Þrjár milljónir íbúa frá Evrópusambandslöndunum, sem dvelja nú um stundir í Bretlandi, þurfa að sækja um fast aðsetur (e. settled status ) kjósi þeir að verða um kyrrt eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Theresa May, forsætisráðherra landsins, lagði þá til að fólk frá löndum ESB sem búsett er á Bretlandi sæki um sérstök persónuskilríki. The Guardian greinir frá.
Á breska þinginu í dag sagði May að réttur þegnanna yrði tryggður og að þeir gætu enn boðið fjölskyldum sínum að koma og dvelja í Bretlandi en hún tiltók ekki að viðkomandi íbúar þurfi að mæta ákveðnum viðmiðum um tekjur sem er hluti af stefnu ríkisstjórnarinnar.
May sagði í dag, þegar hún tilkynnti um stefnuna í málflokknum, að borið hefði á kvíða meðal íbúa Bretlands sem koma frá löndum ESB. Fréttirnar um ákvörðun Breta að fara úr Evrópusambandinu hafi verið kvíðvænlegar fyrir þetta fólk sem vissi ekki hvað framtíðin bæri í skauti sér þegar Bretar yfirgefa stjórnmála- og efnahagslegu samtökin.
Mikil óvissa
Þrátt fyrir yfirlýsingar May um skýrleika í málaflokknum hefur borið á mikilli óvissu eftir tilkynninguna og á meðal þeirra sem hafa kallað eftir meiri skýrleika og afdráttarlausari svörum er Michel Barnier, sem semur fyrir hönd Evrópusambandsins um útgönguferli Breta.
Fólk frá löndum Evrópusambandsins búsett í Bretlandi sæki um sérstök skilríki

Tengdar fréttir

Íhaldsmenn og DUP ná saman um nýja stjórn
Theresa May mun leiða minnihlutastjórn Íhaldsflokksins sem mun njóta stuðnings Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP).