„Rasismi er af hinu illa“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. ágúst 2017 18:40 Frá blaðamannafundinum í Hvíta húsinu í dag. Vísir/afp „Rasismi er af hinu illa og þeir sem valda ofbeldi í nafni hans eru glæpamenn og óþokkar.“ Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti meðal annars á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag sem haldinn var vegna átaka þjóðernissinna og gagnmótmælenda í borginni Charlottesville í Virginíu-ríki um helgina. „Glæpamennina“ og „óþokkana“ sagði Trump meðal annars vera meðlimi Ku Klux Klan, nýnasista og hvíta þjóðernissinna og aðra sambærilega hópa. Þessa hópa sagði hann „andstyggilega“ í garð alls sem Bandaríkjamönnum væri kært.Yfirlýsingu Bandaríkjaforseta frá því í dag má hlusta á hér að neðan:President Trump on Charlottesville attack: “Racism is evil” https://t.co/KG9dLjNpVG https://t.co/Aelh6qSApx— CNN (@CNN) August 14, 2017 Mikla athygli og gagnrýni vakti þegar Trump vildi ekki fordæma hvíta þjóðernissinna sérstaklega þegar hann tjáði sig stuttlega um atburðina í Charlottesville á laugardag. Þá fordæmdi hann aðeins ofbeldisverk „úr mörgum áttum“. Forsetinn var þó öllu yfirlýsingaglaðari á blaðamannafundinum í dag. „Við erum þjóð sem byggð er á þeim sannindum að við séum öll jöfn í augum skaparans. Við erum jöfn með tillitli til laga og við erum jöfn undir stjórnarskrá okkar,“ var einnig haft eftir Trump í Hvíta húsinu. Þá fordæmdi hann kynþáttahatur og ofbeldi.Sjá einnig: Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá HitlerNew York Times hefur bent á að kjör Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna hafi verið lyftistöng fyrir hópa hvítra þjóðernissinna, sem hafi tekið yfirlýsingum hans sem stuðningi við málsstað þeirra. Hópurinn, sem kom saman um helgina í Charlottesville í Virginíu, samanstóð af rasistum, nýnasistum, öðrum hópum hvítra þjóðernissinna og vopnuðum varaliðsmönnum. Frá því í apríl á þessu ári hafa þessir hópar gengið kröfugöngur til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna, var fjarlægð. Með hverri göngunni hefur fjölgað í hópi þeirra sem mótmæla göngu þjóðernissinnanna.Sérstök rannsókn verður gerð á morðinu James Alex Fields yngri, sem grunaður er um að hafa orðið hinni 32 ára gömlu Heather Heyer að bana þegar hann ók bíl inn í hóp gagn-mótmælenda um helgina, var formlega ákærður fyrir morðið á Heyer í dag. Bandaríska dómsmálaráðuneytið mun hefja sérstaka rannsókn á atvikinu með tilliti til borgaralegra réttinda, að því er fram kemur í yfirlýsingu Trump í dag. Tengdar fréttir Skipuleggjandi samkomu hvítra þjóðernisöfgamanna hrakinn á brott Jordan Kessler, skipuleggjandi samkomu hvítra þjóðernisöfgamanna undir yfirskriftinni "Sameinum hægrið,“ var í dag hrakinn á brott á meðan á blaðamannafundi stóð. 13. ágúst 2017 22:46 Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Bein útsending: Donald Trump tjáir sig um Charlottesville Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta er beðið með mikilli eftirvæntingu. 14. ágúst 2017 16:33 Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Telur að Trump hefði þurft að vera harðari við þjóðernisöfgamenn Trump er legið á hálsi fyrir að hafa sýnt tregðu við að fordæma sérstaklega hvíta þjóðernisöfgamenn í yfirlýsingu sinni. Í umræddri yfirlýsingu veigrar Trump sér við að tala sérstaklega um þjóðernisöfgamennina og sagðist hann þess í stað fordæma allt ofbeldi. Á meðal þjóðernisöfgamanna sem beittu ofbeldi í Charlottesville voru nýnasistar og meðlimir Klu Klux Klan. 13. ágúst 2017 19:06 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Varg- og vígöld í Virginíu-ríki Hópi þjóðernissinna og andstæðinga þeirra laust saman í Charlottesville í Virginíu um helgina. Neyðarástandi lýst yfir í borginni. Minnst einn lést. 14. ágúst 2017 06:00 Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
„Rasismi er af hinu illa og þeir sem valda ofbeldi í nafni hans eru glæpamenn og óþokkar.“ Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti meðal annars á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag sem haldinn var vegna átaka þjóðernissinna og gagnmótmælenda í borginni Charlottesville í Virginíu-ríki um helgina. „Glæpamennina“ og „óþokkana“ sagði Trump meðal annars vera meðlimi Ku Klux Klan, nýnasista og hvíta þjóðernissinna og aðra sambærilega hópa. Þessa hópa sagði hann „andstyggilega“ í garð alls sem Bandaríkjamönnum væri kært.Yfirlýsingu Bandaríkjaforseta frá því í dag má hlusta á hér að neðan:President Trump on Charlottesville attack: “Racism is evil” https://t.co/KG9dLjNpVG https://t.co/Aelh6qSApx— CNN (@CNN) August 14, 2017 Mikla athygli og gagnrýni vakti þegar Trump vildi ekki fordæma hvíta þjóðernissinna sérstaklega þegar hann tjáði sig stuttlega um atburðina í Charlottesville á laugardag. Þá fordæmdi hann aðeins ofbeldisverk „úr mörgum áttum“. Forsetinn var þó öllu yfirlýsingaglaðari á blaðamannafundinum í dag. „Við erum þjóð sem byggð er á þeim sannindum að við séum öll jöfn í augum skaparans. Við erum jöfn með tillitli til laga og við erum jöfn undir stjórnarskrá okkar,“ var einnig haft eftir Trump í Hvíta húsinu. Þá fordæmdi hann kynþáttahatur og ofbeldi.Sjá einnig: Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá HitlerNew York Times hefur bent á að kjör Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna hafi verið lyftistöng fyrir hópa hvítra þjóðernissinna, sem hafi tekið yfirlýsingum hans sem stuðningi við málsstað þeirra. Hópurinn, sem kom saman um helgina í Charlottesville í Virginíu, samanstóð af rasistum, nýnasistum, öðrum hópum hvítra þjóðernissinna og vopnuðum varaliðsmönnum. Frá því í apríl á þessu ári hafa þessir hópar gengið kröfugöngur til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna, var fjarlægð. Með hverri göngunni hefur fjölgað í hópi þeirra sem mótmæla göngu þjóðernissinnanna.Sérstök rannsókn verður gerð á morðinu James Alex Fields yngri, sem grunaður er um að hafa orðið hinni 32 ára gömlu Heather Heyer að bana þegar hann ók bíl inn í hóp gagn-mótmælenda um helgina, var formlega ákærður fyrir morðið á Heyer í dag. Bandaríska dómsmálaráðuneytið mun hefja sérstaka rannsókn á atvikinu með tilliti til borgaralegra réttinda, að því er fram kemur í yfirlýsingu Trump í dag.
Tengdar fréttir Skipuleggjandi samkomu hvítra þjóðernisöfgamanna hrakinn á brott Jordan Kessler, skipuleggjandi samkomu hvítra þjóðernisöfgamanna undir yfirskriftinni "Sameinum hægrið,“ var í dag hrakinn á brott á meðan á blaðamannafundi stóð. 13. ágúst 2017 22:46 Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Bein útsending: Donald Trump tjáir sig um Charlottesville Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta er beðið með mikilli eftirvæntingu. 14. ágúst 2017 16:33 Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Telur að Trump hefði þurft að vera harðari við þjóðernisöfgamenn Trump er legið á hálsi fyrir að hafa sýnt tregðu við að fordæma sérstaklega hvíta þjóðernisöfgamenn í yfirlýsingu sinni. Í umræddri yfirlýsingu veigrar Trump sér við að tala sérstaklega um þjóðernisöfgamennina og sagðist hann þess í stað fordæma allt ofbeldi. Á meðal þjóðernisöfgamanna sem beittu ofbeldi í Charlottesville voru nýnasistar og meðlimir Klu Klux Klan. 13. ágúst 2017 19:06 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Varg- og vígöld í Virginíu-ríki Hópi þjóðernissinna og andstæðinga þeirra laust saman í Charlottesville í Virginíu um helgina. Neyðarástandi lýst yfir í borginni. Minnst einn lést. 14. ágúst 2017 06:00 Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Skipuleggjandi samkomu hvítra þjóðernisöfgamanna hrakinn á brott Jordan Kessler, skipuleggjandi samkomu hvítra þjóðernisöfgamanna undir yfirskriftinni "Sameinum hægrið,“ var í dag hrakinn á brott á meðan á blaðamannafundi stóð. 13. ágúst 2017 22:46
Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58
Bein útsending: Donald Trump tjáir sig um Charlottesville Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta er beðið með mikilli eftirvæntingu. 14. ágúst 2017 16:33
Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00
Telur að Trump hefði þurft að vera harðari við þjóðernisöfgamenn Trump er legið á hálsi fyrir að hafa sýnt tregðu við að fordæma sérstaklega hvíta þjóðernisöfgamenn í yfirlýsingu sinni. Í umræddri yfirlýsingu veigrar Trump sér við að tala sérstaklega um þjóðernisöfgamennina og sagðist hann þess í stað fordæma allt ofbeldi. Á meðal þjóðernisöfgamanna sem beittu ofbeldi í Charlottesville voru nýnasistar og meðlimir Klu Klux Klan. 13. ágúst 2017 19:06
Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43
Varg- og vígöld í Virginíu-ríki Hópi þjóðernissinna og andstæðinga þeirra laust saman í Charlottesville í Virginíu um helgina. Neyðarástandi lýst yfir í borginni. Minnst einn lést. 14. ágúst 2017 06:00
Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00