Kjararáð hækkar laun forstjóra opinberra stofnanna afturvirkt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. maí 2017 08:21 Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, en laun hans hækka afturvirkt um rúmar 400 þúsund krónur. Vísir/GVA Kjararáð úrskurðaði fyrr í mánuðinum að laun forstjóra þriggja opinberra stofnanna, það er Umhverfisstofnunar, Orkustofnunar og Landsnets hf., skyldu leiðrétt afturvirkt um allt að 17 mánuði. Þannig hækka laun forstjóra Umhverfisstofnunar og Orkustofnunar afturvirkt frá og með 1. janúar 2016 og verða tæpar 1,4 milljónir króna á mánuði. Laun forstjóra Landsnets hækka frá og með 1. maí 2016 og verða tæpar 1,6 milljónir króna á mánuði en voru tæpar 1,2 milljónir króna. Í úrskurði kjararáðs vegna launa forstjóra Umhverfisstofnunar kemur fram að kjör forstjórans hafi síðast verið ákveðin á árinu 2007 en hafa síðan tekið breytingum í samræmi við almennar breytingar kjararáðs.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.vísir/gvaEkki kemur fram hver laun forstjórans voru fyrir úrskurð kjararáðs nú en í bréfi forstjóra Umhverfisstofnunar frá því í október 2015 fer hann fram á að launin verði endurmetin með hliðsjón af aukinni ábyrgð sem komið hafi til frá því að kjörin voru síðast ákveðin. Forstjóri Umhverfisstofnunar er Kristín Linda Árnadóttir. Mánaðarlaun hennar eftir úrskurð Kjararáðs eru 989.836 krónur auk 40 eininga sem greiddar eru fyrir yfirvinnu á mánuði en fyrir hverja einingu eru greiddar 9.572 krónur, alls 382.880 krónur. Kjör orkumálastjóra, Guðna A. Jóhannessonar, verða þau sömu og kjör forstjóra Umhverfisstofnunar en orkumálastjóri fer fyrir Orkustofnun.Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri.Orkumálastjóri sendi kjararáði bréf í ágúst 2015 þar sem sagði meðal annars að Orkustofnun „hafi breyst úr ráðgefandi stofnun í að taka sjálfstætt ábyrgð á viðamiklum og krefjandi stjórnsýsluverkefnum á verksviði stofnunarinnar.“ Tók hann dæmi um eftirlit með leit að olíu og gasi sem nýjan og krefjandi þátt í starfseminni. Í úrskurði kjararáðs kemur ekki fram hver laun orkumálastjóra voru fyrir þessi afturvirku hækkun en ráðið hefur ekki tekið ákvörðun um launin frá því mars 2003. Þau hafa hins vegar síðan tekið bretingum í samræmi við almennar ákvarðanir kjararáðs en verða nú tæpar 1,4 milljónir króna eins og áður segir. Laun forstjóra Landsnets hækka svo um rúmar 400 þúsund krónur afturvirkt frá 1. maí 2016. Fram kemur í úrskurði kjararáðs að formaður stjórnar Landsnets hafi sent kjararáði bréf í apríl 2016 þar sem þess var óskað að laun forstjórans yrðu endurskoðuð. Var meðal annars vísað í breytingar á raforkulögum sem gerð voru í júlí 2015 og höfðu í för með sér „verulega viðbót við starfsskyldur forstjóra og aukið vinnuálag umtalsvert.“ Forstjórinn sendi kjararáði jafnframt bréf og tók undir sjónarmið stjórnarinnar um endurskoðun launa hans og voru þau því hækkuð nú eins og áður segir og eru tæpar 1,6 milljónir króna. Forstjóri Landsnets er Guðmundur Ingi Ásmundsson. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Kjararáð úrskurðaði fyrr í mánuðinum að laun forstjóra þriggja opinberra stofnanna, það er Umhverfisstofnunar, Orkustofnunar og Landsnets hf., skyldu leiðrétt afturvirkt um allt að 17 mánuði. Þannig hækka laun forstjóra Umhverfisstofnunar og Orkustofnunar afturvirkt frá og með 1. janúar 2016 og verða tæpar 1,4 milljónir króna á mánuði. Laun forstjóra Landsnets hækka frá og með 1. maí 2016 og verða tæpar 1,6 milljónir króna á mánuði en voru tæpar 1,2 milljónir króna. Í úrskurði kjararáðs vegna launa forstjóra Umhverfisstofnunar kemur fram að kjör forstjórans hafi síðast verið ákveðin á árinu 2007 en hafa síðan tekið breytingum í samræmi við almennar breytingar kjararáðs.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.vísir/gvaEkki kemur fram hver laun forstjórans voru fyrir úrskurð kjararáðs nú en í bréfi forstjóra Umhverfisstofnunar frá því í október 2015 fer hann fram á að launin verði endurmetin með hliðsjón af aukinni ábyrgð sem komið hafi til frá því að kjörin voru síðast ákveðin. Forstjóri Umhverfisstofnunar er Kristín Linda Árnadóttir. Mánaðarlaun hennar eftir úrskurð Kjararáðs eru 989.836 krónur auk 40 eininga sem greiddar eru fyrir yfirvinnu á mánuði en fyrir hverja einingu eru greiddar 9.572 krónur, alls 382.880 krónur. Kjör orkumálastjóra, Guðna A. Jóhannessonar, verða þau sömu og kjör forstjóra Umhverfisstofnunar en orkumálastjóri fer fyrir Orkustofnun.Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri.Orkumálastjóri sendi kjararáði bréf í ágúst 2015 þar sem sagði meðal annars að Orkustofnun „hafi breyst úr ráðgefandi stofnun í að taka sjálfstætt ábyrgð á viðamiklum og krefjandi stjórnsýsluverkefnum á verksviði stofnunarinnar.“ Tók hann dæmi um eftirlit með leit að olíu og gasi sem nýjan og krefjandi þátt í starfseminni. Í úrskurði kjararáðs kemur ekki fram hver laun orkumálastjóra voru fyrir þessi afturvirku hækkun en ráðið hefur ekki tekið ákvörðun um launin frá því mars 2003. Þau hafa hins vegar síðan tekið bretingum í samræmi við almennar ákvarðanir kjararáðs en verða nú tæpar 1,4 milljónir króna eins og áður segir. Laun forstjóra Landsnets hækka svo um rúmar 400 þúsund krónur afturvirkt frá 1. maí 2016. Fram kemur í úrskurði kjararáðs að formaður stjórnar Landsnets hafi sent kjararáði bréf í apríl 2016 þar sem þess var óskað að laun forstjórans yrðu endurskoðuð. Var meðal annars vísað í breytingar á raforkulögum sem gerð voru í júlí 2015 og höfðu í för með sér „verulega viðbót við starfsskyldur forstjóra og aukið vinnuálag umtalsvert.“ Forstjórinn sendi kjararáði jafnframt bréf og tók undir sjónarmið stjórnarinnar um endurskoðun launa hans og voru þau því hækkuð nú eins og áður segir og eru tæpar 1,6 milljónir króna. Forstjóri Landsnets er Guðmundur Ingi Ásmundsson.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira