Stór hluti telur stöðu Bjarna hafa versnað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. september 2017 06:00 Þrír af hverjum fjórum telja að staða Bjarna Benediktssonar hafi versnað á síðustu dögum. visir/anton brink Um 75 prósent þeirra sem afstöðu taka telja að pólitísk staða Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sé veikari eftir atburði síðustu daga. Tæp 11 prósent telja að staða hans sé sterkari en rúm 14 prósent telja að staðan sé óbreytt. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar slitnaði á fimmtudagskvöld eftir að upplýst var að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði veitt dæmdum barnaníðingi umsögn vegna umsóknar hans um uppreist æru. Stjórn Bjartrar framtíðar tók ákvörðun um að slíta samstarfinu á forsendum trúnaðarbrest sem hafi komið upp með því að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hafði veitt Bjarna upplýsingar um umsögnina, án þess að forystumenn hinna stjórnarflokkanna fengju sömu upplýsingar. Í könnuninni voru svarendur líka spurðir að því hverjum stjórnarflokkanna þeim þætti standa verst eftir atburði síðustu daga. Niðurstaðan var sú að 68,4 prósent sögðu Sjálfstæðisflokkinn standa verst eftir atburði síðustu daga, 25,9 prósent sögðu Bjarta framtíð standa verst, en 3,4 prósent nefndu Viðreisn. Þá sögðu 2,3 prósent að staða flokkanna væri óbreytt. Hringt var í 1.311 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki 18. september. Svarhlutfallið var 61 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var annars vegar: Er pólitísk staða Bjarna Benediktssonar sterkari eða veikari eftir atburði síðustu daga? Alls tóku 84,5 þeirra sem svöruðu afstöðu til þeirrar spurningar, 11 prósent voru óákveðnir en 4 prósent svöruðu ekki spurningunni. Hins vegar var spurt: Hver stjórnarflokkanna finnst þér standa verst eftir atburði síðustu daga? Alls tóku 71,4 prósent afstöðu til þeirrar spurningar, 21 prósent voru óákveðnir en 7 prósent svöruðu ekki spurningunni. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Tími tveggja flokka stjórna liðinn Sjálfstæðisflokkurinn er á pari við verstu niðurstöðu sína í nýrri könnun. Þrír stjórnmálaflokkar eru í mikilli hættu á að missa alla þingmenn. Niðurstaðan minnir á pólitískt landslag í Skandinavíu. 20. september 2017 06:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Um 75 prósent þeirra sem afstöðu taka telja að pólitísk staða Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sé veikari eftir atburði síðustu daga. Tæp 11 prósent telja að staða hans sé sterkari en rúm 14 prósent telja að staðan sé óbreytt. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar slitnaði á fimmtudagskvöld eftir að upplýst var að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði veitt dæmdum barnaníðingi umsögn vegna umsóknar hans um uppreist æru. Stjórn Bjartrar framtíðar tók ákvörðun um að slíta samstarfinu á forsendum trúnaðarbrest sem hafi komið upp með því að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hafði veitt Bjarna upplýsingar um umsögnina, án þess að forystumenn hinna stjórnarflokkanna fengju sömu upplýsingar. Í könnuninni voru svarendur líka spurðir að því hverjum stjórnarflokkanna þeim þætti standa verst eftir atburði síðustu daga. Niðurstaðan var sú að 68,4 prósent sögðu Sjálfstæðisflokkinn standa verst eftir atburði síðustu daga, 25,9 prósent sögðu Bjarta framtíð standa verst, en 3,4 prósent nefndu Viðreisn. Þá sögðu 2,3 prósent að staða flokkanna væri óbreytt. Hringt var í 1.311 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki 18. september. Svarhlutfallið var 61 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var annars vegar: Er pólitísk staða Bjarna Benediktssonar sterkari eða veikari eftir atburði síðustu daga? Alls tóku 84,5 þeirra sem svöruðu afstöðu til þeirrar spurningar, 11 prósent voru óákveðnir en 4 prósent svöruðu ekki spurningunni. Hins vegar var spurt: Hver stjórnarflokkanna finnst þér standa verst eftir atburði síðustu daga? Alls tóku 71,4 prósent afstöðu til þeirrar spurningar, 21 prósent voru óákveðnir en 7 prósent svöruðu ekki spurningunni.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Tími tveggja flokka stjórna liðinn Sjálfstæðisflokkurinn er á pari við verstu niðurstöðu sína í nýrri könnun. Þrír stjórnmálaflokkar eru í mikilli hættu á að missa alla þingmenn. Niðurstaðan minnir á pólitískt landslag í Skandinavíu. 20. september 2017 06:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Tími tveggja flokka stjórna liðinn Sjálfstæðisflokkurinn er á pari við verstu niðurstöðu sína í nýrri könnun. Þrír stjórnmálaflokkar eru í mikilli hættu á að missa alla þingmenn. Niðurstaðan minnir á pólitískt landslag í Skandinavíu. 20. september 2017 06:00