Guðni tekur til hendinni á skrifstofu KSÍ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2017 16:15 Guðni Bergsson ætlar að ráða yfirmann knattspyrnumála. Það þarf að undirbúa vel og verður ekki gert á næstunni. Mynd/Hilmar Þór Pálma Jónssyni, fjármálastjóri Knattspyrnusambands Íslands, hefur verið sagt upp störfum hjá sambandinu. Pálmi fagnaði tuttugu ára starfsafmæli sínu hjá KSÍ fyrr á árinu en síðasti starfsdagur hans var í dag. Samkvæmt heimildum Vísis kom uppsögnin samstarfsmönnum Pálma, núverandi sem fyrrverandi á óvart enda einn reynslumesti starfsmaður skrifstofunnar.Staðan auglýst um helgina Guðni Bergsson, formaður KSÍ, staðfestir í samtali við Vísi að gerður hafi verið starfsflokasamningur við Pálma. Blaðamanni lék forvitni á að leika hvort frekari breytingar væru í farvatninu á skrifstofu KSÍ eða hvert framhaldið yrði. „Staðan verður auglýst um helgina og svo sjáum við til. Það fer í eðlilega framvindu,“ segir Guðni. Má segja að það heyri til nokkura tíðinda að til standi að auglýsa laust starf hjá KSÍ. Allur gangur hefur verið á því hvernig staðið hefur verið að ráðningum þar í gegnum tíðina.Kortinu stolið í Sviss Pálmi, hefur sem fyrr segir starfað lengi á skrifstofu KSÍ. Hann komst í fréttirnar haustið 2009 þegar upp komst að hann stæði í málaferlum í Sviss til að endurheimta milljónir sem teknar voru útaf kreditkorti KSÍ á strippstað í Sviss. Atvikið átti sér raunar stað fjórum árum fyrr en upplýstist ekki fyrr en svissneskir blaðamenn komust á snoðir um málið. Stjórn KSÍ hafði aldrei verið upplýst um málið heldur ákváðu þáverandi formaður Eggert Magnússon og framkvæmdastjórinn Geir Þorsteinsson að halda málinu fyrir sig. Geir varð síðar formaður í áratug og tók Guðni við formennsku af honum í febrúar. Eitt af helstu stefnumálum Guðna var ráðning á yfirmanni knattspyrnumála til KSÍ. Yfirmaður knattspyrnumála ekki ráðinn á næstunni „Það var eitt af þeim málum sem ég lagði til, það hefur ekkert breyst. Það má segja að það sé í ágætri skoðun og vinnslu. Maður er auðvitað að fara vel yfir málið og starfið hérna hjá KSÍ. Það er minn vilji og hugmynd að leggja þetta til þegar fram líða stundir þegar búið er að undirbúa málið vel,“ segir Guðni. Ekki megi því reikna með ráðningu í starf yfirmanns knattspyrnumála á næstunni þó það standi sannarlega til. „Þetta er bara mál sem maður vill fara vel í saumana á með mínu fólki í skrifstofunni og í stjórninni,“ segir Guðni sem einnig vill horfa til nágrannaþjóðanna og þeirra reynslu af stöðunni. Tengdar fréttir Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ Æsispennandi formannskosningu á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 16:45 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Pálma Jónssyni, fjármálastjóri Knattspyrnusambands Íslands, hefur verið sagt upp störfum hjá sambandinu. Pálmi fagnaði tuttugu ára starfsafmæli sínu hjá KSÍ fyrr á árinu en síðasti starfsdagur hans var í dag. Samkvæmt heimildum Vísis kom uppsögnin samstarfsmönnum Pálma, núverandi sem fyrrverandi á óvart enda einn reynslumesti starfsmaður skrifstofunnar.Staðan auglýst um helgina Guðni Bergsson, formaður KSÍ, staðfestir í samtali við Vísi að gerður hafi verið starfsflokasamningur við Pálma. Blaðamanni lék forvitni á að leika hvort frekari breytingar væru í farvatninu á skrifstofu KSÍ eða hvert framhaldið yrði. „Staðan verður auglýst um helgina og svo sjáum við til. Það fer í eðlilega framvindu,“ segir Guðni. Má segja að það heyri til nokkura tíðinda að til standi að auglýsa laust starf hjá KSÍ. Allur gangur hefur verið á því hvernig staðið hefur verið að ráðningum þar í gegnum tíðina.Kortinu stolið í Sviss Pálmi, hefur sem fyrr segir starfað lengi á skrifstofu KSÍ. Hann komst í fréttirnar haustið 2009 þegar upp komst að hann stæði í málaferlum í Sviss til að endurheimta milljónir sem teknar voru útaf kreditkorti KSÍ á strippstað í Sviss. Atvikið átti sér raunar stað fjórum árum fyrr en upplýstist ekki fyrr en svissneskir blaðamenn komust á snoðir um málið. Stjórn KSÍ hafði aldrei verið upplýst um málið heldur ákváðu þáverandi formaður Eggert Magnússon og framkvæmdastjórinn Geir Þorsteinsson að halda málinu fyrir sig. Geir varð síðar formaður í áratug og tók Guðni við formennsku af honum í febrúar. Eitt af helstu stefnumálum Guðna var ráðning á yfirmanni knattspyrnumála til KSÍ. Yfirmaður knattspyrnumála ekki ráðinn á næstunni „Það var eitt af þeim málum sem ég lagði til, það hefur ekkert breyst. Það má segja að það sé í ágætri skoðun og vinnslu. Maður er auðvitað að fara vel yfir málið og starfið hérna hjá KSÍ. Það er minn vilji og hugmynd að leggja þetta til þegar fram líða stundir þegar búið er að undirbúa málið vel,“ segir Guðni. Ekki megi því reikna með ráðningu í starf yfirmanns knattspyrnumála á næstunni þó það standi sannarlega til. „Þetta er bara mál sem maður vill fara vel í saumana á með mínu fólki í skrifstofunni og í stjórninni,“ segir Guðni sem einnig vill horfa til nágrannaþjóðanna og þeirra reynslu af stöðunni.
Tengdar fréttir Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ Æsispennandi formannskosningu á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 16:45 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ Æsispennandi formannskosningu á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 16:45