Fótbolti

Gattuso: Ég er kannski lélegasti þjálfarinn í ítölsku deildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gennaro Gattuso tók við AC Milan fyrir mánuði síðan.
Gennaro Gattuso tók við AC Milan fyrir mánuði síðan. vísir/getty
Gennaro Gattuso segir að hann sé kannski lélegasti þjálfarinn í ítölsku úrvalsdeildinni.

Gattuso stýrði AC Milan til sigurs á Inter í Mílanóslag í 8-liða úrslitum ítölsku bikarkeppninnar í gær. Patrick Cutrone skoraði eina mark leiksins.

Gattuso var lítillátur í viðtölum eftir leikinn í gær.

„Kannski er ég versti þjálfarinn í ítölsku deildinni en ég vil alltaf vinna, jafnvel þegar ég er að leika við son minn í garðinum,“ sagði Gattuso sem tók við Milan þegar Vicenzo Montella var rekinn í lok nóvember.

„Ég vil að drengirnir sýni að það sem þeir gerðu í kvöld var ekki heppni. Framundan eru tveir leikir í ítölsku deildinni og við þurfum stig til að klífa töfluna.“

Milan situr í 11. sæti ítölsku deildarinnar með 24 stig eftir 18 umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×