Kjararáð hækkar laun forstjóra opinberra stofnanna afturvirkt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. maí 2017 08:21 Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, en laun hans hækka afturvirkt um rúmar 400 þúsund krónur. Vísir/GVA Kjararáð úrskurðaði fyrr í mánuðinum að laun forstjóra þriggja opinberra stofnanna, það er Umhverfisstofnunar, Orkustofnunar og Landsnets hf., skyldu leiðrétt afturvirkt um allt að 17 mánuði. Þannig hækka laun forstjóra Umhverfisstofnunar og Orkustofnunar afturvirkt frá og með 1. janúar 2016 og verða tæpar 1,4 milljónir króna á mánuði. Laun forstjóra Landsnets hækka frá og með 1. maí 2016 og verða tæpar 1,6 milljónir króna á mánuði en voru tæpar 1,2 milljónir króna. Í úrskurði kjararáðs vegna launa forstjóra Umhverfisstofnunar kemur fram að kjör forstjórans hafi síðast verið ákveðin á árinu 2007 en hafa síðan tekið breytingum í samræmi við almennar breytingar kjararáðs.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.vísir/gvaEkki kemur fram hver laun forstjórans voru fyrir úrskurð kjararáðs nú en í bréfi forstjóra Umhverfisstofnunar frá því í október 2015 fer hann fram á að launin verði endurmetin með hliðsjón af aukinni ábyrgð sem komið hafi til frá því að kjörin voru síðast ákveðin. Forstjóri Umhverfisstofnunar er Kristín Linda Árnadóttir. Mánaðarlaun hennar eftir úrskurð Kjararáðs eru 989.836 krónur auk 40 eininga sem greiddar eru fyrir yfirvinnu á mánuði en fyrir hverja einingu eru greiddar 9.572 krónur, alls 382.880 krónur. Kjör orkumálastjóra, Guðna A. Jóhannessonar, verða þau sömu og kjör forstjóra Umhverfisstofnunar en orkumálastjóri fer fyrir Orkustofnun.Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri.Orkumálastjóri sendi kjararáði bréf í ágúst 2015 þar sem sagði meðal annars að Orkustofnun „hafi breyst úr ráðgefandi stofnun í að taka sjálfstætt ábyrgð á viðamiklum og krefjandi stjórnsýsluverkefnum á verksviði stofnunarinnar.“ Tók hann dæmi um eftirlit með leit að olíu og gasi sem nýjan og krefjandi þátt í starfseminni. Í úrskurði kjararáðs kemur ekki fram hver laun orkumálastjóra voru fyrir þessi afturvirku hækkun en ráðið hefur ekki tekið ákvörðun um launin frá því mars 2003. Þau hafa hins vegar síðan tekið bretingum í samræmi við almennar ákvarðanir kjararáðs en verða nú tæpar 1,4 milljónir króna eins og áður segir. Laun forstjóra Landsnets hækka svo um rúmar 400 þúsund krónur afturvirkt frá 1. maí 2016. Fram kemur í úrskurði kjararáðs að formaður stjórnar Landsnets hafi sent kjararáði bréf í apríl 2016 þar sem þess var óskað að laun forstjórans yrðu endurskoðuð. Var meðal annars vísað í breytingar á raforkulögum sem gerð voru í júlí 2015 og höfðu í för með sér „verulega viðbót við starfsskyldur forstjóra og aukið vinnuálag umtalsvert.“ Forstjórinn sendi kjararáði jafnframt bréf og tók undir sjónarmið stjórnarinnar um endurskoðun launa hans og voru þau því hækkuð nú eins og áður segir og eru tæpar 1,6 milljónir króna. Forstjóri Landsnets er Guðmundur Ingi Ásmundsson. Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Sjá meira
Kjararáð úrskurðaði fyrr í mánuðinum að laun forstjóra þriggja opinberra stofnanna, það er Umhverfisstofnunar, Orkustofnunar og Landsnets hf., skyldu leiðrétt afturvirkt um allt að 17 mánuði. Þannig hækka laun forstjóra Umhverfisstofnunar og Orkustofnunar afturvirkt frá og með 1. janúar 2016 og verða tæpar 1,4 milljónir króna á mánuði. Laun forstjóra Landsnets hækka frá og með 1. maí 2016 og verða tæpar 1,6 milljónir króna á mánuði en voru tæpar 1,2 milljónir króna. Í úrskurði kjararáðs vegna launa forstjóra Umhverfisstofnunar kemur fram að kjör forstjórans hafi síðast verið ákveðin á árinu 2007 en hafa síðan tekið breytingum í samræmi við almennar breytingar kjararáðs.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.vísir/gvaEkki kemur fram hver laun forstjórans voru fyrir úrskurð kjararáðs nú en í bréfi forstjóra Umhverfisstofnunar frá því í október 2015 fer hann fram á að launin verði endurmetin með hliðsjón af aukinni ábyrgð sem komið hafi til frá því að kjörin voru síðast ákveðin. Forstjóri Umhverfisstofnunar er Kristín Linda Árnadóttir. Mánaðarlaun hennar eftir úrskurð Kjararáðs eru 989.836 krónur auk 40 eininga sem greiddar eru fyrir yfirvinnu á mánuði en fyrir hverja einingu eru greiddar 9.572 krónur, alls 382.880 krónur. Kjör orkumálastjóra, Guðna A. Jóhannessonar, verða þau sömu og kjör forstjóra Umhverfisstofnunar en orkumálastjóri fer fyrir Orkustofnun.Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri.Orkumálastjóri sendi kjararáði bréf í ágúst 2015 þar sem sagði meðal annars að Orkustofnun „hafi breyst úr ráðgefandi stofnun í að taka sjálfstætt ábyrgð á viðamiklum og krefjandi stjórnsýsluverkefnum á verksviði stofnunarinnar.“ Tók hann dæmi um eftirlit með leit að olíu og gasi sem nýjan og krefjandi þátt í starfseminni. Í úrskurði kjararáðs kemur ekki fram hver laun orkumálastjóra voru fyrir þessi afturvirku hækkun en ráðið hefur ekki tekið ákvörðun um launin frá því mars 2003. Þau hafa hins vegar síðan tekið bretingum í samræmi við almennar ákvarðanir kjararáðs en verða nú tæpar 1,4 milljónir króna eins og áður segir. Laun forstjóra Landsnets hækka svo um rúmar 400 þúsund krónur afturvirkt frá 1. maí 2016. Fram kemur í úrskurði kjararáðs að formaður stjórnar Landsnets hafi sent kjararáði bréf í apríl 2016 þar sem þess var óskað að laun forstjórans yrðu endurskoðuð. Var meðal annars vísað í breytingar á raforkulögum sem gerð voru í júlí 2015 og höfðu í för með sér „verulega viðbót við starfsskyldur forstjóra og aukið vinnuálag umtalsvert.“ Forstjórinn sendi kjararáði jafnframt bréf og tók undir sjónarmið stjórnarinnar um endurskoðun launa hans og voru þau því hækkuð nú eins og áður segir og eru tæpar 1,6 milljónir króna. Forstjóri Landsnets er Guðmundur Ingi Ásmundsson.
Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Sjá meira