Þriggja barna móður í sjálfsvígshættu vísað úr landi ásamt fjölskyldu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2017 18:30 Fjölskyldan kom hingað til lands í október 2015 og sótti um hæli og dvalarleyfi hér á landi Vísir/Anton Fimm manna fjölskyldu í erfiðri stöðu hefur verið gert að yfirgefa Íslands, yngsti meðlimur hennar er eins mánaðar gamall og þá er móðirin talin vera í alvarlegri sjálfsvígshættu. Þau hafa 30 daga til að yfirgefa landið. Þetta er niðurstaða Kærunefndar útlendingamála. Fjölskyldan kom hingað til lands í október 2015 og sótti um hæli og dvalarleyfi hér á landi. Í samtali við Vísi segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, að ákvörðun kærunefndar hafi komið mjög á óvart, sérstaklega í ljósi geðheilbrigðisvandamála móðirinnar. Upprunalega kom fjölskyldan hingað til lands eftir að hafa dvalið á Ítalíu. Í vottorði frá yfirlækni geðdeildar Landspítalans, kemur fram að þau hafi verið með dvalarleyfi þar þangað til að fjölskyldufaðirinn, Eric Owusu Frimpong, missti vinnuna. Ákvaðu þau að koma hingað til lands eftir að Íslendingur gaf þeim 50 evrur þar sem þau voru að betla á götum Rómarborgar, að því er kemur fram í vottorðinu.Synjun dvalarleyfis ástæða geðrænna vandamála Eftir komuna hingað til lands hafa þau að sögn Magnúsar aðlagast vel, ganga eldri börn þeirra tvö í leikskóla og skóla og eru þeir farnir að tala íslensku. Eftir ákvörðun Útlendingastofnunar um að þau þurfi að yfirgefa landið hefur þó andlegri heilsu móðirinnar, Mercy Kyeremeh, hrakað. Fyrir liggur vottorð frá sálfræðingi og geðlækni um að Mercy sé í sjálfsvígshættu. Var hún lögð inn á geðdeild 1. apríl síðastliðin og í vottorði frá yfirlækninum segi að ástæða geðvandamála hennar sé að hún og fjölskylda hennar hafi fengið synjun um hæli og dvalarleyfi hér á landi og að þau þurfi að yfirgefa landið.„Bráð krísa með depurðseinkennum, svefnleysi, óróleika og sjálfsvígshugsunum hjá 32 ára konu frá Ghana. Þessi kona hefur mjög lítið félagslegt net, er munaðarleysingi sjálf og alin upp í fátækt. Er í sjálfsvígshættu núna eins og hennar staða er,“ segir í vottorði sálfræðings.Yngsti meðlimur fjölskyldunnar er eins mánaðar gamall og er móðirin talin vera í alvarlegri sjálfsvígshættu.Vísir/AntonÍ samtali við Vísi segir Magnús að niðurstaða kærunefndar sé byggð á því að ástand móðirinnar nái ekki því alvarleikastigi að fallast beri á veitingu dvalarleyfis á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Magnús gagnrýnir þessa niðurstöðu harðlega og segir hana byggja á matskenndu atriði. „Í þessu máli er raunin sú að þetta stendur og fellur með matskenndu atriði. Þetta stendur og fellur með því að hvaða marki er ástand konunnar alvarlegt,“ segir Magnús og vísar þar til rökstuðnings kærunefndarinnar. „Samt sem áður ertu með vottorð sem tala um bráðasjálfsvígshættu. Kærunefndin hefði hæglega geta komist að annarri niðurstöðu og það hefði enginn getað efast um það,“ segir Magnús.Bágborin geðheilbrigðisþjónusta í Gana Líkt og áður segir hefur fjölskyldan 30 daga til þess að yfirgefa landið en Magnús segir að ekkert bíði hennar í Gana, hvorki heimili né atvinna. Þá telur Magnús afar ólíklegt að Mercy geti fengið fullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu í Gana, líkt og sagt er í rökstuðningi kærunefndarinnar. Í skýrslu Alþjóðaheilbrigðistofnunnar frá 2014 segir að vegna skorts á aðgengi á geðheilbrigðisþjónustu, sem einkum megi finna í höfuðborginni, leiti margir til aðila sem veiti heilbrigðisþjónustu byggða á trúarlegum grundvelli en gæði þeirrar þjónustu sé ekki trygg. „Það er útbreidd trú meðal Ganverja að þú sért bara haldinn illum öndum. Þú ferð ekkert á geðsjúkrahús, þú ferð bara á töfrastofnun, það er einhver töfralæknir sem hjálpar þér,“ segir Magnús um stöðu geðheilbrigðismála í Gana.Sjálfum sér nóg Magnús segir að fjölskyldan, sem telur Mercy, Eric, tvo stráka þeirra auk stelpunnar sem fæddist hér á landi í ágúst, hafi fest rætur hér á Íslandi og taki þátt í samfélaginu, eins og aðrir íbúar landsins. „Strákarnir eru í skóla og leikskóla. Faðirinn vinnur í Costco. Þau eru ekkert á framfæri hins opinbera heldur búa í eigin leiguhúsnæði og greiða reikninga fyrir það og aðra þjónustu. Ekki að það skipti máli en þetta fólk er síður en svo einhver baggi á samfélaginu,“ segir Magnús. Til þess að freista þess að koma í veg fyrir að fjölskyldan þurfi að yfirgefa Ísland innnan 30 daga mun Magnús leggja fram beiðni um frestun réttaráhrifa. „Þau ætla með málið fyrir dómstóla. Þetta er ekki niðurstaða sem þau sætta sig við. Við förum með þetta alla leið.“Rætt var við fjölskylduna í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá fréttina í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Fimm manna fjölskyldu í erfiðri stöðu hefur verið gert að yfirgefa Íslands, yngsti meðlimur hennar er eins mánaðar gamall og þá er móðirin talin vera í alvarlegri sjálfsvígshættu. Þau hafa 30 daga til að yfirgefa landið. Þetta er niðurstaða Kærunefndar útlendingamála. Fjölskyldan kom hingað til lands í október 2015 og sótti um hæli og dvalarleyfi hér á landi. Í samtali við Vísi segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, að ákvörðun kærunefndar hafi komið mjög á óvart, sérstaklega í ljósi geðheilbrigðisvandamála móðirinnar. Upprunalega kom fjölskyldan hingað til lands eftir að hafa dvalið á Ítalíu. Í vottorði frá yfirlækni geðdeildar Landspítalans, kemur fram að þau hafi verið með dvalarleyfi þar þangað til að fjölskyldufaðirinn, Eric Owusu Frimpong, missti vinnuna. Ákvaðu þau að koma hingað til lands eftir að Íslendingur gaf þeim 50 evrur þar sem þau voru að betla á götum Rómarborgar, að því er kemur fram í vottorðinu.Synjun dvalarleyfis ástæða geðrænna vandamála Eftir komuna hingað til lands hafa þau að sögn Magnúsar aðlagast vel, ganga eldri börn þeirra tvö í leikskóla og skóla og eru þeir farnir að tala íslensku. Eftir ákvörðun Útlendingastofnunar um að þau þurfi að yfirgefa landið hefur þó andlegri heilsu móðirinnar, Mercy Kyeremeh, hrakað. Fyrir liggur vottorð frá sálfræðingi og geðlækni um að Mercy sé í sjálfsvígshættu. Var hún lögð inn á geðdeild 1. apríl síðastliðin og í vottorði frá yfirlækninum segi að ástæða geðvandamála hennar sé að hún og fjölskylda hennar hafi fengið synjun um hæli og dvalarleyfi hér á landi og að þau þurfi að yfirgefa landið.„Bráð krísa með depurðseinkennum, svefnleysi, óróleika og sjálfsvígshugsunum hjá 32 ára konu frá Ghana. Þessi kona hefur mjög lítið félagslegt net, er munaðarleysingi sjálf og alin upp í fátækt. Er í sjálfsvígshættu núna eins og hennar staða er,“ segir í vottorði sálfræðings.Yngsti meðlimur fjölskyldunnar er eins mánaðar gamall og er móðirin talin vera í alvarlegri sjálfsvígshættu.Vísir/AntonÍ samtali við Vísi segir Magnús að niðurstaða kærunefndar sé byggð á því að ástand móðirinnar nái ekki því alvarleikastigi að fallast beri á veitingu dvalarleyfis á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Magnús gagnrýnir þessa niðurstöðu harðlega og segir hana byggja á matskenndu atriði. „Í þessu máli er raunin sú að þetta stendur og fellur með matskenndu atriði. Þetta stendur og fellur með því að hvaða marki er ástand konunnar alvarlegt,“ segir Magnús og vísar þar til rökstuðnings kærunefndarinnar. „Samt sem áður ertu með vottorð sem tala um bráðasjálfsvígshættu. Kærunefndin hefði hæglega geta komist að annarri niðurstöðu og það hefði enginn getað efast um það,“ segir Magnús.Bágborin geðheilbrigðisþjónusta í Gana Líkt og áður segir hefur fjölskyldan 30 daga til þess að yfirgefa landið en Magnús segir að ekkert bíði hennar í Gana, hvorki heimili né atvinna. Þá telur Magnús afar ólíklegt að Mercy geti fengið fullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu í Gana, líkt og sagt er í rökstuðningi kærunefndarinnar. Í skýrslu Alþjóðaheilbrigðistofnunnar frá 2014 segir að vegna skorts á aðgengi á geðheilbrigðisþjónustu, sem einkum megi finna í höfuðborginni, leiti margir til aðila sem veiti heilbrigðisþjónustu byggða á trúarlegum grundvelli en gæði þeirrar þjónustu sé ekki trygg. „Það er útbreidd trú meðal Ganverja að þú sért bara haldinn illum öndum. Þú ferð ekkert á geðsjúkrahús, þú ferð bara á töfrastofnun, það er einhver töfralæknir sem hjálpar þér,“ segir Magnús um stöðu geðheilbrigðismála í Gana.Sjálfum sér nóg Magnús segir að fjölskyldan, sem telur Mercy, Eric, tvo stráka þeirra auk stelpunnar sem fæddist hér á landi í ágúst, hafi fest rætur hér á Íslandi og taki þátt í samfélaginu, eins og aðrir íbúar landsins. „Strákarnir eru í skóla og leikskóla. Faðirinn vinnur í Costco. Þau eru ekkert á framfæri hins opinbera heldur búa í eigin leiguhúsnæði og greiða reikninga fyrir það og aðra þjónustu. Ekki að það skipti máli en þetta fólk er síður en svo einhver baggi á samfélaginu,“ segir Magnús. Til þess að freista þess að koma í veg fyrir að fjölskyldan þurfi að yfirgefa Ísland innnan 30 daga mun Magnús leggja fram beiðni um frestun réttaráhrifa. „Þau ætla með málið fyrir dómstóla. Þetta er ekki niðurstaða sem þau sætta sig við. Við förum með þetta alla leið.“Rætt var við fjölskylduna í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá fréttina í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira