Biskup Íslands stendur við ákvörðun sína um að senda sóknarprest Grensáskirkju í leyfi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2017 18:41 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/Vilhelm Biskups Íslands hefur sent sr. Ólaf Jóhannsson í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Lögmaður kvennanna segir málið í eðlilegum farveg innan úrskurðarnefndar kirkjunnar enda hafi konurnar ekki viljað fara með málið til lögreglu. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá var sr. Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grafavogskirkju, tvisvar verið sendur í leyfi á þessu ári vegna ásakana um kynferðislega áreitni, og er hann enn í leyfi. Lögmaður Ólafs sendi bréf til biskups fyrir helgi þar sem hann gagnrýnir þessa ákvörðun harðlega enda sé hún tekin á þeim forsendum að meint brot prestsins séu til rannsóknar hjá úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar. Ef sannanlega væri um refsiverða háttsemi að ræða, ætti lögregla að rannsaka málið. Einnig hafi ákvörðunin verið tekin án þess að skoða málið eða ræða við skjólstæðing hans, dómur hafi verið kveðinn án tilefnis. Í kjölfar þessarar gagnrýni sendi lögmaður fimm kvenna sem hafa kært Ólaf bréf til biskups. Þar eru konurnar nafngreindar en þær hafa allar unnið fyrir þjóðkirkjuna og ein af þeim í Grensáskirkjusókn. Í bréfinu kemur fram að brot sr. Ólafs gegn þeim hafi farið fram þegar þær voru við störf sín í kirkjuhúsum eða í tengslum við kirkjulega þjónustu og það hafi reynst þeim afar sársaukafullt.Menn séu að tjá skoðun sína Biskup Íslands byggði ákvörðun sína á starfsreglum kirkjuþings um presta nr. 1110/2011. Þar segir: Nú koma fram ásakanir á hendur presti um refsiverða háttsemi og skal honum þá veitt launað leyfi á meðan á rannsókn stendur. Biskup getur áskilið í slíkum tilvikum að prestur veiti ekki tiltekna prestsþjónustu á meðan. Í tilviki sóknarprestsins í Grensáskirkju hafi verið komnar fram ásakanir um háttsemi sem kynni að vera refsiverð. Væri því bæði rétt og skylt að beita framangreindu ákvæði. Þrátt fyrir ofangreinda skyldu til að veita leyfi hafi verið leitað eftir samþykki sóknarprestsins um þetta og hafi hann ekki sett sig upp á móti því. „Ég mat það að það væri betra fyrir alla aðila, meintan geranda, þolanda, starfsfólk í kirkjunni, fjölskyldu og vini, að senda hann í leyfi,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.Og þú stendur við þá ákvörðun? „Já, ég er sannfærð um að það var rétt ákvörðun.“ Þessa dagana stendur kirkjuþing yfir þar sem þetta mál hefur meðal annars borið á góma, einnig hefur nokkur hiti verið í kringum ráðningu dómkirkjuprests og ný þjóðkirkjulög sem Agnes tilkynnti að hún styðji ekki. „Menn eru bara að lýsa skoðun sinni og það eru allir frjálsir að hafa sína skoðun og orða hana upphátt," svarar Agnes þegar hún er spurð um gagnrýni sem hún hefur fengið á sig vegna þessara mála.Telur þú að þú hafir enn fullt traust meðal presta? „Staðan er bara svona, og sérstaklega á þingum að þá segja menn sínar skoðanir og takast á um málin en svo er fundin niðurstaða,“ segir Agnes. Tengdar fréttir Biskupi sagt til syndanna: Segja tvíhöfða þursinn hafa stungið kirkjuna í bakið Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hleypti illu blóði í kirkjuþingsfulltrúa með ákvörðun sinni um að leggja ekki stuðning sinn við frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga. 14. nóvember 2017 08:56 Fleiri ásaka sóknarprest Grensáskirkju Sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur verið kærður af fimm starfsmönnum kirkjunnar á síðustu mánuðum. 14. nóvember 2017 05:00 Lögmaður Ólafs um vinnubrögð biskups: „Verið að skjóta mýflugur með fallbyssum“ Séra Ólafur Jóhannsson ber biskup Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, þungum sökum í bréfi sem lögfræðingur hans sendi henni í gær. 12. nóvember 2017 12:32 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Biskups Íslands hefur sent sr. Ólaf Jóhannsson í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Lögmaður kvennanna segir málið í eðlilegum farveg innan úrskurðarnefndar kirkjunnar enda hafi konurnar ekki viljað fara með málið til lögreglu. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá var sr. Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grafavogskirkju, tvisvar verið sendur í leyfi á þessu ári vegna ásakana um kynferðislega áreitni, og er hann enn í leyfi. Lögmaður Ólafs sendi bréf til biskups fyrir helgi þar sem hann gagnrýnir þessa ákvörðun harðlega enda sé hún tekin á þeim forsendum að meint brot prestsins séu til rannsóknar hjá úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar. Ef sannanlega væri um refsiverða háttsemi að ræða, ætti lögregla að rannsaka málið. Einnig hafi ákvörðunin verið tekin án þess að skoða málið eða ræða við skjólstæðing hans, dómur hafi verið kveðinn án tilefnis. Í kjölfar þessarar gagnrýni sendi lögmaður fimm kvenna sem hafa kært Ólaf bréf til biskups. Þar eru konurnar nafngreindar en þær hafa allar unnið fyrir þjóðkirkjuna og ein af þeim í Grensáskirkjusókn. Í bréfinu kemur fram að brot sr. Ólafs gegn þeim hafi farið fram þegar þær voru við störf sín í kirkjuhúsum eða í tengslum við kirkjulega þjónustu og það hafi reynst þeim afar sársaukafullt.Menn séu að tjá skoðun sína Biskup Íslands byggði ákvörðun sína á starfsreglum kirkjuþings um presta nr. 1110/2011. Þar segir: Nú koma fram ásakanir á hendur presti um refsiverða háttsemi og skal honum þá veitt launað leyfi á meðan á rannsókn stendur. Biskup getur áskilið í slíkum tilvikum að prestur veiti ekki tiltekna prestsþjónustu á meðan. Í tilviki sóknarprestsins í Grensáskirkju hafi verið komnar fram ásakanir um háttsemi sem kynni að vera refsiverð. Væri því bæði rétt og skylt að beita framangreindu ákvæði. Þrátt fyrir ofangreinda skyldu til að veita leyfi hafi verið leitað eftir samþykki sóknarprestsins um þetta og hafi hann ekki sett sig upp á móti því. „Ég mat það að það væri betra fyrir alla aðila, meintan geranda, þolanda, starfsfólk í kirkjunni, fjölskyldu og vini, að senda hann í leyfi,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.Og þú stendur við þá ákvörðun? „Já, ég er sannfærð um að það var rétt ákvörðun.“ Þessa dagana stendur kirkjuþing yfir þar sem þetta mál hefur meðal annars borið á góma, einnig hefur nokkur hiti verið í kringum ráðningu dómkirkjuprests og ný þjóðkirkjulög sem Agnes tilkynnti að hún styðji ekki. „Menn eru bara að lýsa skoðun sinni og það eru allir frjálsir að hafa sína skoðun og orða hana upphátt," svarar Agnes þegar hún er spurð um gagnrýni sem hún hefur fengið á sig vegna þessara mála.Telur þú að þú hafir enn fullt traust meðal presta? „Staðan er bara svona, og sérstaklega á þingum að þá segja menn sínar skoðanir og takast á um málin en svo er fundin niðurstaða,“ segir Agnes.
Tengdar fréttir Biskupi sagt til syndanna: Segja tvíhöfða þursinn hafa stungið kirkjuna í bakið Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hleypti illu blóði í kirkjuþingsfulltrúa með ákvörðun sinni um að leggja ekki stuðning sinn við frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga. 14. nóvember 2017 08:56 Fleiri ásaka sóknarprest Grensáskirkju Sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur verið kærður af fimm starfsmönnum kirkjunnar á síðustu mánuðum. 14. nóvember 2017 05:00 Lögmaður Ólafs um vinnubrögð biskups: „Verið að skjóta mýflugur með fallbyssum“ Séra Ólafur Jóhannsson ber biskup Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, þungum sökum í bréfi sem lögfræðingur hans sendi henni í gær. 12. nóvember 2017 12:32 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Biskupi sagt til syndanna: Segja tvíhöfða þursinn hafa stungið kirkjuna í bakið Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hleypti illu blóði í kirkjuþingsfulltrúa með ákvörðun sinni um að leggja ekki stuðning sinn við frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga. 14. nóvember 2017 08:56
Fleiri ásaka sóknarprest Grensáskirkju Sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur verið kærður af fimm starfsmönnum kirkjunnar á síðustu mánuðum. 14. nóvember 2017 05:00
Lögmaður Ólafs um vinnubrögð biskups: „Verið að skjóta mýflugur með fallbyssum“ Séra Ólafur Jóhannsson ber biskup Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, þungum sökum í bréfi sem lögfræðingur hans sendi henni í gær. 12. nóvember 2017 12:32