Landlæknir telur samninga við einkaaðila einkennast af stefnuleysi Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. maí 2017 18:30 Stefna stjórnvalda í heilbrigðismálum er það óljós að hún býður upp á stefnuleysi í samningsgerð Sjúkratrygginga Íslands við einkaaðila í heilbrigðisþjónustu að mati landlæknis. Hann segist ekki geta séð að stofnunin hafi hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi í þessari samningsgerð. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans og Birgir Jakobsson landlæknir hafa lýst áhyggjum af því hvert heilbrigðiskerfið stefnir. Þar er einkum vísað til vaxtar einkarekstrar og þess að framlög til Landspítalans hafa ekki aukist í réttu hlutfalli við fjárþörf. Eitt af því skotir í kerfið þegar uppbygging einkarekstrar er annars vegar er að ríkið sem þjónustukaupandi skilgreini þau gæði sem keypt eru hverju sinni. Til dæmis með því að bjóða út afmarkaða þætti heilbrigðisþjónustunnar. Dæmi um skilgreiningu væri blóðþrýstingsmæling hjá 20 þúsund einstaklingum á aldrinum 40-50 ára, svo eitt dæmi sé valið af handahófi. „Þegar þú ert búinn að gera þér grein fyrir hver þörfin þá þarf að gera kröfulýsingu um hvernig beri að veita þessa þjónustu, í hvaða magni, gæðum og hvað á að greiða fyrir hana,“ segir Birgir Jakobsson landlæknir. Þetta hefur ekki verið gert hér og þess vegna hefur stofurekstur sérfræðilækna vaxið mjög hratt og samhliða því útgjöld ríkisins til þeirra. „Það stendur í lögum um Sjúkratryggingar að Sjúkratryggingar eigi að gera samninga við heilbrigðisfyrirtæki á grundvelli stefnu heilbrigðisyfirvalda. Nú er það þannig að stefna heilbrigðisyfirvalda er dálítið óljós. Það býður þeirri hættu heim að þetta verði hálfgert stefnuleysi í samningsgerð Sjúkratrygginga Íslands. Það segir líka í lögunum að það eigi að hafa hagsmuni sjúkratryggðra að leiðarljósi við samningsgerð. Ég fæ ekki séð að það ráði ferðinni einmitt núna,“ segir Birgir. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans.Útgjöld skattgreiðenda vegna læknismeðferðar Íslendinga erlendis hafa líka aukist mikið en Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir þennan kostnað á grundvelli svokallaðrar biðlistatilskipunar ef sjúklingur hefur beðið í 90 daga eða meira eftir aðgerð. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir það slæma meðferð skattfjár. „Við teljum að það sé ekki góð nýting á fjármunum að fólk fari erlendis í aðgerðir sem það á að geta farið í hér. Við teljum reyndar einnig að það sé heppilegri og betri nýting fjármuna að efla sérhæfða þjónustu og aðgerðir á Landspítalanum,“ sagði Páll í fréttum Stöðvar 2 í gær. „Við höfum komið okkur í þessa stöðu á morgum árum vegna þess að við höfum svelt opinbera kerfið en á sama tíma hefur verið aukið í og gefið í í einkarekinni þjónustu,“ segir Birgir Jakobsson. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Stefna stjórnvalda í heilbrigðismálum er það óljós að hún býður upp á stefnuleysi í samningsgerð Sjúkratrygginga Íslands við einkaaðila í heilbrigðisþjónustu að mati landlæknis. Hann segist ekki geta séð að stofnunin hafi hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi í þessari samningsgerð. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans og Birgir Jakobsson landlæknir hafa lýst áhyggjum af því hvert heilbrigðiskerfið stefnir. Þar er einkum vísað til vaxtar einkarekstrar og þess að framlög til Landspítalans hafa ekki aukist í réttu hlutfalli við fjárþörf. Eitt af því skotir í kerfið þegar uppbygging einkarekstrar er annars vegar er að ríkið sem þjónustukaupandi skilgreini þau gæði sem keypt eru hverju sinni. Til dæmis með því að bjóða út afmarkaða þætti heilbrigðisþjónustunnar. Dæmi um skilgreiningu væri blóðþrýstingsmæling hjá 20 þúsund einstaklingum á aldrinum 40-50 ára, svo eitt dæmi sé valið af handahófi. „Þegar þú ert búinn að gera þér grein fyrir hver þörfin þá þarf að gera kröfulýsingu um hvernig beri að veita þessa þjónustu, í hvaða magni, gæðum og hvað á að greiða fyrir hana,“ segir Birgir Jakobsson landlæknir. Þetta hefur ekki verið gert hér og þess vegna hefur stofurekstur sérfræðilækna vaxið mjög hratt og samhliða því útgjöld ríkisins til þeirra. „Það stendur í lögum um Sjúkratryggingar að Sjúkratryggingar eigi að gera samninga við heilbrigðisfyrirtæki á grundvelli stefnu heilbrigðisyfirvalda. Nú er það þannig að stefna heilbrigðisyfirvalda er dálítið óljós. Það býður þeirri hættu heim að þetta verði hálfgert stefnuleysi í samningsgerð Sjúkratrygginga Íslands. Það segir líka í lögunum að það eigi að hafa hagsmuni sjúkratryggðra að leiðarljósi við samningsgerð. Ég fæ ekki séð að það ráði ferðinni einmitt núna,“ segir Birgir. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans.Útgjöld skattgreiðenda vegna læknismeðferðar Íslendinga erlendis hafa líka aukist mikið en Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir þennan kostnað á grundvelli svokallaðrar biðlistatilskipunar ef sjúklingur hefur beðið í 90 daga eða meira eftir aðgerð. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir það slæma meðferð skattfjár. „Við teljum að það sé ekki góð nýting á fjármunum að fólk fari erlendis í aðgerðir sem það á að geta farið í hér. Við teljum reyndar einnig að það sé heppilegri og betri nýting fjármuna að efla sérhæfða þjónustu og aðgerðir á Landspítalanum,“ sagði Páll í fréttum Stöðvar 2 í gær. „Við höfum komið okkur í þessa stöðu á morgum árum vegna þess að við höfum svelt opinbera kerfið en á sama tíma hefur verið aukið í og gefið í í einkarekinni þjónustu,“ segir Birgir Jakobsson.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira