Carragher: Liverpool ömurlegt og fær á sig 50 mörk með þessu áframhaldi Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. febrúar 2017 08:30 Jürgen Klopp er í basli. vísir/getty Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports og fyrrverandi leikmaður Liverpool, gagnrýndi Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra liðsins, og leikáætlun hans harðlega eftir 3-1 tap Liverpool gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Carragher finnst Klopp ekki vera búinn að læra af mistökum sínum eins og í leikjum á móti Burnley og Hull þar sem leikmenn á borð við Andre Gray og Oumar Niasse voru varnarmönnum Liverpool til mikilla vandræða.Sjá einnig:Klopp: Slæm byrjun, slæmur miðkafli og slæmur endir Jamie Vardy, sem var ekki búinn að skora síðan 10. desember fyrir gærkvöldið, skoraði tvívegis en fyrra markið skoraði hann eftir að fá sendingu í gegnum vörn Liverpool. James Milner, sem hefur leikið í vinstri bakverðinum í vetur, og Lucas Leiva áttu erfitt upp dráttar og áttu stóra sök á fyrsta markinu en Carragher kennir Klopp um mistök þeirra þar sem þeir eru ekki að spila í sínum stöðum. „Liverpool var ömurlegt í kvöld. Ég var á leikjunum á móti Hull og Burnley og þeir voru alveg eins. Liverpool fær á sig 50 mörk með þessu áframhaldi og Klopp hefur ekkert gert til að laga þetta,“ sagði Carragher eftir leikinn í gærkvöldi. „Það er ekki séns að þú vinnir eitt né neitt með því að fá á sig svona mikið af mörkum,“ sagði Carragher en Liverpool er búið að fá á sig 33 mörk, mest allra af efstu sex liðum deildarinnar.Sjá einnig:Vardy: Shakes bað mig um að spila hærra uppi á vellinum „Annað sem truflar mig varðandi Liverpool er að það spilar alltaf eins. Það sem er að hjá liðinu er að það mætir leikmönnum eins og West Morgan og Robert Huth og leyfir þeim að hafa boltann. Svo vita allir að Vardy vill hlaupa fyrir aftan vörnina þegar Liverpool getur sótt hratt með Sadio Mané. „Það er alltaf sami hluturinn sem gerist hjá Liverpool. Fyrr á leiktíðinni var það Gray sem stakk sér inn fyrir vörnina, svo Niasse og nú Vardy. Leikáætlun Klopps breytist ekkert. Hann hefur of mikla trú á sumum leikmönnum. Hann verður að gera breytingar í sumar,“ sagði Jamie Carragher. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Slæm byrjun, slæmur miðkafli og slæmur endir Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fann ekki margt jákvætt við leik liðsins í kvöld þegar Liverpool-liðið steinlá 3-1 á móti Leiecester City. 27. febrúar 2017 22:37 Vardy: Shakes bað mig um að spila hærra uppi á vellinum Jamie Vardy fór á kostum í kvöld og skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Leicester City á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Það var allt annað að sjá til hans og liðsfélaganna. 27. febrúar 2017 22:28 Leicester fann aftur 2015-16 gírinn og lék sér að Liverpool Leicester City átti ekki í miklum vandræðum með að vinna 3-1 sigur á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld í fyrsta leik liðsins eftir að ítalski stjórinn Claudio Ranieri var rekinn frá félaginu. 27. febrúar 2017 21:45 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Sjá meira
Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports og fyrrverandi leikmaður Liverpool, gagnrýndi Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra liðsins, og leikáætlun hans harðlega eftir 3-1 tap Liverpool gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Carragher finnst Klopp ekki vera búinn að læra af mistökum sínum eins og í leikjum á móti Burnley og Hull þar sem leikmenn á borð við Andre Gray og Oumar Niasse voru varnarmönnum Liverpool til mikilla vandræða.Sjá einnig:Klopp: Slæm byrjun, slæmur miðkafli og slæmur endir Jamie Vardy, sem var ekki búinn að skora síðan 10. desember fyrir gærkvöldið, skoraði tvívegis en fyrra markið skoraði hann eftir að fá sendingu í gegnum vörn Liverpool. James Milner, sem hefur leikið í vinstri bakverðinum í vetur, og Lucas Leiva áttu erfitt upp dráttar og áttu stóra sök á fyrsta markinu en Carragher kennir Klopp um mistök þeirra þar sem þeir eru ekki að spila í sínum stöðum. „Liverpool var ömurlegt í kvöld. Ég var á leikjunum á móti Hull og Burnley og þeir voru alveg eins. Liverpool fær á sig 50 mörk með þessu áframhaldi og Klopp hefur ekkert gert til að laga þetta,“ sagði Carragher eftir leikinn í gærkvöldi. „Það er ekki séns að þú vinnir eitt né neitt með því að fá á sig svona mikið af mörkum,“ sagði Carragher en Liverpool er búið að fá á sig 33 mörk, mest allra af efstu sex liðum deildarinnar.Sjá einnig:Vardy: Shakes bað mig um að spila hærra uppi á vellinum „Annað sem truflar mig varðandi Liverpool er að það spilar alltaf eins. Það sem er að hjá liðinu er að það mætir leikmönnum eins og West Morgan og Robert Huth og leyfir þeim að hafa boltann. Svo vita allir að Vardy vill hlaupa fyrir aftan vörnina þegar Liverpool getur sótt hratt með Sadio Mané. „Það er alltaf sami hluturinn sem gerist hjá Liverpool. Fyrr á leiktíðinni var það Gray sem stakk sér inn fyrir vörnina, svo Niasse og nú Vardy. Leikáætlun Klopps breytist ekkert. Hann hefur of mikla trú á sumum leikmönnum. Hann verður að gera breytingar í sumar,“ sagði Jamie Carragher.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Slæm byrjun, slæmur miðkafli og slæmur endir Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fann ekki margt jákvætt við leik liðsins í kvöld þegar Liverpool-liðið steinlá 3-1 á móti Leiecester City. 27. febrúar 2017 22:37 Vardy: Shakes bað mig um að spila hærra uppi á vellinum Jamie Vardy fór á kostum í kvöld og skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Leicester City á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Það var allt annað að sjá til hans og liðsfélaganna. 27. febrúar 2017 22:28 Leicester fann aftur 2015-16 gírinn og lék sér að Liverpool Leicester City átti ekki í miklum vandræðum með að vinna 3-1 sigur á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld í fyrsta leik liðsins eftir að ítalski stjórinn Claudio Ranieri var rekinn frá félaginu. 27. febrúar 2017 21:45 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Sjá meira
Klopp: Slæm byrjun, slæmur miðkafli og slæmur endir Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fann ekki margt jákvætt við leik liðsins í kvöld þegar Liverpool-liðið steinlá 3-1 á móti Leiecester City. 27. febrúar 2017 22:37
Vardy: Shakes bað mig um að spila hærra uppi á vellinum Jamie Vardy fór á kostum í kvöld og skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Leicester City á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Það var allt annað að sjá til hans og liðsfélaganna. 27. febrúar 2017 22:28
Leicester fann aftur 2015-16 gírinn og lék sér að Liverpool Leicester City átti ekki í miklum vandræðum með að vinna 3-1 sigur á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld í fyrsta leik liðsins eftir að ítalski stjórinn Claudio Ranieri var rekinn frá félaginu. 27. febrúar 2017 21:45