Svartur dagur í sögu Akranesbæjar Sveinn Arnarsson skrifar 28. mars 2017 06:00 Stórt skarð yrði hoggið í atvinnulíf á skaganum ef þögnin myndi yfirtaka vinnslusal HB Granda í bænum. vísir/eyþór HB Grandi áformar að láta af botnfiskvinnslu á Akranesi og hefur hafið samráð við trúnaðarmenn stéttarfélaga starfsmanna vegna þess. 93 starfsmenn vinna við botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi. Heimildir Fréttablaðsins herma að öllum starfsmönnum botnfiskvinnslunnar verði sagt upp í lok mánaðarins. „Starfsmenn voru slegnir við fréttirnar og það var þungt hljóð í fólkinu. Það var mjög lítið um svör til okkar á fundinum. Þetta mun líklega skýrast örlítið betur á miðvikudag á fundi með trúnaðarmönnum, aðilum fyrirtækisins og verkalýðsfélagsins,“ segir Skúlína Guðmundsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna í botnfiskvinnslu HB Granda. „Við sem vinnum þarna höfum lent í þessu áður að vera sagt upp störfum svo við erum vön þessu. Auðvitað vonumst við eftir því að lausn finnist í þessu máli.“Skúlína Guðmundsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna, sést hér til vinstri.vísir/eyþórHagnaður HB Granda á síðasta ári var um þrír milljarðar króna og hefur fyrirtækið hagnast um 40 milljarða króna frá hruni. Á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður þann 5. maí næstkomandi, verður borin upp tillaga um að arðgreiðslur nemi um 1,8 milljörðum króna. Vilhjálmur Birgisson segir stöðuna sem upp er komin á Akranesi grafalvarlega, dapra og sorglega og að gærdagurinn hafi verið svartur dagur í sögu bæjarfélagsins. „Fyrirtæki sem lifði af tvær heimsstyrjaldir er að hætta starfsemi vegna stjórnunar fiskveiða þar sem örfáir aðilar geta tekið ákvörðun um að slökkva ljósin í heilu byggðarlögunum og skilja fólkið eftir án lífsviðurværis,“ segir Vilhjálmur. „Ég minnti forstjóra HB Granda á þá samfélagslegu ábyrgð sem fyrirtækið ber. Það er ekki sjálfgefið að hafa aðgang að sjávarauðlindinni án þess að axla neina ábyrgð á fólkinu í landinu og þeim samfélögum sem það starfar í.“ „Þetta hefur mikil áhrif á okkar starfsfólk og Skagamenn yfirhöfuð. Þetta eru ekki góð tíðindi,“ sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, á blaðamannafundi í gær. „Erfið staða í landvinnslu kallar á þessar aðgerðir. Þetta er neyðarákvörðun sem þarf að taka,“ segir hann. Ólafur Adolfsson, formaður bæjarráðs Akraness, sagði tíðindin alvarleg fyrir bæjarfélagið enda vinnustaðurinn mjög stór í bænum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Forstjóri HB Granda mun funda með verkalýðsforingja í dag. 27. mars 2017 10:57 Ætlar að mæta aðgerðunum af fullri hörku "Maður er sorgmæddur,“ segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. 27. mars 2017 18:15 Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
HB Grandi áformar að láta af botnfiskvinnslu á Akranesi og hefur hafið samráð við trúnaðarmenn stéttarfélaga starfsmanna vegna þess. 93 starfsmenn vinna við botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi. Heimildir Fréttablaðsins herma að öllum starfsmönnum botnfiskvinnslunnar verði sagt upp í lok mánaðarins. „Starfsmenn voru slegnir við fréttirnar og það var þungt hljóð í fólkinu. Það var mjög lítið um svör til okkar á fundinum. Þetta mun líklega skýrast örlítið betur á miðvikudag á fundi með trúnaðarmönnum, aðilum fyrirtækisins og verkalýðsfélagsins,“ segir Skúlína Guðmundsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna í botnfiskvinnslu HB Granda. „Við sem vinnum þarna höfum lent í þessu áður að vera sagt upp störfum svo við erum vön þessu. Auðvitað vonumst við eftir því að lausn finnist í þessu máli.“Skúlína Guðmundsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna, sést hér til vinstri.vísir/eyþórHagnaður HB Granda á síðasta ári var um þrír milljarðar króna og hefur fyrirtækið hagnast um 40 milljarða króna frá hruni. Á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður þann 5. maí næstkomandi, verður borin upp tillaga um að arðgreiðslur nemi um 1,8 milljörðum króna. Vilhjálmur Birgisson segir stöðuna sem upp er komin á Akranesi grafalvarlega, dapra og sorglega og að gærdagurinn hafi verið svartur dagur í sögu bæjarfélagsins. „Fyrirtæki sem lifði af tvær heimsstyrjaldir er að hætta starfsemi vegna stjórnunar fiskveiða þar sem örfáir aðilar geta tekið ákvörðun um að slökkva ljósin í heilu byggðarlögunum og skilja fólkið eftir án lífsviðurværis,“ segir Vilhjálmur. „Ég minnti forstjóra HB Granda á þá samfélagslegu ábyrgð sem fyrirtækið ber. Það er ekki sjálfgefið að hafa aðgang að sjávarauðlindinni án þess að axla neina ábyrgð á fólkinu í landinu og þeim samfélögum sem það starfar í.“ „Þetta hefur mikil áhrif á okkar starfsfólk og Skagamenn yfirhöfuð. Þetta eru ekki góð tíðindi,“ sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, á blaðamannafundi í gær. „Erfið staða í landvinnslu kallar á þessar aðgerðir. Þetta er neyðarákvörðun sem þarf að taka,“ segir hann. Ólafur Adolfsson, formaður bæjarráðs Akraness, sagði tíðindin alvarleg fyrir bæjarfélagið enda vinnustaðurinn mjög stór í bænum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Forstjóri HB Granda mun funda með verkalýðsforingja í dag. 27. mars 2017 10:57 Ætlar að mæta aðgerðunum af fullri hörku "Maður er sorgmæddur,“ segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. 27. mars 2017 18:15 Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Forstjóri HB Granda mun funda með verkalýðsforingja í dag. 27. mars 2017 10:57
Ætlar að mæta aðgerðunum af fullri hörku "Maður er sorgmæddur,“ segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. 27. mars 2017 18:15
Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00