Krefjast ógildingar rekstrarleyfa laxeldisstöðva Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. apríl 2017 18:45 Fiskeldi Arnarlax á Bíldudal áformar að framleiða 10 þúsund tonn á þessu ári. vísir/pjetur Tvö málsóknarfélög hafa stefnt Matvælastofnun og fleirum, og krefjast ógildingar rekstrarleyfa laxeldisstöðva. Forstjóra Matvælastofnunar finnst ekki óeðlilegt að starfsmaður stofnunarinnar hafi haft fjárhagslegan ávinning af fjölgun rekstrarleyfa. Í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að vilji hennar væri að hægt yrði á útgáfu nýrra leyfa til sjókvíslalaxeldis þar til skýrsla um framtíðarstefnu í greininni liggur fyrir. Vinna við þá skýrslu á að vera lokið í ágúst næstkomandi. „Viðbrögð við þessu er að taka saman yfirlit yfir þær umsóknir sem við höfum um rekstrarleyfi,“ segir Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar. Þá þarf einnig að kanna stöðu starfsleyfisumsókna hjá Umhverfisstofnun, hvaða mál séu í vinnslu hjá Skipulagsstofnun og hver staða mála sé í umhverfismati. „Síðan þarf að ræða við ráðuneytið, vegna þess að það er ráðuneytisins að marka stefnuna,“ segir Jón. Uppgangur laxeldis hefur verið mjög mikill á síðustu árum og hefur jafnframt skapað ágreining og togstreitu á milli fyrirtækja í greininni, Matvælastofnunar sem gefur út leyfin og eigenda veiðihlunninda í ám og vötnum sem telja að sjókvíalaxeldi sé mikil ógn við villta fiska. Tvö málsóknarfélög hafa stefnt Matvælastofnun, eigendum fiskeldiskvía og fleirum og krefjast ógildingar rekstrarleyfa. „Það vakti nú athygli mína í gær þegar meðal annars ráðherra fjallaði um þetta. Það var eins og hún vissi ekki um það að það væri búið að bera undir íslenska dómstóla lögmæti þessarar starfsemi. Að minnsta kosti er á því byggt í málsókninni að það skorir lagagrundvöll hreinlega undir því að það megi afhenda einhverjum einkafyrirtækjum yfirráð yfir hafsvæði utan netlaga á Íslandi,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun eru rekstrarleyfin þrettán eða fjórtán, sem stofnunin er með í vinnslu og þar af séu líklega fjögur sem eru vegna landstöðva. „Þessar málsóknir eru byggðar á því að starfsemin standist ekki íslensk lög,“ segir Jón Steinar. Forstjóri Matvælastofnunar segir rétt að marka þurfi ákveðnari stefnu. „En enga að síður þá var búið að taka frá ákveðin svæði þar sem að ekki er mögulegt að vera með sjókvíaeldi,“ segir Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar. Eins og fram kom í fréttum í gær hafði sérstakur dýralæknir fisksjúkdómum hjá Matvælastofnun fjárhagslega ávinning af útgáfu leyfa til fiskeldisstöðva, en samhliða starfi sínu seldi hann bóluefni sem fyrirtækin þurfa að nota til að geta ræktað heilbrigðan lax. Forstjóri Matvælastofnunar sagði verið fréttastofu í dag að það fyrirkomulag sem um ræðir hafi verið við líði í tuttugu og sex ár og núna fyrst séu að koma efasemdir um hlutdrægni. Viðkomandi dýralæknir hefur gefið það út að hann sé hættur ávísun bóluefna.Hefur þú frá fyrstu tíð haft upplýsingar um það að hann hafði fjárhagslega ávinning þessu?„Ekki frá fyrstu tíð ef ég fer tíu ár aftur í tímann. En við höfum verið að ræða þetta og sérstaklega núna eftir að það var aukning í fiskeldinu,“ segir Jón.Hvað hefur þú vitað um þetta lengi?„Ég get bara ekki svarað því, ég er ekki alveg viss um það,“ segir JónFinnst þér þetta eðlilegt að starfsmaður innan stofnunarinnar hafi fjárhagslegan ávinning af sínum umsögnum?„Ekki núna þegar að fiskeldi er orðið að þeirra stærðargráðu sem menn eru að horfa fram á, þá tel ég alveg nauðsynlegt að grípa inn í þetta eins og við gerðum,“ segir Jón. Nú hafa tvö mál, málefni dýralæknisins og svo málefni Brúneggja komið upp á skömmum tíma þar sem Matvælastofnun hefur sætt mikilli gagnrýni.Hefur þú íhugað stöðu þína sem forstjóri stofnunarinnar?„Ég hef sagt það að við lærum af þeim málum sem að hér koma upp. Við höfum verið að fá fjölda nýrra verkefna nánast á hverju einasta ári frá því að Matvælastofnun tók til starfa. Við höfum ekki alltaf fengið þann nauðsynlega stuðning sem við þurfum í rauninni til þess að takast á við verkefnin,“ segir Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar. Tengdar fréttir Vill hægja á útgáfum leyfa til laxeldis meðan stefnan er mótuð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vill að hægt verði á útgáfu nýrra leyfa til sjókvíalaxeldis þangað til skýrsla um framtíðarstefnu í greininni liggur fyrir. Blóðsýking sem kom upp í sjókvíalaxeldi í Færeyjum þurrkaði út 63 milljarða króna verðmæti í kauphöllinni í Osló vegna verðfalls á fyrirtækjum sem rækta lax í sjó. 4. apríl 2017 21:00 Dýralæknir fiskisjúkdóma hjá MAST hefur persónulegan hag af vexti laxeldis Sérstakur dýralæknir fiskisjúkdóma hefur eftirlit með starfsemi laxeldisfyrirtækjanna. Samhliða starfi sínu hjá Matvælastofnun hefur hann selt bóluefni sem fiskeldisfyrirtækin þurfa að nota til að geta ræktað heilbrigðan lax. Hann hefur því haft fjárhagslegan ávinning af því að atvinnugreinin stækki hér á landi. 4. apríl 2017 19:15 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Tvö málsóknarfélög hafa stefnt Matvælastofnun og fleirum, og krefjast ógildingar rekstrarleyfa laxeldisstöðva. Forstjóra Matvælastofnunar finnst ekki óeðlilegt að starfsmaður stofnunarinnar hafi haft fjárhagslegan ávinning af fjölgun rekstrarleyfa. Í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að vilji hennar væri að hægt yrði á útgáfu nýrra leyfa til sjókvíslalaxeldis þar til skýrsla um framtíðarstefnu í greininni liggur fyrir. Vinna við þá skýrslu á að vera lokið í ágúst næstkomandi. „Viðbrögð við þessu er að taka saman yfirlit yfir þær umsóknir sem við höfum um rekstrarleyfi,“ segir Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar. Þá þarf einnig að kanna stöðu starfsleyfisumsókna hjá Umhverfisstofnun, hvaða mál séu í vinnslu hjá Skipulagsstofnun og hver staða mála sé í umhverfismati. „Síðan þarf að ræða við ráðuneytið, vegna þess að það er ráðuneytisins að marka stefnuna,“ segir Jón. Uppgangur laxeldis hefur verið mjög mikill á síðustu árum og hefur jafnframt skapað ágreining og togstreitu á milli fyrirtækja í greininni, Matvælastofnunar sem gefur út leyfin og eigenda veiðihlunninda í ám og vötnum sem telja að sjókvíalaxeldi sé mikil ógn við villta fiska. Tvö málsóknarfélög hafa stefnt Matvælastofnun, eigendum fiskeldiskvía og fleirum og krefjast ógildingar rekstrarleyfa. „Það vakti nú athygli mína í gær þegar meðal annars ráðherra fjallaði um þetta. Það var eins og hún vissi ekki um það að það væri búið að bera undir íslenska dómstóla lögmæti þessarar starfsemi. Að minnsta kosti er á því byggt í málsókninni að það skorir lagagrundvöll hreinlega undir því að það megi afhenda einhverjum einkafyrirtækjum yfirráð yfir hafsvæði utan netlaga á Íslandi,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun eru rekstrarleyfin þrettán eða fjórtán, sem stofnunin er með í vinnslu og þar af séu líklega fjögur sem eru vegna landstöðva. „Þessar málsóknir eru byggðar á því að starfsemin standist ekki íslensk lög,“ segir Jón Steinar. Forstjóri Matvælastofnunar segir rétt að marka þurfi ákveðnari stefnu. „En enga að síður þá var búið að taka frá ákveðin svæði þar sem að ekki er mögulegt að vera með sjókvíaeldi,“ segir Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar. Eins og fram kom í fréttum í gær hafði sérstakur dýralæknir fisksjúkdómum hjá Matvælastofnun fjárhagslega ávinning af útgáfu leyfa til fiskeldisstöðva, en samhliða starfi sínu seldi hann bóluefni sem fyrirtækin þurfa að nota til að geta ræktað heilbrigðan lax. Forstjóri Matvælastofnunar sagði verið fréttastofu í dag að það fyrirkomulag sem um ræðir hafi verið við líði í tuttugu og sex ár og núna fyrst séu að koma efasemdir um hlutdrægni. Viðkomandi dýralæknir hefur gefið það út að hann sé hættur ávísun bóluefna.Hefur þú frá fyrstu tíð haft upplýsingar um það að hann hafði fjárhagslega ávinning þessu?„Ekki frá fyrstu tíð ef ég fer tíu ár aftur í tímann. En við höfum verið að ræða þetta og sérstaklega núna eftir að það var aukning í fiskeldinu,“ segir Jón.Hvað hefur þú vitað um þetta lengi?„Ég get bara ekki svarað því, ég er ekki alveg viss um það,“ segir JónFinnst þér þetta eðlilegt að starfsmaður innan stofnunarinnar hafi fjárhagslegan ávinning af sínum umsögnum?„Ekki núna þegar að fiskeldi er orðið að þeirra stærðargráðu sem menn eru að horfa fram á, þá tel ég alveg nauðsynlegt að grípa inn í þetta eins og við gerðum,“ segir Jón. Nú hafa tvö mál, málefni dýralæknisins og svo málefni Brúneggja komið upp á skömmum tíma þar sem Matvælastofnun hefur sætt mikilli gagnrýni.Hefur þú íhugað stöðu þína sem forstjóri stofnunarinnar?„Ég hef sagt það að við lærum af þeim málum sem að hér koma upp. Við höfum verið að fá fjölda nýrra verkefna nánast á hverju einasta ári frá því að Matvælastofnun tók til starfa. Við höfum ekki alltaf fengið þann nauðsynlega stuðning sem við þurfum í rauninni til þess að takast á við verkefnin,“ segir Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar.
Tengdar fréttir Vill hægja á útgáfum leyfa til laxeldis meðan stefnan er mótuð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vill að hægt verði á útgáfu nýrra leyfa til sjókvíalaxeldis þangað til skýrsla um framtíðarstefnu í greininni liggur fyrir. Blóðsýking sem kom upp í sjókvíalaxeldi í Færeyjum þurrkaði út 63 milljarða króna verðmæti í kauphöllinni í Osló vegna verðfalls á fyrirtækjum sem rækta lax í sjó. 4. apríl 2017 21:00 Dýralæknir fiskisjúkdóma hjá MAST hefur persónulegan hag af vexti laxeldis Sérstakur dýralæknir fiskisjúkdóma hefur eftirlit með starfsemi laxeldisfyrirtækjanna. Samhliða starfi sínu hjá Matvælastofnun hefur hann selt bóluefni sem fiskeldisfyrirtækin þurfa að nota til að geta ræktað heilbrigðan lax. Hann hefur því haft fjárhagslegan ávinning af því að atvinnugreinin stækki hér á landi. 4. apríl 2017 19:15 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Vill hægja á útgáfum leyfa til laxeldis meðan stefnan er mótuð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vill að hægt verði á útgáfu nýrra leyfa til sjókvíalaxeldis þangað til skýrsla um framtíðarstefnu í greininni liggur fyrir. Blóðsýking sem kom upp í sjókvíalaxeldi í Færeyjum þurrkaði út 63 milljarða króna verðmæti í kauphöllinni í Osló vegna verðfalls á fyrirtækjum sem rækta lax í sjó. 4. apríl 2017 21:00
Dýralæknir fiskisjúkdóma hjá MAST hefur persónulegan hag af vexti laxeldis Sérstakur dýralæknir fiskisjúkdóma hefur eftirlit með starfsemi laxeldisfyrirtækjanna. Samhliða starfi sínu hjá Matvælastofnun hefur hann selt bóluefni sem fiskeldisfyrirtækin þurfa að nota til að geta ræktað heilbrigðan lax. Hann hefur því haft fjárhagslegan ávinning af því að atvinnugreinin stækki hér á landi. 4. apríl 2017 19:15