Telur forsendur kjarasamninga brostnar eftir nýjasta útspil kjararáðs Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júní 2017 21:29 Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, Alþýðusamband Íslands. Fréttablaðið/GVA Aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segir forsendur kjarasamninga almennra launþega í landinu brostnar eftir nýjasta útspil kjararáðs. Kjararáð hækkaði nýverið laun ýmissa embættismanna en hækkanirnar tóku einnig gildi afturvirkt. Umræða um kjarasamninga almennra launþega kemur nú upp í kjölfar ákvarðana kjararáðs. Fyrr í mánuðinum hækkaði ráðið kjör átta embættismanna auk sendiherra. Þá voru laun forstjóra þriggja opinberra stofnanna, það er Umhverfisstofnunar, Orkustofnunar og Landsnets hf., leiðrétt afturvirkt um allt að 17 mánuði í maí síðastliðnum. Laun alþingismanna voru einnig hækkuð umtalsvert síðasta haust eins og umdeilt varð.Gengu þvert gegn allri launastefnu í landinu Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, ASÍ, segir þessar hækkanir hafa töluverða þýðingu fyrir launþega á almennum vinnumarkaði. „Það liggur alveg ljóst fyrir að þegar þessar ákvarðanir voru teknar, bæði varðandi dómarana og ráðuneytisstjórana og æðstu embættismenn, þá bentum við á að bæði þær upphæðir sem um var að tefla og líka þessi afturvirkni sem þá var í gildi, hún gekk þvert gegn allri launastefnu í landinu,“ segir Halldór en hann var í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir enn fremur að hjá Alþingi, sem kýs kjararáð og getur þar af leiðandi bæði sett ráðið af og endurskoðað ákvarðanir sem þar eru teknar, hafi ekki verið pólitískur vilji til breytinga. Með því séu forsendur fyrir kjarasamninga brostnar. „Það var hins vegar ekki pólitískur vilji til þess þannig að engu var breytt og svo heldur kjararáð áfram uppteknum hætti. Það er alveg ljóst í okkar huga að með þessu eru allar forsendur fyrir þá kjarasamninga sem gerðir voru og þau viðmið sem þar voru sett brostnar. Á því hljótum við að byggja þá ákvörðun sem þarf að taka í febrúar á næsta ári um endurskoðun kjarasamninganna.“ Halldór gagnrýnir einnig að eitt sé ekki látið yfir alla ganga. „Það gengur ekki að það sé ein launastefna fyrir almenning í landinu og svo önnur launastefna fyrir embættismenn og stjórnmálamenn. Það er alveg ljóst.“Ákvarðanirnar hafi áhrif á lausa samninga Bandalag háskólamanna, BHM, mun semja um kjör sín á næstu mánuðum. Halldór segir ljóst að í þeim samningum verði litið til undanfarinna ákvarðana kjararáðs. Þá ítrekar hann að almennt launafólk muni ekki láta hvað sem er yfir sig ganga. „Það er alveg ljóst að almennt launafólk er ekki á eitt tilbúið að taka þátt í launastefnu sem byggir á ákvörðunum sem eru ekki í neinu samræmi við það sem síðan er verið að taka fyrir æðstu embættismenn. Þannig að það er algjörlega út úr myndinni,“ segir Halldór.Viðtalið við Halldór má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Milljóna eingreiðslur vegna úrskurða kjararáðs BSRB gagnrýnir kjararáð harðlega og segir ógagnsæi einkenna ákvarðanir þess. 26. júní 2017 15:42 Kjararáð hækkar laun forstjóra opinberra stofnanna afturvirkt Kjararáð úrskurðaði fyrr í mánuðinum að laun forstjóra þriggja opinberra stofnanna, það er Umhverfisstofnunar, Orkustofnunar og Landsnets, skyldu leiðrétt afturvirkt um allt að 17 mánuði. 24. maí 2017 08:21 Kjararáð hækkar kjör sendiherra og átta embættismanna afturvirkt Varaforseti Hæstaréttar hækkar um einn launaflokk og verður nú einum flokki lægri en forseti réttarins. 23. júní 2017 23:00 Sextíu milljónum úthlutað afturvirkt Kjararáð ákvarðaði um miðjan mánuðinn kjör átta embættismanna auk sendiherra. Laun allra hækka nokkuð og í öllum tilvikum afturvirkt. Úrskurðirnir voru birtir í gær. 24. júní 2017 07:00 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segir forsendur kjarasamninga almennra launþega í landinu brostnar eftir nýjasta útspil kjararáðs. Kjararáð hækkaði nýverið laun ýmissa embættismanna en hækkanirnar tóku einnig gildi afturvirkt. Umræða um kjarasamninga almennra launþega kemur nú upp í kjölfar ákvarðana kjararáðs. Fyrr í mánuðinum hækkaði ráðið kjör átta embættismanna auk sendiherra. Þá voru laun forstjóra þriggja opinberra stofnanna, það er Umhverfisstofnunar, Orkustofnunar og Landsnets hf., leiðrétt afturvirkt um allt að 17 mánuði í maí síðastliðnum. Laun alþingismanna voru einnig hækkuð umtalsvert síðasta haust eins og umdeilt varð.Gengu þvert gegn allri launastefnu í landinu Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, ASÍ, segir þessar hækkanir hafa töluverða þýðingu fyrir launþega á almennum vinnumarkaði. „Það liggur alveg ljóst fyrir að þegar þessar ákvarðanir voru teknar, bæði varðandi dómarana og ráðuneytisstjórana og æðstu embættismenn, þá bentum við á að bæði þær upphæðir sem um var að tefla og líka þessi afturvirkni sem þá var í gildi, hún gekk þvert gegn allri launastefnu í landinu,“ segir Halldór en hann var í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir enn fremur að hjá Alþingi, sem kýs kjararáð og getur þar af leiðandi bæði sett ráðið af og endurskoðað ákvarðanir sem þar eru teknar, hafi ekki verið pólitískur vilji til breytinga. Með því séu forsendur fyrir kjarasamninga brostnar. „Það var hins vegar ekki pólitískur vilji til þess þannig að engu var breytt og svo heldur kjararáð áfram uppteknum hætti. Það er alveg ljóst í okkar huga að með þessu eru allar forsendur fyrir þá kjarasamninga sem gerðir voru og þau viðmið sem þar voru sett brostnar. Á því hljótum við að byggja þá ákvörðun sem þarf að taka í febrúar á næsta ári um endurskoðun kjarasamninganna.“ Halldór gagnrýnir einnig að eitt sé ekki látið yfir alla ganga. „Það gengur ekki að það sé ein launastefna fyrir almenning í landinu og svo önnur launastefna fyrir embættismenn og stjórnmálamenn. Það er alveg ljóst.“Ákvarðanirnar hafi áhrif á lausa samninga Bandalag háskólamanna, BHM, mun semja um kjör sín á næstu mánuðum. Halldór segir ljóst að í þeim samningum verði litið til undanfarinna ákvarðana kjararáðs. Þá ítrekar hann að almennt launafólk muni ekki láta hvað sem er yfir sig ganga. „Það er alveg ljóst að almennt launafólk er ekki á eitt tilbúið að taka þátt í launastefnu sem byggir á ákvörðunum sem eru ekki í neinu samræmi við það sem síðan er verið að taka fyrir æðstu embættismenn. Þannig að það er algjörlega út úr myndinni,“ segir Halldór.Viðtalið við Halldór má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Milljóna eingreiðslur vegna úrskurða kjararáðs BSRB gagnrýnir kjararáð harðlega og segir ógagnsæi einkenna ákvarðanir þess. 26. júní 2017 15:42 Kjararáð hækkar laun forstjóra opinberra stofnanna afturvirkt Kjararáð úrskurðaði fyrr í mánuðinum að laun forstjóra þriggja opinberra stofnanna, það er Umhverfisstofnunar, Orkustofnunar og Landsnets, skyldu leiðrétt afturvirkt um allt að 17 mánuði. 24. maí 2017 08:21 Kjararáð hækkar kjör sendiherra og átta embættismanna afturvirkt Varaforseti Hæstaréttar hækkar um einn launaflokk og verður nú einum flokki lægri en forseti réttarins. 23. júní 2017 23:00 Sextíu milljónum úthlutað afturvirkt Kjararáð ákvarðaði um miðjan mánuðinn kjör átta embættismanna auk sendiherra. Laun allra hækka nokkuð og í öllum tilvikum afturvirkt. Úrskurðirnir voru birtir í gær. 24. júní 2017 07:00 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Milljóna eingreiðslur vegna úrskurða kjararáðs BSRB gagnrýnir kjararáð harðlega og segir ógagnsæi einkenna ákvarðanir þess. 26. júní 2017 15:42
Kjararáð hækkar laun forstjóra opinberra stofnanna afturvirkt Kjararáð úrskurðaði fyrr í mánuðinum að laun forstjóra þriggja opinberra stofnanna, það er Umhverfisstofnunar, Orkustofnunar og Landsnets, skyldu leiðrétt afturvirkt um allt að 17 mánuði. 24. maí 2017 08:21
Kjararáð hækkar kjör sendiherra og átta embættismanna afturvirkt Varaforseti Hæstaréttar hækkar um einn launaflokk og verður nú einum flokki lægri en forseti réttarins. 23. júní 2017 23:00
Sextíu milljónum úthlutað afturvirkt Kjararáð ákvarðaði um miðjan mánuðinn kjör átta embættismanna auk sendiherra. Laun allra hækka nokkuð og í öllum tilvikum afturvirkt. Úrskurðirnir voru birtir í gær. 24. júní 2017 07:00