Þá flutti hann fyrirlestur í Fróðskaparsetrinu í Þórshöfn, sem er háskóli þeirra Færeyinga, um þorskastríðin og landhelgissigrana þegar þjóðirnar náðu yfirráðum yfir fiskimiðum sínum. Guðni Th. Jóhannesson spurði í fyrirlestrinum hvernig Íslendingar og Færeyingar gætu tryggt að fiskimið þjóðanna nýttust komandi kynslóðum.

Í dag heimsækir forsetinn meðal annars Lögþing Færeyja og Tinganes, en þar er stjórnarráð Færeyja í elsta hluta Þórshafnar.
