Viljum stærri hluti og ætlum okkar að komast á HM Tómas Þór Þórðarson í Antalya skrifar 4. október 2017 06:00 Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta æfðu í fyrsta sinn sem hópur í Antalya í Tyrklandi í gær við frábærar aðstæður. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er enn þá mjög tæpur fyrir leikinn vegna meiðsla í rassvöðva og þá yfirgaf Hannes Þór Halldórsson, markvörður liðsins, æfinguna ansi snemma. Allir aðrir eru klárir í slaginn og á meðal þeirra er vængmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson sem hefur verið einn besti leikmaður Íslands í undankeppninni. Þessi leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni óttast ekki Tyrki þó að hann beri vitaskuld virðingu fyrir gæðum liðsins og þessum erfiða útivelli þar sem heimamenn tapa helst ekki leik. „Ef við ætlum beint á HM þá þurfum við að vinna þessa tvo leiki. Það er alveg klárt. Þetta er erfiður útileikur sem við erum að fara í en við vitum svo sem að við getum unnið þetta lið. Það er samt eiginlega ekki hægt að bera þá saman á heimavelli og útivelli þannig að þetta verður erfitt. Við höfum samt fulla trú á því að við getum unnið þetta lið,“ segir Jóhann Berg.Gátum ekki neitt Kantmaðurinn úr Kópavogi fer ekkert í felur með skoðun sína beðinn um að horfa um öxl og fara yfir muninn á frammistöðunni á móti Finnlandi og svo Úkraínu en tapið gegn Finnum gæti reynst dýrkeypt. „Fótbolti er bara svona. Við gátum ekki neitt á móti Finnlandi, það verður bara að segjast alveg eins og er. Þrátt fyrir það áttum við að skora og ná að minnsta kosti í jafntefli,“ segir Jóhann Berg en strákarnir svöruðu fyrir þá frammistöðu með frábærum leik og enn betri sigri á móti Úkraínu. „Við ákváðum því bara að mæta dýrvitlausir til leiks á móti Úkraínu og sýndum hvers megnugir við erum.“Hungrið til staðar Ef einhver óttaðist um að strákarnir væru orðnir kærulausir eða saddir eftir frammistöðuna á móti Finnlandi voru þeir fljótir að skrúfa fyrir það rugl með sigrinum gegn Úkraínu. Í heildina hefur liðið spilað mjög vel í erfiðum riðli og stendur nú á barmi þess að komast að minnsta kosti í umspil um sæti á HM 2018 í Rússlandi. „Það voru eflaust margir sem hugsuðu eftir EM að þetta væri nú bara komið hjá þessu liði og allir væru orðnir saddir. Það góða er að HM er enn stærra en EM og við viljum fara á eitthvað enn þá stærra,“ segir Jóhann Berg. „Það hefur líka sýnt sig í þessari keppni. Við erum í góðri stöðu í erfiðasta riðlinum en fjögur lið í þessum riðli voru á EM. Það verður bara að segjast eins og er að við höfum gert vel en við erum ekki saddir og ætlum okkur á HM.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir fögnuðu gríðarlega í leikslok þegar Marciniak dæmdi síðast hjá Íslandi Szymon Marciniak, 36 ára Pólverji, mun dæma leikinn mikilvæga á föstudagskvöldið þegar Ísland mætir Tyrklandi í undankeppni HM 2018. 3. október 2017 10:30 Hitinn of mikill fyrir hádegisæfingu hjá strákunum okkar Íslenska landsliðið í fótbolta þurfti að fresta æfingu um sex klukkutíma vegna hitans í Antalya. 3. október 2017 09:00 Gista í túristaparadís og æfa í hótelgarðinum | Myndir Íslenska fótboltalandsliðið hefur það ansi gott í Antalya þar sem það verður fram á annað kvöld. 3. október 2017 09:30 Hannes Þór tæpur fyrir leikinn á móti Tyrklandi? Landsliðsmarkvörðurinn þurfti að yfirgefa æfingu Íslanda í Antalya snemma í dag. 3. október 2017 14:49 Tyrkir verða þjálfaralausir á móti Íslandi Mircea Lucescu stýrir Tyrklandi ekki af hliðarlínunni á móti Íslandi þar sem hann var úrskurðaður í leikbann í gær. 3. október 2017 15:37 Bakslag hjá Aroni Einari Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er ekki alltof bjartsýnn á að hann geti verið með liðinu í leiknum mikilvæga á móti Tyrkjum í undankeppni HM 2018. 3. október 2017 14:08 Fyndin uppákoma á landsliðsæfingu: Vissu ekki að tyrkneski þjálfarinn væri í banni Broslegt atvik kom upp á æfingu íslenska karlalandsliðsins í Antalya í dag. 3. október 2017 19:30 Jóhann Berg: Lét Gylfa vera í þetta skiptið Gylfi Þór Sigurðsson fékk ekki að heyra það frá Jóhanni Berg eftir tap Everton á móti Burnley um helgina. 3. október 2017 16:24 Aron Einar: Ég mun ekki taka neina áhættu Landsliðsfyrirliðinn ætlar ekki að leggja líkamann að veði á móti Tyrklandi. Hann spilar ef hann er klár í slaginn. 3. október 2017 19:15 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta æfðu í fyrsta sinn sem hópur í Antalya í Tyrklandi í gær við frábærar aðstæður. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er enn þá mjög tæpur fyrir leikinn vegna meiðsla í rassvöðva og þá yfirgaf Hannes Þór Halldórsson, markvörður liðsins, æfinguna ansi snemma. Allir aðrir eru klárir í slaginn og á meðal þeirra er vængmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson sem hefur verið einn besti leikmaður Íslands í undankeppninni. Þessi leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni óttast ekki Tyrki þó að hann beri vitaskuld virðingu fyrir gæðum liðsins og þessum erfiða útivelli þar sem heimamenn tapa helst ekki leik. „Ef við ætlum beint á HM þá þurfum við að vinna þessa tvo leiki. Það er alveg klárt. Þetta er erfiður útileikur sem við erum að fara í en við vitum svo sem að við getum unnið þetta lið. Það er samt eiginlega ekki hægt að bera þá saman á heimavelli og útivelli þannig að þetta verður erfitt. Við höfum samt fulla trú á því að við getum unnið þetta lið,“ segir Jóhann Berg.Gátum ekki neitt Kantmaðurinn úr Kópavogi fer ekkert í felur með skoðun sína beðinn um að horfa um öxl og fara yfir muninn á frammistöðunni á móti Finnlandi og svo Úkraínu en tapið gegn Finnum gæti reynst dýrkeypt. „Fótbolti er bara svona. Við gátum ekki neitt á móti Finnlandi, það verður bara að segjast alveg eins og er. Þrátt fyrir það áttum við að skora og ná að minnsta kosti í jafntefli,“ segir Jóhann Berg en strákarnir svöruðu fyrir þá frammistöðu með frábærum leik og enn betri sigri á móti Úkraínu. „Við ákváðum því bara að mæta dýrvitlausir til leiks á móti Úkraínu og sýndum hvers megnugir við erum.“Hungrið til staðar Ef einhver óttaðist um að strákarnir væru orðnir kærulausir eða saddir eftir frammistöðuna á móti Finnlandi voru þeir fljótir að skrúfa fyrir það rugl með sigrinum gegn Úkraínu. Í heildina hefur liðið spilað mjög vel í erfiðum riðli og stendur nú á barmi þess að komast að minnsta kosti í umspil um sæti á HM 2018 í Rússlandi. „Það voru eflaust margir sem hugsuðu eftir EM að þetta væri nú bara komið hjá þessu liði og allir væru orðnir saddir. Það góða er að HM er enn stærra en EM og við viljum fara á eitthvað enn þá stærra,“ segir Jóhann Berg. „Það hefur líka sýnt sig í þessari keppni. Við erum í góðri stöðu í erfiðasta riðlinum en fjögur lið í þessum riðli voru á EM. Það verður bara að segjast eins og er að við höfum gert vel en við erum ekki saddir og ætlum okkur á HM.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir fögnuðu gríðarlega í leikslok þegar Marciniak dæmdi síðast hjá Íslandi Szymon Marciniak, 36 ára Pólverji, mun dæma leikinn mikilvæga á föstudagskvöldið þegar Ísland mætir Tyrklandi í undankeppni HM 2018. 3. október 2017 10:30 Hitinn of mikill fyrir hádegisæfingu hjá strákunum okkar Íslenska landsliðið í fótbolta þurfti að fresta æfingu um sex klukkutíma vegna hitans í Antalya. 3. október 2017 09:00 Gista í túristaparadís og æfa í hótelgarðinum | Myndir Íslenska fótboltalandsliðið hefur það ansi gott í Antalya þar sem það verður fram á annað kvöld. 3. október 2017 09:30 Hannes Þór tæpur fyrir leikinn á móti Tyrklandi? Landsliðsmarkvörðurinn þurfti að yfirgefa æfingu Íslanda í Antalya snemma í dag. 3. október 2017 14:49 Tyrkir verða þjálfaralausir á móti Íslandi Mircea Lucescu stýrir Tyrklandi ekki af hliðarlínunni á móti Íslandi þar sem hann var úrskurðaður í leikbann í gær. 3. október 2017 15:37 Bakslag hjá Aroni Einari Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er ekki alltof bjartsýnn á að hann geti verið með liðinu í leiknum mikilvæga á móti Tyrkjum í undankeppni HM 2018. 3. október 2017 14:08 Fyndin uppákoma á landsliðsæfingu: Vissu ekki að tyrkneski þjálfarinn væri í banni Broslegt atvik kom upp á æfingu íslenska karlalandsliðsins í Antalya í dag. 3. október 2017 19:30 Jóhann Berg: Lét Gylfa vera í þetta skiptið Gylfi Þór Sigurðsson fékk ekki að heyra það frá Jóhanni Berg eftir tap Everton á móti Burnley um helgina. 3. október 2017 16:24 Aron Einar: Ég mun ekki taka neina áhættu Landsliðsfyrirliðinn ætlar ekki að leggja líkamann að veði á móti Tyrklandi. Hann spilar ef hann er klár í slaginn. 3. október 2017 19:15 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Sjá meira
Strákarnir fögnuðu gríðarlega í leikslok þegar Marciniak dæmdi síðast hjá Íslandi Szymon Marciniak, 36 ára Pólverji, mun dæma leikinn mikilvæga á föstudagskvöldið þegar Ísland mætir Tyrklandi í undankeppni HM 2018. 3. október 2017 10:30
Hitinn of mikill fyrir hádegisæfingu hjá strákunum okkar Íslenska landsliðið í fótbolta þurfti að fresta æfingu um sex klukkutíma vegna hitans í Antalya. 3. október 2017 09:00
Gista í túristaparadís og æfa í hótelgarðinum | Myndir Íslenska fótboltalandsliðið hefur það ansi gott í Antalya þar sem það verður fram á annað kvöld. 3. október 2017 09:30
Hannes Þór tæpur fyrir leikinn á móti Tyrklandi? Landsliðsmarkvörðurinn þurfti að yfirgefa æfingu Íslanda í Antalya snemma í dag. 3. október 2017 14:49
Tyrkir verða þjálfaralausir á móti Íslandi Mircea Lucescu stýrir Tyrklandi ekki af hliðarlínunni á móti Íslandi þar sem hann var úrskurðaður í leikbann í gær. 3. október 2017 15:37
Bakslag hjá Aroni Einari Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er ekki alltof bjartsýnn á að hann geti verið með liðinu í leiknum mikilvæga á móti Tyrkjum í undankeppni HM 2018. 3. október 2017 14:08
Fyndin uppákoma á landsliðsæfingu: Vissu ekki að tyrkneski þjálfarinn væri í banni Broslegt atvik kom upp á æfingu íslenska karlalandsliðsins í Antalya í dag. 3. október 2017 19:30
Jóhann Berg: Lét Gylfa vera í þetta skiptið Gylfi Þór Sigurðsson fékk ekki að heyra það frá Jóhanni Berg eftir tap Everton á móti Burnley um helgina. 3. október 2017 16:24
Aron Einar: Ég mun ekki taka neina áhættu Landsliðsfyrirliðinn ætlar ekki að leggja líkamann að veði á móti Tyrklandi. Hann spilar ef hann er klár í slaginn. 3. október 2017 19:15