Dýralæknir fiskisjúkdóma hjá MAST hefur persónulegan hag af vexti laxeldis Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. apríl 2017 19:15 Sérstakur dýralæknir fiskisjúkdóma hefur eftirlit með starfsemi laxeldisfyrirtækjanna. Samhliða starfi sínu hjá Matvælastofnun hefur hann selt bóluefni sem fiskeldisfyrirtækin þurfa að nota til að geta ræktað heilbrigðan lax. Hann hefur því haft fjárhagslegan ávinning af því að atvinnugreinin stækki hér á landi. Mjög mikil átök standa yfir um sjókvíalaxeldi á Íslandi. Eigendur veiðiréttar hafa miklar áhyggjur af áhrifum laxeldis lífrikið og á heilbrigði villtra laxa. Á síðustu tveimur árum hefur Matvælastofnun gefið talsvert í við útgáfu nýrra leyfa til sjókvíalaxeldis. Þannig hefur framleiðslan aukist hratt á þessum tíma. Landssamband veiðifélaga kvartaði til umboðsmanns Alþingis undan vinnubrögðum Matvælastofnunar við útgáfu leyfa til ræktunar á laxi í sjókvíakerjum en sjókvíalaxeldi hefur verið ört vaxandi atvinnugrein hér. Sérstakur dýralæknir fiskisjúkdóma hefur eftirlit með starfsemi laxeldisfyrirtækjanna. Hann hefur líka eftirlit með því að fiskurinn sé heilbrigður. Í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 29. mars síðastliðnum til Landssambands veiðifélaga kemur fram að í skýringum Matvælastofnunar hafi komið fram að dýralæknir fiskisjúkdóma ávísi og selji bóluefni og þiggi þóknun í formi þjónustugjalds. Hann sé milliliður í viðskiptum milli heildsölu og fiskeldisfyrirtækja og í persónulegri ábyrgð við heildsöluna ef lyfjakaupandinn, þ.e. fiskeldisfyrirtækið, lendir vanskilum og beri því fjárhagslega áhættu af þessum viðskiptum. Í bréfi umboðsmanns Alþingis er jafnframt rakið að dýralæknar fiskisjúkdóma geti almennt haft fjárhagslegan ávinning af því að sjókvíalaxeldi vaxi sem atvinnugrein á Íslandi því þá hafi þeir meira að gera. Umræddur dýralæknir fiskisjúkdóma hjá Matvælastofnun er Gísli Jónsson. Í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 viðurkenndi hann að það væri ekki eðlilegt að hann hefði fjárhagslegan ávinning af sölu bóluefnis til fiskeldisfyrirtækja samhliða eftirlitsstarfi sínu með starfsemi þessara sömu fyrirtækja. Hvað hafðirðu miklar tekjur af sölu bólefnis til sjókvíalaxeldisfyrirtækja á árinu 2016? „Ég hef ekki þær... eina sem ég reyni er að koma skaðlaust frá þessu. Þetta eru ekki háar tekjur,“ segir Gísli. Forstjóri Matvælastofnunar, gerði hann aldrei athugasemd við þessa hagsmuni sem umboðsmaður Alþingis er að benda á? „Um leið og þetta var tekið upp, síðastliðið haust, þá höfum við verið í góðri samvinnu um að hinkra eftir áliti (umboðsmanns) því það segir hvergi í lögum og reglugerðum að þetta sé bannað, eins og með héraðsdýralækna núna. Þeim er ekki heimilt að gera neitt svona.“Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis rekur í bréfi sínu til Landssambands veiðifélaga upplýsingar sem hann fékk frá Matvælastofnun. Í bréfi umboðsmanns kemur beinlínis fram að dýralæknar fiskisjúkdóma geti haft fjárhagslegan ávinning af bólusetningu fiska í laxeldiskerjum vegna aukinna umsvifa í fiskeldi hér á landi. Það er eins og Matvælastofnun hafi ekki séð neitt athugunarvert við þetta fyrirkomulag.vísir/vilhelmGísli skýlir sér ekki aðeins á bak við það að þetta komi ekki fram skýrt í settum lögum að það sem hann geri sé bannað. Hann vísar líka til Svía og Finna. Þar sé fyrirkomulagið svipað og hér. Þú nefndir að þetta væri ekki bannað samkvæmt lögum en er þetta ekki siðferðislega mjög sérstakt? „Jú, en ég meina hvað eigum við að segja um Finna og Svía, eru þeir á einhverju öðru siðferðisplani en við? En ég er ekki fæddur í gær og ég sé núna, þegar umfang (sjókvíalaxeldis) er að aukast eins og byrjaði í fyrra og hittifyrra, þá sé ég að þetta gengur ekki lengur. Þá bakka ég út.“ Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
Sérstakur dýralæknir fiskisjúkdóma hefur eftirlit með starfsemi laxeldisfyrirtækjanna. Samhliða starfi sínu hjá Matvælastofnun hefur hann selt bóluefni sem fiskeldisfyrirtækin þurfa að nota til að geta ræktað heilbrigðan lax. Hann hefur því haft fjárhagslegan ávinning af því að atvinnugreinin stækki hér á landi. Mjög mikil átök standa yfir um sjókvíalaxeldi á Íslandi. Eigendur veiðiréttar hafa miklar áhyggjur af áhrifum laxeldis lífrikið og á heilbrigði villtra laxa. Á síðustu tveimur árum hefur Matvælastofnun gefið talsvert í við útgáfu nýrra leyfa til sjókvíalaxeldis. Þannig hefur framleiðslan aukist hratt á þessum tíma. Landssamband veiðifélaga kvartaði til umboðsmanns Alþingis undan vinnubrögðum Matvælastofnunar við útgáfu leyfa til ræktunar á laxi í sjókvíakerjum en sjókvíalaxeldi hefur verið ört vaxandi atvinnugrein hér. Sérstakur dýralæknir fiskisjúkdóma hefur eftirlit með starfsemi laxeldisfyrirtækjanna. Hann hefur líka eftirlit með því að fiskurinn sé heilbrigður. Í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 29. mars síðastliðnum til Landssambands veiðifélaga kemur fram að í skýringum Matvælastofnunar hafi komið fram að dýralæknir fiskisjúkdóma ávísi og selji bóluefni og þiggi þóknun í formi þjónustugjalds. Hann sé milliliður í viðskiptum milli heildsölu og fiskeldisfyrirtækja og í persónulegri ábyrgð við heildsöluna ef lyfjakaupandinn, þ.e. fiskeldisfyrirtækið, lendir vanskilum og beri því fjárhagslega áhættu af þessum viðskiptum. Í bréfi umboðsmanns Alþingis er jafnframt rakið að dýralæknar fiskisjúkdóma geti almennt haft fjárhagslegan ávinning af því að sjókvíalaxeldi vaxi sem atvinnugrein á Íslandi því þá hafi þeir meira að gera. Umræddur dýralæknir fiskisjúkdóma hjá Matvælastofnun er Gísli Jónsson. Í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 viðurkenndi hann að það væri ekki eðlilegt að hann hefði fjárhagslegan ávinning af sölu bóluefnis til fiskeldisfyrirtækja samhliða eftirlitsstarfi sínu með starfsemi þessara sömu fyrirtækja. Hvað hafðirðu miklar tekjur af sölu bólefnis til sjókvíalaxeldisfyrirtækja á árinu 2016? „Ég hef ekki þær... eina sem ég reyni er að koma skaðlaust frá þessu. Þetta eru ekki háar tekjur,“ segir Gísli. Forstjóri Matvælastofnunar, gerði hann aldrei athugasemd við þessa hagsmuni sem umboðsmaður Alþingis er að benda á? „Um leið og þetta var tekið upp, síðastliðið haust, þá höfum við verið í góðri samvinnu um að hinkra eftir áliti (umboðsmanns) því það segir hvergi í lögum og reglugerðum að þetta sé bannað, eins og með héraðsdýralækna núna. Þeim er ekki heimilt að gera neitt svona.“Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis rekur í bréfi sínu til Landssambands veiðifélaga upplýsingar sem hann fékk frá Matvælastofnun. Í bréfi umboðsmanns kemur beinlínis fram að dýralæknar fiskisjúkdóma geti haft fjárhagslegan ávinning af bólusetningu fiska í laxeldiskerjum vegna aukinna umsvifa í fiskeldi hér á landi. Það er eins og Matvælastofnun hafi ekki séð neitt athugunarvert við þetta fyrirkomulag.vísir/vilhelmGísli skýlir sér ekki aðeins á bak við það að þetta komi ekki fram skýrt í settum lögum að það sem hann geri sé bannað. Hann vísar líka til Svía og Finna. Þar sé fyrirkomulagið svipað og hér. Þú nefndir að þetta væri ekki bannað samkvæmt lögum en er þetta ekki siðferðislega mjög sérstakt? „Jú, en ég meina hvað eigum við að segja um Finna og Svía, eru þeir á einhverju öðru siðferðisplani en við? En ég er ekki fæddur í gær og ég sé núna, þegar umfang (sjókvíalaxeldis) er að aukast eins og byrjaði í fyrra og hittifyrra, þá sé ég að þetta gengur ekki lengur. Þá bakka ég út.“
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira