Lögmaður Ólafs um vinnubrögð biskups: „Verið að skjóta mýflugur með fallbyssum“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2017 12:32 Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, er fyrrverandi formaður Prestafélags Íslands. Vísir/Eyþór Séra Ólafur Jóhannsson ber biskup Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, þungum sökum í bréfi sem lögfræðingur hans sendi henni í gær. Er Agnes sökuð um að leggja Ólaf í einelti þegar hún setti hann í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Biskup Íslands tók þá ákvörðun að senda Ólaf Jóhannsson, sóknarprest í Grensáskirkju, í leyfi í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. Nú hefur lögmaður Ólafs sent biskup bréf þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við hvernig staðið var að ákvörðuninni og er hún ekki sögð standast lög. Meðal annars hafi verið brotið á andmælarétti Ólafs, en einnig hafi ákvörðun verið tekin án þess að málið væri rannsakað til hlítar.Flokkast ekki undir kynferðisbrot Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Ólafs, segir að bréf hafi verið sent þar sem biskup hafi „án laga og réttar“ sett umbjóðanda sinn í frí án nokkurrar málsmeðferðar og eðlilegs tilefnis. Í bréfinu er biskup þar að auki sakaður um að hafa lagt Ólaf í einelti og niðurlægt hann.Sjá einnig: Prestur sendur í leyfi vegna meintrar áreitni Einar segir ásakanirnar ekki hafa verið rannsakaðar af lögreglu. „Þegar ásakanirnar eru lesnar, bara eins og þær koma fram, þá eru þær ekki alvarlegar. Ef til dæmis eðlileg lögreglurannsókn fer fram á ásökunum þá er ekkert óeðlilegt að menn verði settir í frí á meðan,“ segir Einar Gautur. „En það er bara ekkert slíkt í gangi. Ég er búinn að vera með fjölda kynferðisbrota fyrir dómstólum og þegar ég les málsgögnin þá flokkast þetta ekki undir kynferðisbrot. Það er verið að skjóta mýflugur með fallbyssum.“En hvað vill séra Ólafur fá fram með bréfi sínu?„Að biskup aflétti ólögmætu ástandi og hann fái að sækja sína vinnu. Svo vill hann náttúrulega afsökunarbeiðni og rétta stjórnsýslu,“segir Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju. Tengdar fréttir Sakar biskup um einelti og að hafa farið gegn lögum Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Íslands, er borin þungum sökum í bréfi sem Einar Gautur Steingrímsson, lögfræðingur séra Ólafs Jóhannssonar, sendi henni og fleirum í gær. Tildrög bréfsins eru þau að biskup tók ákvörðun um að senda Ólaf í leyfi frá störfum sínum sem prestur í Grensáskirkju í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. 11. nóvember 2017 21:54 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Séra Ólafur Jóhannsson ber biskup Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, þungum sökum í bréfi sem lögfræðingur hans sendi henni í gær. Er Agnes sökuð um að leggja Ólaf í einelti þegar hún setti hann í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Biskup Íslands tók þá ákvörðun að senda Ólaf Jóhannsson, sóknarprest í Grensáskirkju, í leyfi í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. Nú hefur lögmaður Ólafs sent biskup bréf þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við hvernig staðið var að ákvörðuninni og er hún ekki sögð standast lög. Meðal annars hafi verið brotið á andmælarétti Ólafs, en einnig hafi ákvörðun verið tekin án þess að málið væri rannsakað til hlítar.Flokkast ekki undir kynferðisbrot Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Ólafs, segir að bréf hafi verið sent þar sem biskup hafi „án laga og réttar“ sett umbjóðanda sinn í frí án nokkurrar málsmeðferðar og eðlilegs tilefnis. Í bréfinu er biskup þar að auki sakaður um að hafa lagt Ólaf í einelti og niðurlægt hann.Sjá einnig: Prestur sendur í leyfi vegna meintrar áreitni Einar segir ásakanirnar ekki hafa verið rannsakaðar af lögreglu. „Þegar ásakanirnar eru lesnar, bara eins og þær koma fram, þá eru þær ekki alvarlegar. Ef til dæmis eðlileg lögreglurannsókn fer fram á ásökunum þá er ekkert óeðlilegt að menn verði settir í frí á meðan,“ segir Einar Gautur. „En það er bara ekkert slíkt í gangi. Ég er búinn að vera með fjölda kynferðisbrota fyrir dómstólum og þegar ég les málsgögnin þá flokkast þetta ekki undir kynferðisbrot. Það er verið að skjóta mýflugur með fallbyssum.“En hvað vill séra Ólafur fá fram með bréfi sínu?„Að biskup aflétti ólögmætu ástandi og hann fái að sækja sína vinnu. Svo vill hann náttúrulega afsökunarbeiðni og rétta stjórnsýslu,“segir Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju.
Tengdar fréttir Sakar biskup um einelti og að hafa farið gegn lögum Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Íslands, er borin þungum sökum í bréfi sem Einar Gautur Steingrímsson, lögfræðingur séra Ólafs Jóhannssonar, sendi henni og fleirum í gær. Tildrög bréfsins eru þau að biskup tók ákvörðun um að senda Ólaf í leyfi frá störfum sínum sem prestur í Grensáskirkju í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. 11. nóvember 2017 21:54 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Sakar biskup um einelti og að hafa farið gegn lögum Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Íslands, er borin þungum sökum í bréfi sem Einar Gautur Steingrímsson, lögfræðingur séra Ólafs Jóhannssonar, sendi henni og fleirum í gær. Tildrög bréfsins eru þau að biskup tók ákvörðun um að senda Ólaf í leyfi frá störfum sínum sem prestur í Grensáskirkju í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. 11. nóvember 2017 21:54
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels