Kjararáð hækkar laun forstjóra opinberra stofnanna afturvirkt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. maí 2017 08:21 Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, en laun hans hækka afturvirkt um rúmar 400 þúsund krónur. Vísir/GVA Kjararáð úrskurðaði fyrr í mánuðinum að laun forstjóra þriggja opinberra stofnanna, það er Umhverfisstofnunar, Orkustofnunar og Landsnets hf., skyldu leiðrétt afturvirkt um allt að 17 mánuði. Þannig hækka laun forstjóra Umhverfisstofnunar og Orkustofnunar afturvirkt frá og með 1. janúar 2016 og verða tæpar 1,4 milljónir króna á mánuði. Laun forstjóra Landsnets hækka frá og með 1. maí 2016 og verða tæpar 1,6 milljónir króna á mánuði en voru tæpar 1,2 milljónir króna. Í úrskurði kjararáðs vegna launa forstjóra Umhverfisstofnunar kemur fram að kjör forstjórans hafi síðast verið ákveðin á árinu 2007 en hafa síðan tekið breytingum í samræmi við almennar breytingar kjararáðs.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.vísir/gvaEkki kemur fram hver laun forstjórans voru fyrir úrskurð kjararáðs nú en í bréfi forstjóra Umhverfisstofnunar frá því í október 2015 fer hann fram á að launin verði endurmetin með hliðsjón af aukinni ábyrgð sem komið hafi til frá því að kjörin voru síðast ákveðin. Forstjóri Umhverfisstofnunar er Kristín Linda Árnadóttir. Mánaðarlaun hennar eftir úrskurð Kjararáðs eru 989.836 krónur auk 40 eininga sem greiddar eru fyrir yfirvinnu á mánuði en fyrir hverja einingu eru greiddar 9.572 krónur, alls 382.880 krónur. Kjör orkumálastjóra, Guðna A. Jóhannessonar, verða þau sömu og kjör forstjóra Umhverfisstofnunar en orkumálastjóri fer fyrir Orkustofnun.Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri.Orkumálastjóri sendi kjararáði bréf í ágúst 2015 þar sem sagði meðal annars að Orkustofnun „hafi breyst úr ráðgefandi stofnun í að taka sjálfstætt ábyrgð á viðamiklum og krefjandi stjórnsýsluverkefnum á verksviði stofnunarinnar.“ Tók hann dæmi um eftirlit með leit að olíu og gasi sem nýjan og krefjandi þátt í starfseminni. Í úrskurði kjararáðs kemur ekki fram hver laun orkumálastjóra voru fyrir þessi afturvirku hækkun en ráðið hefur ekki tekið ákvörðun um launin frá því mars 2003. Þau hafa hins vegar síðan tekið bretingum í samræmi við almennar ákvarðanir kjararáðs en verða nú tæpar 1,4 milljónir króna eins og áður segir. Laun forstjóra Landsnets hækka svo um rúmar 400 þúsund krónur afturvirkt frá 1. maí 2016. Fram kemur í úrskurði kjararáðs að formaður stjórnar Landsnets hafi sent kjararáði bréf í apríl 2016 þar sem þess var óskað að laun forstjórans yrðu endurskoðuð. Var meðal annars vísað í breytingar á raforkulögum sem gerð voru í júlí 2015 og höfðu í för með sér „verulega viðbót við starfsskyldur forstjóra og aukið vinnuálag umtalsvert.“ Forstjórinn sendi kjararáði jafnframt bréf og tók undir sjónarmið stjórnarinnar um endurskoðun launa hans og voru þau því hækkuð nú eins og áður segir og eru tæpar 1,6 milljónir króna. Forstjóri Landsnets er Guðmundur Ingi Ásmundsson. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Kjararáð úrskurðaði fyrr í mánuðinum að laun forstjóra þriggja opinberra stofnanna, það er Umhverfisstofnunar, Orkustofnunar og Landsnets hf., skyldu leiðrétt afturvirkt um allt að 17 mánuði. Þannig hækka laun forstjóra Umhverfisstofnunar og Orkustofnunar afturvirkt frá og með 1. janúar 2016 og verða tæpar 1,4 milljónir króna á mánuði. Laun forstjóra Landsnets hækka frá og með 1. maí 2016 og verða tæpar 1,6 milljónir króna á mánuði en voru tæpar 1,2 milljónir króna. Í úrskurði kjararáðs vegna launa forstjóra Umhverfisstofnunar kemur fram að kjör forstjórans hafi síðast verið ákveðin á árinu 2007 en hafa síðan tekið breytingum í samræmi við almennar breytingar kjararáðs.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.vísir/gvaEkki kemur fram hver laun forstjórans voru fyrir úrskurð kjararáðs nú en í bréfi forstjóra Umhverfisstofnunar frá því í október 2015 fer hann fram á að launin verði endurmetin með hliðsjón af aukinni ábyrgð sem komið hafi til frá því að kjörin voru síðast ákveðin. Forstjóri Umhverfisstofnunar er Kristín Linda Árnadóttir. Mánaðarlaun hennar eftir úrskurð Kjararáðs eru 989.836 krónur auk 40 eininga sem greiddar eru fyrir yfirvinnu á mánuði en fyrir hverja einingu eru greiddar 9.572 krónur, alls 382.880 krónur. Kjör orkumálastjóra, Guðna A. Jóhannessonar, verða þau sömu og kjör forstjóra Umhverfisstofnunar en orkumálastjóri fer fyrir Orkustofnun.Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri.Orkumálastjóri sendi kjararáði bréf í ágúst 2015 þar sem sagði meðal annars að Orkustofnun „hafi breyst úr ráðgefandi stofnun í að taka sjálfstætt ábyrgð á viðamiklum og krefjandi stjórnsýsluverkefnum á verksviði stofnunarinnar.“ Tók hann dæmi um eftirlit með leit að olíu og gasi sem nýjan og krefjandi þátt í starfseminni. Í úrskurði kjararáðs kemur ekki fram hver laun orkumálastjóra voru fyrir þessi afturvirku hækkun en ráðið hefur ekki tekið ákvörðun um launin frá því mars 2003. Þau hafa hins vegar síðan tekið bretingum í samræmi við almennar ákvarðanir kjararáðs en verða nú tæpar 1,4 milljónir króna eins og áður segir. Laun forstjóra Landsnets hækka svo um rúmar 400 þúsund krónur afturvirkt frá 1. maí 2016. Fram kemur í úrskurði kjararáðs að formaður stjórnar Landsnets hafi sent kjararáði bréf í apríl 2016 þar sem þess var óskað að laun forstjórans yrðu endurskoðuð. Var meðal annars vísað í breytingar á raforkulögum sem gerð voru í júlí 2015 og höfðu í för með sér „verulega viðbót við starfsskyldur forstjóra og aukið vinnuálag umtalsvert.“ Forstjórinn sendi kjararáði jafnframt bréf og tók undir sjónarmið stjórnarinnar um endurskoðun launa hans og voru þau því hækkuð nú eins og áður segir og eru tæpar 1,6 milljónir króna. Forstjóri Landsnets er Guðmundur Ingi Ásmundsson.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent