Telur flesta lögmenn hafa vitað af stöðu borgarlögmanns Sigurður Mikael Jónsson skrifar 12. ágúst 2017 10:00 S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, gefur lítið fyrir gagnrýni borgarfulltrúa á vinnubrögð við ráðningu borgarlögmanns. Mynd/Hari S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir að ekki hafi verið rætt um að framlengja umsóknarfrest vegna embættis borgarlögmanns þegar ljóst var að aðeins tveir umsækjendur voru um stöðuna. Hann telur þorra hæstaréttarlögmanna hafa vitað að staðan hafi verið laus til umsóknar en gagnrýnt hefur verið að hún hafi aðeins verið auglýst einu sinni í einu dagblaði. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi vinnubrögð meirihlutans harðlega í bókun í borgarráði á fimmtudag og þá sat Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, hjá við atkvæðagreiðslu um ráðninguna. „Hann virðist alltaf geta fundið eitthvað að hverju ráðningarferli, sem breytist hverju sinni. Ég velti fyrir mér hvort hann vilji sjálfur vera ráðningarnefndin, sem er fyrirkomulag sem mér hugnast ekki. Gagnrýni Lífar var svolítið óljós.“ S. Björn segir að hann viti ekki betur en að lögmenn hafi vitað af stöðunni á þessum tíma. Hann segir erfitt að svara hvers vegna áhuginn á embættinu hafi verið svo lítill, en líkt og komið hefur fram eru mánaðarlaunin þar 1,4 milljónir á mánuði. „Aðalatriðið er að fá hæfa umsækjendur. Það var ekki vandamálið í þessu tilviki enda þessir tveir umsækjendur afburðahæfir.“ Hæstaréttarlögmaðurinn Ebba Schram var ráðin en hún hefur verið staðgengill borgarlögmanns undanfarin ár. S. Björn blæs á gagnrýni Kjartans um að staðið hafi á afhendingu gagna. Bendir hann á að vaninn sé að gögn séu aðgengileg í sérstöku gagnaherbergi en Kjartan óskað eftir að fá þau send í tölvupósti þar sem hann var staddur úti á landi. Engin svör hafi fengist við því um hvað hann var að biðja, en orðið hafi verið við hans óskum. „Þetta er bara pólitískt geim.“ Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir að ekki hafi verið rætt um að framlengja umsóknarfrest vegna embættis borgarlögmanns þegar ljóst var að aðeins tveir umsækjendur voru um stöðuna. Hann telur þorra hæstaréttarlögmanna hafa vitað að staðan hafi verið laus til umsóknar en gagnrýnt hefur verið að hún hafi aðeins verið auglýst einu sinni í einu dagblaði. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi vinnubrögð meirihlutans harðlega í bókun í borgarráði á fimmtudag og þá sat Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, hjá við atkvæðagreiðslu um ráðninguna. „Hann virðist alltaf geta fundið eitthvað að hverju ráðningarferli, sem breytist hverju sinni. Ég velti fyrir mér hvort hann vilji sjálfur vera ráðningarnefndin, sem er fyrirkomulag sem mér hugnast ekki. Gagnrýni Lífar var svolítið óljós.“ S. Björn segir að hann viti ekki betur en að lögmenn hafi vitað af stöðunni á þessum tíma. Hann segir erfitt að svara hvers vegna áhuginn á embættinu hafi verið svo lítill, en líkt og komið hefur fram eru mánaðarlaunin þar 1,4 milljónir á mánuði. „Aðalatriðið er að fá hæfa umsækjendur. Það var ekki vandamálið í þessu tilviki enda þessir tveir umsækjendur afburðahæfir.“ Hæstaréttarlögmaðurinn Ebba Schram var ráðin en hún hefur verið staðgengill borgarlögmanns undanfarin ár. S. Björn blæs á gagnrýni Kjartans um að staðið hafi á afhendingu gagna. Bendir hann á að vaninn sé að gögn séu aðgengileg í sérstöku gagnaherbergi en Kjartan óskað eftir að fá þau send í tölvupósti þar sem hann var staddur úti á landi. Engin svör hafi fengist við því um hvað hann var að biðja, en orðið hafi verið við hans óskum. „Þetta er bara pólitískt geim.“
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira