Sér fyrir sér að heilu landshlutarnir verði eitt sveitarfélag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. september 2017 21:50 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, sér fyrir sér að heilu landshlutarnir verði sameinaðir í eitt sveitarfélag. Þetta kom fram í ræðu hans í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi fyrr í kvöld. Ráðherrann lagði út frá því í ræðu sinni að hér á landi væru sveitarfélög meira en 70 talsins. „Sum eru agnarsmá, jafnvel með tugi íbúa, en þau hafa sömu skyldur og höfuðborgin með tæplega 125 þúsund manns. Við hljótum að sjá miklu stærri heildir og verðum að sjá miklu stærri heildir. Ég sé fyrir mér að Austurland, Vestfirðir og Suðurnes verði sterk sveitarfélög þar sem horft verði á hagsmuni allra íbúa við stjórnun,“ sagði Benedikt. Þá ræddi hann um framtíðina, tæknina og kreppuna. „Tæknin er undirstaða framfara og upplýsingar eru grunnur að skynsamlegri ákvarðanatöku. En hvernig gat það gerst á tækniöld, þegar við höfðum tölvur með meiri reiknigetu en nokkru sinni fyrr og ítarlegri upplýsingar en nokkru sinni áður, að snjallasta fólk heims kom okkur í verri kreppu en við höfum kynnst frá seinni heimstyrjöldinni?“ Þá sagði Benedikt að við værum að keppast við að koma í veg fyrir annað hrun en að næsta bankakreppa yrði ekki eins og sú síðasta. „Tæknin getur hjálpað okkur, en hún getur líka steypt okkur í glötun. Veikleikinn verður alltaf mannlegi þátturinn þar sem freistingar eru margar og ágirnd þeirra sem eiga eiga meira en nóg er oft gengdarlaus. Hér megum við í þessum sal ekki sofna á verðinum.“ Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur stefnuræða sína. 13. september 2017 19:00 Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, sér fyrir sér að heilu landshlutarnir verði sameinaðir í eitt sveitarfélag. Þetta kom fram í ræðu hans í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi fyrr í kvöld. Ráðherrann lagði út frá því í ræðu sinni að hér á landi væru sveitarfélög meira en 70 talsins. „Sum eru agnarsmá, jafnvel með tugi íbúa, en þau hafa sömu skyldur og höfuðborgin með tæplega 125 þúsund manns. Við hljótum að sjá miklu stærri heildir og verðum að sjá miklu stærri heildir. Ég sé fyrir mér að Austurland, Vestfirðir og Suðurnes verði sterk sveitarfélög þar sem horft verði á hagsmuni allra íbúa við stjórnun,“ sagði Benedikt. Þá ræddi hann um framtíðina, tæknina og kreppuna. „Tæknin er undirstaða framfara og upplýsingar eru grunnur að skynsamlegri ákvarðanatöku. En hvernig gat það gerst á tækniöld, þegar við höfðum tölvur með meiri reiknigetu en nokkru sinni fyrr og ítarlegri upplýsingar en nokkru sinni áður, að snjallasta fólk heims kom okkur í verri kreppu en við höfum kynnst frá seinni heimstyrjöldinni?“ Þá sagði Benedikt að við værum að keppast við að koma í veg fyrir annað hrun en að næsta bankakreppa yrði ekki eins og sú síðasta. „Tæknin getur hjálpað okkur, en hún getur líka steypt okkur í glötun. Veikleikinn verður alltaf mannlegi þátturinn þar sem freistingar eru margar og ágirnd þeirra sem eiga eiga meira en nóg er oft gengdarlaus. Hér megum við í þessum sal ekki sofna á verðinum.“
Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur stefnuræða sína. 13. september 2017 19:00 Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur stefnuræða sína. 13. september 2017 19:00
Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00