Tvílærbrotinn fluttur til legu á elliheimili fjarri fjölskyldunni Sveinn Arnarsson skrifar 24. október 2017 06:00 Staðgengill framkvæmdastjóra lækninga hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri segir skort á legurýmum þar. vísir/pjetur Í um það bil tíu skipti á ári þarf að flytja Akureyringa af Sjúkrahúsinu á Akureyri til legudvalar í öðrum sveitarfélögum. Ingvar Þóroddsson, staðgengill framkvæmdastjóra lækninga hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri, segir ástæðuna vera skort á legurýmum á Akureyri. Forstöðumaður Öldrunarheimilis Akureyrar er ósammála því að það þurfi fleiri hjúkrunarrými. Einar Guðbjartsson, 66 ára íbúi á Akureyri, varð fyrir því óláni að tvílærbrotna í sumar. Hann var fluttur eftir aðgerð á öldrunarheimilið Hornbrekku í Ólafsfirði fjarri sínum nánustu og hefur engin tengsl við Ólafsfjörð.Halldór S. ?Guðmundsson. forstöðumaður Öldrunarheimila Akureyrar„Ég er bara hérna í geymslu og hef verið síðan ágúst. Ég bíð eftir því að komast inn á Kristnes í endurhæfingu innan um aldraða sem hér búa á Hornbrekku. Þetta er löng ferð fyrir fjölskylduna ef þau vilja kíkja í kaffi til mín,“ segir Einar. Hann segir það afar undarlegt að þurfa að vera fluttur á milli sveitarfélaga vegna þessa óhapps og vill fyrir alla muni liggja á Akureyri frekar en á Ólafsfirði. „Það svo sem fer ágætlega um mig hér og ekkert við starfsfólkið hér að sakast. Það eru hins vegar bara fífl í þessari bæjarstjórn á Akureyri sem vilja frekar byggja rennibrautir en að byggja upp þjónustu í heilbrigðismálum.“ Ingvar Þóroddsson segir eina ástæðu þess að sjúklingar séu fluttir í aðrar stofnanir utan Akureyrar sé plássleysi á Akureyri. „Þegar einstaklingar eru í bið eftir því að komast í endurhæfingu og þurfa því að liggja lengi á hjúkrunarheimili er reynt eftir fremsta megni að hafa þá sem næst heimili sínu. Hins vegar gerist það að sjúklingar eru fluttir annað. Það er í sjálfu sér betra fyrir þá að vera í hjúkrunarrými en á bráðadeild þar sem erillinn er mikill,“ segir Ingvar. „Það væri auðvitað æskilegra ef hægt væri að setja upp fleiri legurými á Akureyri fyrir þennan hóp.“ Halldór Guðmundsson, forstöðumaður Öldrunarheimila Akureyrar, segir ekki skort á dvalarrýmum. „Í raun gæti það verið að það séu of mörg hjúkrunarrými. Við þurfum heilsteypta samfellu í þjónustu fyrir þennan hóp frekar en aukna steinsteypu. Til að mynda er alltaf hópur sem á einhverjum tímapunkti þurfti á dvalarrými að halda en þarf það ekki í dag,“ segir Halldór. Einar er nú á Ólafsfirði og má ekki stíga í fótinn fyrr en í fyrsta lagi í desembermánuði. Endurhæfing hans mun fara fram á Kristnesi í Eyjafirði og því er nokkur tími þar til Einar kemst til síns heima á Akureyri. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Í um það bil tíu skipti á ári þarf að flytja Akureyringa af Sjúkrahúsinu á Akureyri til legudvalar í öðrum sveitarfélögum. Ingvar Þóroddsson, staðgengill framkvæmdastjóra lækninga hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri, segir ástæðuna vera skort á legurýmum á Akureyri. Forstöðumaður Öldrunarheimilis Akureyrar er ósammála því að það þurfi fleiri hjúkrunarrými. Einar Guðbjartsson, 66 ára íbúi á Akureyri, varð fyrir því óláni að tvílærbrotna í sumar. Hann var fluttur eftir aðgerð á öldrunarheimilið Hornbrekku í Ólafsfirði fjarri sínum nánustu og hefur engin tengsl við Ólafsfjörð.Halldór S. ?Guðmundsson. forstöðumaður Öldrunarheimila Akureyrar„Ég er bara hérna í geymslu og hef verið síðan ágúst. Ég bíð eftir því að komast inn á Kristnes í endurhæfingu innan um aldraða sem hér búa á Hornbrekku. Þetta er löng ferð fyrir fjölskylduna ef þau vilja kíkja í kaffi til mín,“ segir Einar. Hann segir það afar undarlegt að þurfa að vera fluttur á milli sveitarfélaga vegna þessa óhapps og vill fyrir alla muni liggja á Akureyri frekar en á Ólafsfirði. „Það svo sem fer ágætlega um mig hér og ekkert við starfsfólkið hér að sakast. Það eru hins vegar bara fífl í þessari bæjarstjórn á Akureyri sem vilja frekar byggja rennibrautir en að byggja upp þjónustu í heilbrigðismálum.“ Ingvar Þóroddsson segir eina ástæðu þess að sjúklingar séu fluttir í aðrar stofnanir utan Akureyrar sé plássleysi á Akureyri. „Þegar einstaklingar eru í bið eftir því að komast í endurhæfingu og þurfa því að liggja lengi á hjúkrunarheimili er reynt eftir fremsta megni að hafa þá sem næst heimili sínu. Hins vegar gerist það að sjúklingar eru fluttir annað. Það er í sjálfu sér betra fyrir þá að vera í hjúkrunarrými en á bráðadeild þar sem erillinn er mikill,“ segir Ingvar. „Það væri auðvitað æskilegra ef hægt væri að setja upp fleiri legurými á Akureyri fyrir þennan hóp.“ Halldór Guðmundsson, forstöðumaður Öldrunarheimila Akureyrar, segir ekki skort á dvalarrýmum. „Í raun gæti það verið að það séu of mörg hjúkrunarrými. Við þurfum heilsteypta samfellu í þjónustu fyrir þennan hóp frekar en aukna steinsteypu. Til að mynda er alltaf hópur sem á einhverjum tímapunkti þurfti á dvalarrými að halda en þarf það ekki í dag,“ segir Halldór. Einar er nú á Ólafsfirði og má ekki stíga í fótinn fyrr en í fyrsta lagi í desembermánuði. Endurhæfing hans mun fara fram á Kristnesi í Eyjafirði og því er nokkur tími þar til Einar kemst til síns heima á Akureyri.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira