koma til meginlandsins:„Þú ert verri en ég.“ Um flóttamenn sem er haldið í fangabúðum utan Ástralíu:„Mér er meinilla við að taka við þessu fólki. Ég lofa þér því að þetta er vont fólk. Þess vegna er það í fangelsi núna. Þetta verður ekki yndislegt fólk sem fara að vinna fyrir mjólkurfólk.“
Donald Trump Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Sjá meira