„Rasismi er af hinu illa“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. ágúst 2017 18:40 Frá blaðamannafundinum í Hvíta húsinu í dag. Vísir/afp „Rasismi er af hinu illa og þeir sem valda ofbeldi í nafni hans eru glæpamenn og óþokkar.“ Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti meðal annars á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag sem haldinn var vegna átaka þjóðernissinna og gagnmótmælenda í borginni Charlottesville í Virginíu-ríki um helgina. „Glæpamennina“ og „óþokkana“ sagði Trump meðal annars vera meðlimi Ku Klux Klan, nýnasista og hvíta þjóðernissinna og aðra sambærilega hópa. Þessa hópa sagði hann „andstyggilega“ í garð alls sem Bandaríkjamönnum væri kært.Yfirlýsingu Bandaríkjaforseta frá því í dag má hlusta á hér að neðan:President Trump on Charlottesville attack: “Racism is evil” https://t.co/KG9dLjNpVG https://t.co/Aelh6qSApx— CNN (@CNN) August 14, 2017 Mikla athygli og gagnrýni vakti þegar Trump vildi ekki fordæma hvíta þjóðernissinna sérstaklega þegar hann tjáði sig stuttlega um atburðina í Charlottesville á laugardag. Þá fordæmdi hann aðeins ofbeldisverk „úr mörgum áttum“. Forsetinn var þó öllu yfirlýsingaglaðari á blaðamannafundinum í dag. „Við erum þjóð sem byggð er á þeim sannindum að við séum öll jöfn í augum skaparans. Við erum jöfn með tillitli til laga og við erum jöfn undir stjórnarskrá okkar,“ var einnig haft eftir Trump í Hvíta húsinu. Þá fordæmdi hann kynþáttahatur og ofbeldi.Sjá einnig: Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá HitlerNew York Times hefur bent á að kjör Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna hafi verið lyftistöng fyrir hópa hvítra þjóðernissinna, sem hafi tekið yfirlýsingum hans sem stuðningi við málsstað þeirra. Hópurinn, sem kom saman um helgina í Charlottesville í Virginíu, samanstóð af rasistum, nýnasistum, öðrum hópum hvítra þjóðernissinna og vopnuðum varaliðsmönnum. Frá því í apríl á þessu ári hafa þessir hópar gengið kröfugöngur til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna, var fjarlægð. Með hverri göngunni hefur fjölgað í hópi þeirra sem mótmæla göngu þjóðernissinnanna.Sérstök rannsókn verður gerð á morðinu James Alex Fields yngri, sem grunaður er um að hafa orðið hinni 32 ára gömlu Heather Heyer að bana þegar hann ók bíl inn í hóp gagn-mótmælenda um helgina, var formlega ákærður fyrir morðið á Heyer í dag. Bandaríska dómsmálaráðuneytið mun hefja sérstaka rannsókn á atvikinu með tilliti til borgaralegra réttinda, að því er fram kemur í yfirlýsingu Trump í dag. Tengdar fréttir Skipuleggjandi samkomu hvítra þjóðernisöfgamanna hrakinn á brott Jordan Kessler, skipuleggjandi samkomu hvítra þjóðernisöfgamanna undir yfirskriftinni "Sameinum hægrið,“ var í dag hrakinn á brott á meðan á blaðamannafundi stóð. 13. ágúst 2017 22:46 Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Bein útsending: Donald Trump tjáir sig um Charlottesville Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta er beðið með mikilli eftirvæntingu. 14. ágúst 2017 16:33 Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Telur að Trump hefði þurft að vera harðari við þjóðernisöfgamenn Trump er legið á hálsi fyrir að hafa sýnt tregðu við að fordæma sérstaklega hvíta þjóðernisöfgamenn í yfirlýsingu sinni. Í umræddri yfirlýsingu veigrar Trump sér við að tala sérstaklega um þjóðernisöfgamennina og sagðist hann þess í stað fordæma allt ofbeldi. Á meðal þjóðernisöfgamanna sem beittu ofbeldi í Charlottesville voru nýnasistar og meðlimir Klu Klux Klan. 13. ágúst 2017 19:06 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Varg- og vígöld í Virginíu-ríki Hópi þjóðernissinna og andstæðinga þeirra laust saman í Charlottesville í Virginíu um helgina. Neyðarástandi lýst yfir í borginni. Minnst einn lést. 14. ágúst 2017 06:00 Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
„Rasismi er af hinu illa og þeir sem valda ofbeldi í nafni hans eru glæpamenn og óþokkar.“ Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti meðal annars á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag sem haldinn var vegna átaka þjóðernissinna og gagnmótmælenda í borginni Charlottesville í Virginíu-ríki um helgina. „Glæpamennina“ og „óþokkana“ sagði Trump meðal annars vera meðlimi Ku Klux Klan, nýnasista og hvíta þjóðernissinna og aðra sambærilega hópa. Þessa hópa sagði hann „andstyggilega“ í garð alls sem Bandaríkjamönnum væri kært.Yfirlýsingu Bandaríkjaforseta frá því í dag má hlusta á hér að neðan:President Trump on Charlottesville attack: “Racism is evil” https://t.co/KG9dLjNpVG https://t.co/Aelh6qSApx— CNN (@CNN) August 14, 2017 Mikla athygli og gagnrýni vakti þegar Trump vildi ekki fordæma hvíta þjóðernissinna sérstaklega þegar hann tjáði sig stuttlega um atburðina í Charlottesville á laugardag. Þá fordæmdi hann aðeins ofbeldisverk „úr mörgum áttum“. Forsetinn var þó öllu yfirlýsingaglaðari á blaðamannafundinum í dag. „Við erum þjóð sem byggð er á þeim sannindum að við séum öll jöfn í augum skaparans. Við erum jöfn með tillitli til laga og við erum jöfn undir stjórnarskrá okkar,“ var einnig haft eftir Trump í Hvíta húsinu. Þá fordæmdi hann kynþáttahatur og ofbeldi.Sjá einnig: Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá HitlerNew York Times hefur bent á að kjör Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna hafi verið lyftistöng fyrir hópa hvítra þjóðernissinna, sem hafi tekið yfirlýsingum hans sem stuðningi við málsstað þeirra. Hópurinn, sem kom saman um helgina í Charlottesville í Virginíu, samanstóð af rasistum, nýnasistum, öðrum hópum hvítra þjóðernissinna og vopnuðum varaliðsmönnum. Frá því í apríl á þessu ári hafa þessir hópar gengið kröfugöngur til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna, var fjarlægð. Með hverri göngunni hefur fjölgað í hópi þeirra sem mótmæla göngu þjóðernissinnanna.Sérstök rannsókn verður gerð á morðinu James Alex Fields yngri, sem grunaður er um að hafa orðið hinni 32 ára gömlu Heather Heyer að bana þegar hann ók bíl inn í hóp gagn-mótmælenda um helgina, var formlega ákærður fyrir morðið á Heyer í dag. Bandaríska dómsmálaráðuneytið mun hefja sérstaka rannsókn á atvikinu með tilliti til borgaralegra réttinda, að því er fram kemur í yfirlýsingu Trump í dag.
Tengdar fréttir Skipuleggjandi samkomu hvítra þjóðernisöfgamanna hrakinn á brott Jordan Kessler, skipuleggjandi samkomu hvítra þjóðernisöfgamanna undir yfirskriftinni "Sameinum hægrið,“ var í dag hrakinn á brott á meðan á blaðamannafundi stóð. 13. ágúst 2017 22:46 Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Bein útsending: Donald Trump tjáir sig um Charlottesville Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta er beðið með mikilli eftirvæntingu. 14. ágúst 2017 16:33 Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Telur að Trump hefði þurft að vera harðari við þjóðernisöfgamenn Trump er legið á hálsi fyrir að hafa sýnt tregðu við að fordæma sérstaklega hvíta þjóðernisöfgamenn í yfirlýsingu sinni. Í umræddri yfirlýsingu veigrar Trump sér við að tala sérstaklega um þjóðernisöfgamennina og sagðist hann þess í stað fordæma allt ofbeldi. Á meðal þjóðernisöfgamanna sem beittu ofbeldi í Charlottesville voru nýnasistar og meðlimir Klu Klux Klan. 13. ágúst 2017 19:06 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Varg- og vígöld í Virginíu-ríki Hópi þjóðernissinna og andstæðinga þeirra laust saman í Charlottesville í Virginíu um helgina. Neyðarástandi lýst yfir í borginni. Minnst einn lést. 14. ágúst 2017 06:00 Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Skipuleggjandi samkomu hvítra þjóðernisöfgamanna hrakinn á brott Jordan Kessler, skipuleggjandi samkomu hvítra þjóðernisöfgamanna undir yfirskriftinni "Sameinum hægrið,“ var í dag hrakinn á brott á meðan á blaðamannafundi stóð. 13. ágúst 2017 22:46
Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58
Bein útsending: Donald Trump tjáir sig um Charlottesville Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta er beðið með mikilli eftirvæntingu. 14. ágúst 2017 16:33
Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00
Telur að Trump hefði þurft að vera harðari við þjóðernisöfgamenn Trump er legið á hálsi fyrir að hafa sýnt tregðu við að fordæma sérstaklega hvíta þjóðernisöfgamenn í yfirlýsingu sinni. Í umræddri yfirlýsingu veigrar Trump sér við að tala sérstaklega um þjóðernisöfgamennina og sagðist hann þess í stað fordæma allt ofbeldi. Á meðal þjóðernisöfgamanna sem beittu ofbeldi í Charlottesville voru nýnasistar og meðlimir Klu Klux Klan. 13. ágúst 2017 19:06
Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43
Varg- og vígöld í Virginíu-ríki Hópi þjóðernissinna og andstæðinga þeirra laust saman í Charlottesville í Virginíu um helgina. Neyðarástandi lýst yfir í borginni. Minnst einn lést. 14. ágúst 2017 06:00
Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00