Svo gæti farið að tvö ensk úrvalsdeildarlið myndu mætast á Laugardalsvelli seinna í sumar.
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfesti í samtali við íþróttadeild að erlent fyrirtæki hafi spurst fyrir um að fá Laugardalsvöllinn leigðan í sumar.
RÚV greindi frá því í morgun að liðin sem um ræðir séu Manchester City og West Ham.
Klara vildi ekki tjá sig um það við íþróttadeild en segir áhuga KSÍ mikinn á að fá hingað erlend stórlið til að spila í Laugardalnum.
„Þetta gætu verið lið frá öðrum löndum. Það eina sem við getum sagt að svo stöddu að fyrirspurn hefur borist um að fá Laugardalsvöllinn leigðan“, sagði Klara í samtali við íþróttadeild.
Stórstjörnur á Laugardalsvelli í sumar?
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
