Rúnar Alex Rúnarsson og liðsfélagar hans í Nordjælland unnu þriðja leik sinn í röð í dag þegar liðið lagði Hobro á heimavelli, 3-2.
Rúnar hefur fengið góða dóma fyrir leik sinn á tímabilinu og varði hann nokkrum sinnum vel í dag.
Eftir sigurinn er Nordsjælland í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, 3 stigum á eftir toppliði Bröndby, sem á auk þess leik til góða.
Rúnar þreytti frumraun sína fyrir A- landslið Íslands í nóvember á þessu ári. Spilaði hann allan leikinn í 2-1 tapi gegn Tékklandi í æfingarferð landsliðsins í Katar.
