Blikar búnir að fá til sín markakónga hjá þremur Pepsi-deildarliðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2017 16:00 Hrvoje Tokic, Aron Bjarnason og Martin Lund Pedersen. Vísir/Samsett Breiðablik hefur á síðasta sólarhringnum fengið til sín þá Hrvoje Tokic frá Víkingi Ólafsvík og Aron Bjarnason frá ÍBV en Kópavogsliðið safnar nú öflugum sóknarmönnum. Áður höfðu Blikar fengið til sín Martin Lund Pedersen frá Fjölni. Allir eiga þessir þrír leikmenn það sameiginlegt að hafa verið markahæstu leikmenn síns félags í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili. Það efast enginn um það að Blikunum vantaði hjálp við markaskorun. Árni Vilhjálmsson, sem lék bara hálft tímabilið, var markahæstur hjá Blikum síðasta sumar með 6 mörk og kom alls með beinum hætti að 10 af 27 mörkum Kópavogsliðsins þrátt fyrir að spila aðeins 55 prósent leikjanna (12 af 22). Árni Vilhjálmsson er nú aftur farinn út og því hafa Blikar farið grimmt inn á leikmannamarkaðinn í leit að markaskorurum fyrir átökin í Pepsi-deildinni 2017.Martin Lund Pedersen var markahæstur hjá Fjölni með 9 mörk en hann átti einnig 5 stoðsendingar og fiskaði tvö víti sem gáfu mörk. Martin Lund kom því með beinum hætti að sextán mörkum Fjölnis í Pepsi-deildinni 2016.Hrvoje Tokic var markahæstur hjá Víkingi Ólafsvík með 9 mörk en hann átti einnig 2 stoðsendingar og fiskaði eitt víti sem gaf mörk. Tokic kom því með beinum hætti að tólf mörkum Víkinga í Pepsi-deildinni 2016.Aron Bjarnason var markahæstur hjá ÍBV með 5 mörk en hann átti einnig 2 stoðsendingar og kom því með beinum hætti að sjö mörkum ÍBV í Pepsi-deildinni 2016. Umræddir þrír nýir leikmenn Blika skoruðu því 23 mörk saman eða aðeins fjórum mörkum minna en allt Blikaliðið til samans. Þeir voru síðan einnig með 9 stoðsendingar og 3 fiskuð víti sem gáfu mörk. Blikar skoruðu „aðeins“ 27 mörk í Pepsi-deildinni eða minnst af þeim liðum sem enduðu í átta efstu sætunum. Breiðabliks endaði í sjötta sæti en Valsmenn sem voru ofar á markatölu skoruðu fjórtán mörkum meira en Blikaliðið síðasta sumar. Það skilaði því ekki Blikum Evrópusæti þótt að aðeins Íslandsmeistarar FH hafi fengið á sig færri mörk. Það fylgir þó sögunni að engum þessara þriggja leikmanna, Martin Lund Pedersen, Hrvoje Tokic eða Aroni Bjarnasyni tókst að skora hjá Blikum síðasta sumar. Saman spiluðu þeir í 423 mínútur á móti Blikavörninni og uppskera þeirra var 0 mörk og 1 stoðsending (Tokic). Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Breiðablik hefur á síðasta sólarhringnum fengið til sín þá Hrvoje Tokic frá Víkingi Ólafsvík og Aron Bjarnason frá ÍBV en Kópavogsliðið safnar nú öflugum sóknarmönnum. Áður höfðu Blikar fengið til sín Martin Lund Pedersen frá Fjölni. Allir eiga þessir þrír leikmenn það sameiginlegt að hafa verið markahæstu leikmenn síns félags í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili. Það efast enginn um það að Blikunum vantaði hjálp við markaskorun. Árni Vilhjálmsson, sem lék bara hálft tímabilið, var markahæstur hjá Blikum síðasta sumar með 6 mörk og kom alls með beinum hætti að 10 af 27 mörkum Kópavogsliðsins þrátt fyrir að spila aðeins 55 prósent leikjanna (12 af 22). Árni Vilhjálmsson er nú aftur farinn út og því hafa Blikar farið grimmt inn á leikmannamarkaðinn í leit að markaskorurum fyrir átökin í Pepsi-deildinni 2017.Martin Lund Pedersen var markahæstur hjá Fjölni með 9 mörk en hann átti einnig 5 stoðsendingar og fiskaði tvö víti sem gáfu mörk. Martin Lund kom því með beinum hætti að sextán mörkum Fjölnis í Pepsi-deildinni 2016.Hrvoje Tokic var markahæstur hjá Víkingi Ólafsvík með 9 mörk en hann átti einnig 2 stoðsendingar og fiskaði eitt víti sem gaf mörk. Tokic kom því með beinum hætti að tólf mörkum Víkinga í Pepsi-deildinni 2016.Aron Bjarnason var markahæstur hjá ÍBV með 5 mörk en hann átti einnig 2 stoðsendingar og kom því með beinum hætti að sjö mörkum ÍBV í Pepsi-deildinni 2016. Umræddir þrír nýir leikmenn Blika skoruðu því 23 mörk saman eða aðeins fjórum mörkum minna en allt Blikaliðið til samans. Þeir voru síðan einnig með 9 stoðsendingar og 3 fiskuð víti sem gáfu mörk. Blikar skoruðu „aðeins“ 27 mörk í Pepsi-deildinni eða minnst af þeim liðum sem enduðu í átta efstu sætunum. Breiðabliks endaði í sjötta sæti en Valsmenn sem voru ofar á markatölu skoruðu fjórtán mörkum meira en Blikaliðið síðasta sumar. Það skilaði því ekki Blikum Evrópusæti þótt að aðeins Íslandsmeistarar FH hafi fengið á sig færri mörk. Það fylgir þó sögunni að engum þessara þriggja leikmanna, Martin Lund Pedersen, Hrvoje Tokic eða Aroni Bjarnasyni tókst að skora hjá Blikum síðasta sumar. Saman spiluðu þeir í 423 mínútur á móti Blikavörninni og uppskera þeirra var 0 mörk og 1 stoðsending (Tokic).
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira