Brjálaðir fótboltapabbar fóru að slást í miðjum leik strákanna sinna | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2017 12:00 Myndin tengist ekki fréttinni en slagsmál koma upp á mörgum stöðum tengdum fóboltanum en sjaldnast þó á leikjum unglingaliða. Það kom þó fyrir á Spáni um síðustu helgi. Vísir/Getty Foreldrar barna í íþróttum geta verið til vandræða en vandamálið er þó sjaldan eins mikið og á Spáni þar sem mörg félög eru að lenda í miklum vandræðum með skapheita foreldra. Eitt alvarlegasta dæmið um þetta var á leik tólf og þrettán ára stráka á Mallorca um helgina en þá varð allt vitlaust, ekki inn á vellinum heldur utan hans. Unglingaliðin Alaró og Collerense voru að þarna mætast en leikurinn kláraðist aldrei. Spænska blaðið El Confidencial sagði frá slagsmálum foreldra en mikil ósætti urðu milli foreldra úr sitthvoru liðinu eftir harða tæklingu inn á vellinum. Eftir rifildi og köll manna í milli gengu tveir pabbar lengst og létu bæði hnefahögg og spörk vaða í hvorn annan. Rifildið og slagsmálin byrjuðu utan vallar en enduðu innan hans. Dómari leiksins tók að lokum þá ákvörðun að flauta leikinn af. Fréttin varð stærri því slagsmálin náðust á myndaband sem má sjá hér fyrir neðan. Það var kaldhæðni örlaganna að Spánverjar voru einmitt að halda upp á Feðradaginn þennan umrædda sunnudag. El Confidencial segir líka frá því að hegðun foreldra er orðið mikið vandamál á Spáni. Það voru því önnur dæmi um að foreldrar höfðu ruðst inn á völlinn til að segja hvorum öðrum til syndanna á leik hjá enn yngri börnum. Fyrr á þessu ári tóku líka forráðamenn Atlético Madrid þá ákvörðun að banna foreldrum að vera á æfingasvæðinu á virkum dögum þar sem að félagið treysti sér ekki til að gæta öryggis þeirra. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira
Foreldrar barna í íþróttum geta verið til vandræða en vandamálið er þó sjaldan eins mikið og á Spáni þar sem mörg félög eru að lenda í miklum vandræðum með skapheita foreldra. Eitt alvarlegasta dæmið um þetta var á leik tólf og þrettán ára stráka á Mallorca um helgina en þá varð allt vitlaust, ekki inn á vellinum heldur utan hans. Unglingaliðin Alaró og Collerense voru að þarna mætast en leikurinn kláraðist aldrei. Spænska blaðið El Confidencial sagði frá slagsmálum foreldra en mikil ósætti urðu milli foreldra úr sitthvoru liðinu eftir harða tæklingu inn á vellinum. Eftir rifildi og köll manna í milli gengu tveir pabbar lengst og létu bæði hnefahögg og spörk vaða í hvorn annan. Rifildið og slagsmálin byrjuðu utan vallar en enduðu innan hans. Dómari leiksins tók að lokum þá ákvörðun að flauta leikinn af. Fréttin varð stærri því slagsmálin náðust á myndaband sem má sjá hér fyrir neðan. Það var kaldhæðni örlaganna að Spánverjar voru einmitt að halda upp á Feðradaginn þennan umrædda sunnudag. El Confidencial segir líka frá því að hegðun foreldra er orðið mikið vandamál á Spáni. Það voru því önnur dæmi um að foreldrar höfðu ruðst inn á völlinn til að segja hvorum öðrum til syndanna á leik hjá enn yngri börnum. Fyrr á þessu ári tóku líka forráðamenn Atlético Madrid þá ákvörðun að banna foreldrum að vera á æfingasvæðinu á virkum dögum þar sem að félagið treysti sér ekki til að gæta öryggis þeirra.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira