Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. desember 2017 06:00 Embættisbústaður biskups Íslands í Bergstaðastræti 75 er reisulegt hús í hjarta miðbæjarins. vísir/ernir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, greiðir að eigin sögn tæpar 90 þúsund krónur á mánuði í leigu fyrir embættisbústað sinn í Bergstaðastræti 75 í miðbæ Reykjavíkur. Biskupi er skylt að búa í húsinu en farið var að rukka biskup og vígslubiskupa um leigu af bústöðum sínum árið 2012. Þessi húsaleigugreiðsla var ein af forsendunum sem biskup tiltók í bréfi sínu til kjararáðs þegar óskað var eftir endurmati á launum. Kjararáð hækkaði sem kunnugt er mánaðarlaun biskups um 18 prósent þann 19. desember síðastliðinn og eru þau eftir hækkun rúmar 1,5 milljónir króna. Hækkunin vakti hörð viðbrögð ekki síst vegna þess að hún er afturvirk til 1. janúar 2017 og mun biskup því eiga von á eingreiðslu upp á 3,3 milljónir króna á nýju ári.Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.vísir/anton brinkÍ bréfi biskups til kjararáðs voru skyldur, umfang og ábyrgð embættisins rakin og ýmis rök færð fyrir því að tímabært væri að ráðið hækkaði launin. Sérstaklega var tilgreint að biskup greiddi nú húsaleigu fyrir afnot sín af embættisbústað þeim sem honum væri skylt að sitja. Í orðalaginu fólst að þarna hefði orðið breyting á frá fyrri tíð. Agnes segir í samtali við Fréttablaðið að kirkjuþing hafi ákveðið að hefja að rukka biskup Íslands og vígslubiskupa um leigu skömmu áður en hún tók við embætti árið 2012. „Við greiðum núna húsaleigu en ekki forverar okkar. Leigan er ákveðin samkvæmt starfsreglum um prestssetur og aðrar fasteignir þjóðkirkjunnar.“ Aðspurð kveðst Agnes ekki vita nákvæmlega hversu há leigan er. „Þetta er eitthvað tæplega 90 þúsund krónur.“ Í starfsreglunum er kveðið á um að leigan skuli aldrei vera lægri en 36 þúsund krónur á mánuði né hærri en 70 þúsund en þessar fjárhæðir taka breytingum samkvæmt neysluvísitölu og eru ákvarðaðar árlega. Biskupsbústaðurinn er reisulegt 487 fermetra hús í hjarta miðbæjarins þar sem fasteignamat ársins 2018 nemur 185 milljónum króna. Leigan er því trauðla sligandi miðað við það sem gengur og gerist á leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Búsetukvöðin getur þó tekið á, enda oft mikið um að vera í bústaðnum. „Mér er skylt að búa hérna, þetta er biskupssetur, biskupsgarður, sem þýðir að þetta er líka móttökustaður fyrir móttökur biskups. Ég deili eldhúsi með veisluþjónustu eins og ég segi stundum. Það er bara eitt eldhús í húsinu og maður veit ekki alltaf hver er að vinna í eldhúsinu manns,“ segir Agnes. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08 Ekki persónan Agnes sem hækkar í launum heldur æðsti maður þjóðkirkjunnar Biskup Íslands telur að umræðan um launaúrskurð kjararáðs hafi snúist of mikið um hennar persónu en ekki embættið sjálft. 25. desember 2017 19:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, greiðir að eigin sögn tæpar 90 þúsund krónur á mánuði í leigu fyrir embættisbústað sinn í Bergstaðastræti 75 í miðbæ Reykjavíkur. Biskupi er skylt að búa í húsinu en farið var að rukka biskup og vígslubiskupa um leigu af bústöðum sínum árið 2012. Þessi húsaleigugreiðsla var ein af forsendunum sem biskup tiltók í bréfi sínu til kjararáðs þegar óskað var eftir endurmati á launum. Kjararáð hækkaði sem kunnugt er mánaðarlaun biskups um 18 prósent þann 19. desember síðastliðinn og eru þau eftir hækkun rúmar 1,5 milljónir króna. Hækkunin vakti hörð viðbrögð ekki síst vegna þess að hún er afturvirk til 1. janúar 2017 og mun biskup því eiga von á eingreiðslu upp á 3,3 milljónir króna á nýju ári.Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.vísir/anton brinkÍ bréfi biskups til kjararáðs voru skyldur, umfang og ábyrgð embættisins rakin og ýmis rök færð fyrir því að tímabært væri að ráðið hækkaði launin. Sérstaklega var tilgreint að biskup greiddi nú húsaleigu fyrir afnot sín af embættisbústað þeim sem honum væri skylt að sitja. Í orðalaginu fólst að þarna hefði orðið breyting á frá fyrri tíð. Agnes segir í samtali við Fréttablaðið að kirkjuþing hafi ákveðið að hefja að rukka biskup Íslands og vígslubiskupa um leigu skömmu áður en hún tók við embætti árið 2012. „Við greiðum núna húsaleigu en ekki forverar okkar. Leigan er ákveðin samkvæmt starfsreglum um prestssetur og aðrar fasteignir þjóðkirkjunnar.“ Aðspurð kveðst Agnes ekki vita nákvæmlega hversu há leigan er. „Þetta er eitthvað tæplega 90 þúsund krónur.“ Í starfsreglunum er kveðið á um að leigan skuli aldrei vera lægri en 36 þúsund krónur á mánuði né hærri en 70 þúsund en þessar fjárhæðir taka breytingum samkvæmt neysluvísitölu og eru ákvarðaðar árlega. Biskupsbústaðurinn er reisulegt 487 fermetra hús í hjarta miðbæjarins þar sem fasteignamat ársins 2018 nemur 185 milljónum króna. Leigan er því trauðla sligandi miðað við það sem gengur og gerist á leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Búsetukvöðin getur þó tekið á, enda oft mikið um að vera í bústaðnum. „Mér er skylt að búa hérna, þetta er biskupssetur, biskupsgarður, sem þýðir að þetta er líka móttökustaður fyrir móttökur biskups. Ég deili eldhúsi með veisluþjónustu eins og ég segi stundum. Það er bara eitt eldhús í húsinu og maður veit ekki alltaf hver er að vinna í eldhúsinu manns,“ segir Agnes.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08 Ekki persónan Agnes sem hækkar í launum heldur æðsti maður þjóðkirkjunnar Biskup Íslands telur að umræðan um launaúrskurð kjararáðs hafi snúist of mikið um hennar persónu en ekki embættið sjálft. 25. desember 2017 19:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08
Ekki persónan Agnes sem hækkar í launum heldur æðsti maður þjóðkirkjunnar Biskup Íslands telur að umræðan um launaúrskurð kjararáðs hafi snúist of mikið um hennar persónu en ekki embættið sjálft. 25. desember 2017 19:00