Tvílærbrotinn fluttur til legu á elliheimili fjarri fjölskyldunni Sveinn Arnarsson skrifar 24. október 2017 06:00 Staðgengill framkvæmdastjóra lækninga hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri segir skort á legurýmum þar. vísir/pjetur Í um það bil tíu skipti á ári þarf að flytja Akureyringa af Sjúkrahúsinu á Akureyri til legudvalar í öðrum sveitarfélögum. Ingvar Þóroddsson, staðgengill framkvæmdastjóra lækninga hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri, segir ástæðuna vera skort á legurýmum á Akureyri. Forstöðumaður Öldrunarheimilis Akureyrar er ósammála því að það þurfi fleiri hjúkrunarrými. Einar Guðbjartsson, 66 ára íbúi á Akureyri, varð fyrir því óláni að tvílærbrotna í sumar. Hann var fluttur eftir aðgerð á öldrunarheimilið Hornbrekku í Ólafsfirði fjarri sínum nánustu og hefur engin tengsl við Ólafsfjörð.Halldór S. ?Guðmundsson. forstöðumaður Öldrunarheimila Akureyrar„Ég er bara hérna í geymslu og hef verið síðan ágúst. Ég bíð eftir því að komast inn á Kristnes í endurhæfingu innan um aldraða sem hér búa á Hornbrekku. Þetta er löng ferð fyrir fjölskylduna ef þau vilja kíkja í kaffi til mín,“ segir Einar. Hann segir það afar undarlegt að þurfa að vera fluttur á milli sveitarfélaga vegna þessa óhapps og vill fyrir alla muni liggja á Akureyri frekar en á Ólafsfirði. „Það svo sem fer ágætlega um mig hér og ekkert við starfsfólkið hér að sakast. Það eru hins vegar bara fífl í þessari bæjarstjórn á Akureyri sem vilja frekar byggja rennibrautir en að byggja upp þjónustu í heilbrigðismálum.“ Ingvar Þóroddsson segir eina ástæðu þess að sjúklingar séu fluttir í aðrar stofnanir utan Akureyrar sé plássleysi á Akureyri. „Þegar einstaklingar eru í bið eftir því að komast í endurhæfingu og þurfa því að liggja lengi á hjúkrunarheimili er reynt eftir fremsta megni að hafa þá sem næst heimili sínu. Hins vegar gerist það að sjúklingar eru fluttir annað. Það er í sjálfu sér betra fyrir þá að vera í hjúkrunarrými en á bráðadeild þar sem erillinn er mikill,“ segir Ingvar. „Það væri auðvitað æskilegra ef hægt væri að setja upp fleiri legurými á Akureyri fyrir þennan hóp.“ Halldór Guðmundsson, forstöðumaður Öldrunarheimila Akureyrar, segir ekki skort á dvalarrýmum. „Í raun gæti það verið að það séu of mörg hjúkrunarrými. Við þurfum heilsteypta samfellu í þjónustu fyrir þennan hóp frekar en aukna steinsteypu. Til að mynda er alltaf hópur sem á einhverjum tímapunkti þurfti á dvalarrými að halda en þarf það ekki í dag,“ segir Halldór. Einar er nú á Ólafsfirði og má ekki stíga í fótinn fyrr en í fyrsta lagi í desembermánuði. Endurhæfing hans mun fara fram á Kristnesi í Eyjafirði og því er nokkur tími þar til Einar kemst til síns heima á Akureyri. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Í um það bil tíu skipti á ári þarf að flytja Akureyringa af Sjúkrahúsinu á Akureyri til legudvalar í öðrum sveitarfélögum. Ingvar Þóroddsson, staðgengill framkvæmdastjóra lækninga hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri, segir ástæðuna vera skort á legurýmum á Akureyri. Forstöðumaður Öldrunarheimilis Akureyrar er ósammála því að það þurfi fleiri hjúkrunarrými. Einar Guðbjartsson, 66 ára íbúi á Akureyri, varð fyrir því óláni að tvílærbrotna í sumar. Hann var fluttur eftir aðgerð á öldrunarheimilið Hornbrekku í Ólafsfirði fjarri sínum nánustu og hefur engin tengsl við Ólafsfjörð.Halldór S. ?Guðmundsson. forstöðumaður Öldrunarheimila Akureyrar„Ég er bara hérna í geymslu og hef verið síðan ágúst. Ég bíð eftir því að komast inn á Kristnes í endurhæfingu innan um aldraða sem hér búa á Hornbrekku. Þetta er löng ferð fyrir fjölskylduna ef þau vilja kíkja í kaffi til mín,“ segir Einar. Hann segir það afar undarlegt að þurfa að vera fluttur á milli sveitarfélaga vegna þessa óhapps og vill fyrir alla muni liggja á Akureyri frekar en á Ólafsfirði. „Það svo sem fer ágætlega um mig hér og ekkert við starfsfólkið hér að sakast. Það eru hins vegar bara fífl í þessari bæjarstjórn á Akureyri sem vilja frekar byggja rennibrautir en að byggja upp þjónustu í heilbrigðismálum.“ Ingvar Þóroddsson segir eina ástæðu þess að sjúklingar séu fluttir í aðrar stofnanir utan Akureyrar sé plássleysi á Akureyri. „Þegar einstaklingar eru í bið eftir því að komast í endurhæfingu og þurfa því að liggja lengi á hjúkrunarheimili er reynt eftir fremsta megni að hafa þá sem næst heimili sínu. Hins vegar gerist það að sjúklingar eru fluttir annað. Það er í sjálfu sér betra fyrir þá að vera í hjúkrunarrými en á bráðadeild þar sem erillinn er mikill,“ segir Ingvar. „Það væri auðvitað æskilegra ef hægt væri að setja upp fleiri legurými á Akureyri fyrir þennan hóp.“ Halldór Guðmundsson, forstöðumaður Öldrunarheimila Akureyrar, segir ekki skort á dvalarrýmum. „Í raun gæti það verið að það séu of mörg hjúkrunarrými. Við þurfum heilsteypta samfellu í þjónustu fyrir þennan hóp frekar en aukna steinsteypu. Til að mynda er alltaf hópur sem á einhverjum tímapunkti þurfti á dvalarrými að halda en þarf það ekki í dag,“ segir Halldór. Einar er nú á Ólafsfirði og má ekki stíga í fótinn fyrr en í fyrsta lagi í desembermánuði. Endurhæfing hans mun fara fram á Kristnesi í Eyjafirði og því er nokkur tími þar til Einar kemst til síns heima á Akureyri.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira