Trump kennir Obama bæði um mótmæli og leka Samúel Karl Ólason skrifar 28. febrúar 2017 11:36 Donald Trump og Barack Obama. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sakað Barack Obama og „hans fólk“ um að skipuleggja mótmæli víða um öll Bandaríkin sem beinast gegn Trump og Repúblikanaflokknum. Forsetinn sakaði Obama og bandamenn hans einnig um umfangsmikla upplýsingaleka til fjölmiðla. Hluti af viðtali við Trump á Fox hefur verið birtur og þar spyr fréttamaður forsetann út í mögulega aðkomu að mótmælunum og lekunum og ýjar að því, án nokkurra sannanna, að svo sé.Trump sagðist telja að Obama stæði á bak við mótmælin og þetta væri bara hluti af eðlilegum stjórnmálum. Repúblikanar hafa sakað fyrrverandi forsetann um skipuleggja mótmæli í gegnum samtök sín sem heita Organizing for Action. Þingmenn flokksins hafa orðið fyrir mótmælum og aðkasti í umdæmum sínum undanfarna daga.Hjá OFA starfa fjórtán manns, samkvæmt CNN, sem vinna við að þjálfa og kenna fólki hvernig skipuleggja eigi mótmæli og annað. Það gera sömuleiðis fjölmörg önnur samtök. Lekar til fjölmiðla hafa leikið Trump og ríkisstjórn hans grátt síðan hann tók við embætti í janúar.Trump hefur margsinnis tjáð sig um þá og segir þá ógna öryggi Bandaríkjanna. Þar að auki hefur hann skammast út í Alríkislögreglu Bandaríkjanna fyrir að stöðva ekki lekana, en annars kallar hann fréttir sem byggja á þessum lekum sem hann vill stöðva „falsfréttir“ og hefur sakað fjölmiðla um að ljúga til um heimildarmenn sína. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sakað Barack Obama og „hans fólk“ um að skipuleggja mótmæli víða um öll Bandaríkin sem beinast gegn Trump og Repúblikanaflokknum. Forsetinn sakaði Obama og bandamenn hans einnig um umfangsmikla upplýsingaleka til fjölmiðla. Hluti af viðtali við Trump á Fox hefur verið birtur og þar spyr fréttamaður forsetann út í mögulega aðkomu að mótmælunum og lekunum og ýjar að því, án nokkurra sannanna, að svo sé.Trump sagðist telja að Obama stæði á bak við mótmælin og þetta væri bara hluti af eðlilegum stjórnmálum. Repúblikanar hafa sakað fyrrverandi forsetann um skipuleggja mótmæli í gegnum samtök sín sem heita Organizing for Action. Þingmenn flokksins hafa orðið fyrir mótmælum og aðkasti í umdæmum sínum undanfarna daga.Hjá OFA starfa fjórtán manns, samkvæmt CNN, sem vinna við að þjálfa og kenna fólki hvernig skipuleggja eigi mótmæli og annað. Það gera sömuleiðis fjölmörg önnur samtök. Lekar til fjölmiðla hafa leikið Trump og ríkisstjórn hans grátt síðan hann tók við embætti í janúar.Trump hefur margsinnis tjáð sig um þá og segir þá ógna öryggi Bandaríkjanna. Þar að auki hefur hann skammast út í Alríkislögreglu Bandaríkjanna fyrir að stöðva ekki lekana, en annars kallar hann fréttir sem byggja á þessum lekum sem hann vill stöðva „falsfréttir“ og hefur sakað fjölmiðla um að ljúga til um heimildarmenn sína.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira