Biskup Íslands stendur við ákvörðun sína um að senda sóknarprest Grensáskirkju í leyfi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2017 18:41 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/Vilhelm Biskups Íslands hefur sent sr. Ólaf Jóhannsson í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Lögmaður kvennanna segir málið í eðlilegum farveg innan úrskurðarnefndar kirkjunnar enda hafi konurnar ekki viljað fara með málið til lögreglu. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá var sr. Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grafavogskirkju, tvisvar verið sendur í leyfi á þessu ári vegna ásakana um kynferðislega áreitni, og er hann enn í leyfi. Lögmaður Ólafs sendi bréf til biskups fyrir helgi þar sem hann gagnrýnir þessa ákvörðun harðlega enda sé hún tekin á þeim forsendum að meint brot prestsins séu til rannsóknar hjá úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar. Ef sannanlega væri um refsiverða háttsemi að ræða, ætti lögregla að rannsaka málið. Einnig hafi ákvörðunin verið tekin án þess að skoða málið eða ræða við skjólstæðing hans, dómur hafi verið kveðinn án tilefnis. Í kjölfar þessarar gagnrýni sendi lögmaður fimm kvenna sem hafa kært Ólaf bréf til biskups. Þar eru konurnar nafngreindar en þær hafa allar unnið fyrir þjóðkirkjuna og ein af þeim í Grensáskirkjusókn. Í bréfinu kemur fram að brot sr. Ólafs gegn þeim hafi farið fram þegar þær voru við störf sín í kirkjuhúsum eða í tengslum við kirkjulega þjónustu og það hafi reynst þeim afar sársaukafullt.Menn séu að tjá skoðun sína Biskup Íslands byggði ákvörðun sína á starfsreglum kirkjuþings um presta nr. 1110/2011. Þar segir: Nú koma fram ásakanir á hendur presti um refsiverða háttsemi og skal honum þá veitt launað leyfi á meðan á rannsókn stendur. Biskup getur áskilið í slíkum tilvikum að prestur veiti ekki tiltekna prestsþjónustu á meðan. Í tilviki sóknarprestsins í Grensáskirkju hafi verið komnar fram ásakanir um háttsemi sem kynni að vera refsiverð. Væri því bæði rétt og skylt að beita framangreindu ákvæði. Þrátt fyrir ofangreinda skyldu til að veita leyfi hafi verið leitað eftir samþykki sóknarprestsins um þetta og hafi hann ekki sett sig upp á móti því. „Ég mat það að það væri betra fyrir alla aðila, meintan geranda, þolanda, starfsfólk í kirkjunni, fjölskyldu og vini, að senda hann í leyfi,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.Og þú stendur við þá ákvörðun? „Já, ég er sannfærð um að það var rétt ákvörðun.“ Þessa dagana stendur kirkjuþing yfir þar sem þetta mál hefur meðal annars borið á góma, einnig hefur nokkur hiti verið í kringum ráðningu dómkirkjuprests og ný þjóðkirkjulög sem Agnes tilkynnti að hún styðji ekki. „Menn eru bara að lýsa skoðun sinni og það eru allir frjálsir að hafa sína skoðun og orða hana upphátt," svarar Agnes þegar hún er spurð um gagnrýni sem hún hefur fengið á sig vegna þessara mála.Telur þú að þú hafir enn fullt traust meðal presta? „Staðan er bara svona, og sérstaklega á þingum að þá segja menn sínar skoðanir og takast á um málin en svo er fundin niðurstaða,“ segir Agnes. Tengdar fréttir Biskupi sagt til syndanna: Segja tvíhöfða þursinn hafa stungið kirkjuna í bakið Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hleypti illu blóði í kirkjuþingsfulltrúa með ákvörðun sinni um að leggja ekki stuðning sinn við frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga. 14. nóvember 2017 08:56 Fleiri ásaka sóknarprest Grensáskirkju Sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur verið kærður af fimm starfsmönnum kirkjunnar á síðustu mánuðum. 14. nóvember 2017 05:00 Lögmaður Ólafs um vinnubrögð biskups: „Verið að skjóta mýflugur með fallbyssum“ Séra Ólafur Jóhannsson ber biskup Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, þungum sökum í bréfi sem lögfræðingur hans sendi henni í gær. 12. nóvember 2017 12:32 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Biskups Íslands hefur sent sr. Ólaf Jóhannsson í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Lögmaður kvennanna segir málið í eðlilegum farveg innan úrskurðarnefndar kirkjunnar enda hafi konurnar ekki viljað fara með málið til lögreglu. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá var sr. Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grafavogskirkju, tvisvar verið sendur í leyfi á þessu ári vegna ásakana um kynferðislega áreitni, og er hann enn í leyfi. Lögmaður Ólafs sendi bréf til biskups fyrir helgi þar sem hann gagnrýnir þessa ákvörðun harðlega enda sé hún tekin á þeim forsendum að meint brot prestsins séu til rannsóknar hjá úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar. Ef sannanlega væri um refsiverða háttsemi að ræða, ætti lögregla að rannsaka málið. Einnig hafi ákvörðunin verið tekin án þess að skoða málið eða ræða við skjólstæðing hans, dómur hafi verið kveðinn án tilefnis. Í kjölfar þessarar gagnrýni sendi lögmaður fimm kvenna sem hafa kært Ólaf bréf til biskups. Þar eru konurnar nafngreindar en þær hafa allar unnið fyrir þjóðkirkjuna og ein af þeim í Grensáskirkjusókn. Í bréfinu kemur fram að brot sr. Ólafs gegn þeim hafi farið fram þegar þær voru við störf sín í kirkjuhúsum eða í tengslum við kirkjulega þjónustu og það hafi reynst þeim afar sársaukafullt.Menn séu að tjá skoðun sína Biskup Íslands byggði ákvörðun sína á starfsreglum kirkjuþings um presta nr. 1110/2011. Þar segir: Nú koma fram ásakanir á hendur presti um refsiverða háttsemi og skal honum þá veitt launað leyfi á meðan á rannsókn stendur. Biskup getur áskilið í slíkum tilvikum að prestur veiti ekki tiltekna prestsþjónustu á meðan. Í tilviki sóknarprestsins í Grensáskirkju hafi verið komnar fram ásakanir um háttsemi sem kynni að vera refsiverð. Væri því bæði rétt og skylt að beita framangreindu ákvæði. Þrátt fyrir ofangreinda skyldu til að veita leyfi hafi verið leitað eftir samþykki sóknarprestsins um þetta og hafi hann ekki sett sig upp á móti því. „Ég mat það að það væri betra fyrir alla aðila, meintan geranda, þolanda, starfsfólk í kirkjunni, fjölskyldu og vini, að senda hann í leyfi,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.Og þú stendur við þá ákvörðun? „Já, ég er sannfærð um að það var rétt ákvörðun.“ Þessa dagana stendur kirkjuþing yfir þar sem þetta mál hefur meðal annars borið á góma, einnig hefur nokkur hiti verið í kringum ráðningu dómkirkjuprests og ný þjóðkirkjulög sem Agnes tilkynnti að hún styðji ekki. „Menn eru bara að lýsa skoðun sinni og það eru allir frjálsir að hafa sína skoðun og orða hana upphátt," svarar Agnes þegar hún er spurð um gagnrýni sem hún hefur fengið á sig vegna þessara mála.Telur þú að þú hafir enn fullt traust meðal presta? „Staðan er bara svona, og sérstaklega á þingum að þá segja menn sínar skoðanir og takast á um málin en svo er fundin niðurstaða,“ segir Agnes.
Tengdar fréttir Biskupi sagt til syndanna: Segja tvíhöfða þursinn hafa stungið kirkjuna í bakið Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hleypti illu blóði í kirkjuþingsfulltrúa með ákvörðun sinni um að leggja ekki stuðning sinn við frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga. 14. nóvember 2017 08:56 Fleiri ásaka sóknarprest Grensáskirkju Sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur verið kærður af fimm starfsmönnum kirkjunnar á síðustu mánuðum. 14. nóvember 2017 05:00 Lögmaður Ólafs um vinnubrögð biskups: „Verið að skjóta mýflugur með fallbyssum“ Séra Ólafur Jóhannsson ber biskup Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, þungum sökum í bréfi sem lögfræðingur hans sendi henni í gær. 12. nóvember 2017 12:32 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Biskupi sagt til syndanna: Segja tvíhöfða þursinn hafa stungið kirkjuna í bakið Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hleypti illu blóði í kirkjuþingsfulltrúa með ákvörðun sinni um að leggja ekki stuðning sinn við frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga. 14. nóvember 2017 08:56
Fleiri ásaka sóknarprest Grensáskirkju Sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur verið kærður af fimm starfsmönnum kirkjunnar á síðustu mánuðum. 14. nóvember 2017 05:00
Lögmaður Ólafs um vinnubrögð biskups: „Verið að skjóta mýflugur með fallbyssum“ Séra Ólafur Jóhannsson ber biskup Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, þungum sökum í bréfi sem lögfræðingur hans sendi henni í gær. 12. nóvember 2017 12:32
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent