ESB ósátt við einleik Bandaríkjanna í refsiaðgerðum gegn Rússum Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2017 14:12 Jean-Claude Juncker gagnrýnir Bandaríkin vegna frumvarps um að herða refsiaðgerðir gegn Rússum. Vísir/AFP Evrópusambandið gæti gripið til ráðstafana til að vinna gegn hertum refsiaðgerðum gegn Rússlandi sem bandarískir þingmenn samþykktu í gær. Forsvarsmenn sambandsins eru ósáttir við að með þeim sé vestræn samstaða rofin og orkuöryggis aðildarríkjanna ógnað. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti að herða refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innlimunar Krímskaga og afskipta af bandarísku forsetakosningunum í gær. „Bandaríska frumvarpið gæti haft ófyrirséð áhrif sá orkuöryggis Evrópusambandsins,“ sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í yfirlýsingu í dag.Sjá einnig:Rússar óánægðir með hertar refsiaðgerðir Taki Bandaríkin ekki tillit til athugasemda sambandsins muni það grípa til aðgerða á næstu dögum. Óttast evrópskir ráðamenn að refsiaðgerðirnar ógni olíu- og gasviðskiptum við Rússa sem Evrópulönd reiða sig á, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „„Bandaríkin fyrst“ getur ekki þýtt að hagsmunir Evrópu séu í síðasta sæti,“ sagði Juncker og vísaði til slagorðs Donalds Trump forseta.Gætu reynt að fá undanþágu fyrir evrópsk orkufyrirtækiTrump er raunar sagður andsnúinn hertum refsiaðgerðum en hann hefur viljað lappa upp á samskiptin við rússnesk stjórnvöld. Það hefur þó reynst viðkvæmt í ljósi þess að bandaríska leyniþjónustan telur Rússa hafa beitt sér í forsetakosningunum í fyrra til að tryggja Trump sigur, meðal annars með því að brjótast inn í tölvukerfi Demókrataflokksins og leka upplýsingum þaðan. Embættismenn ESB segja að þeir gætu reynt að koma í veg fyrir að refsiaðgerðum verði beitt eða þrýst á bandarísk stjórnvöld um að evrópsk orkufyrirtæki verði undanþegin þeim. Þeir gætu einnig lagt fram kvörtun við Alþjóðaviðskiptastofnunina. Öldungadeild Bandaríkjaþings á enn eftir að samþykkja frumvarpið og óvíst er hvort að Trump muni beita neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að hertar refsiaðgerðir verði að lögum. Samkvæmt einu ákvæða laganna þyrfti Trump leyfi frá þinginu til að aflétta refsiaðgerðunum. Tengdar fréttir Herða þvinganir gegn Rússum þvert á mótmæli Trump Hvíta húsið segir nýtt frumvarp draga úr völdum forsetans. 25. júlí 2017 23:30 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Evrópusambandið gæti gripið til ráðstafana til að vinna gegn hertum refsiaðgerðum gegn Rússlandi sem bandarískir þingmenn samþykktu í gær. Forsvarsmenn sambandsins eru ósáttir við að með þeim sé vestræn samstaða rofin og orkuöryggis aðildarríkjanna ógnað. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti að herða refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innlimunar Krímskaga og afskipta af bandarísku forsetakosningunum í gær. „Bandaríska frumvarpið gæti haft ófyrirséð áhrif sá orkuöryggis Evrópusambandsins,“ sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í yfirlýsingu í dag.Sjá einnig:Rússar óánægðir með hertar refsiaðgerðir Taki Bandaríkin ekki tillit til athugasemda sambandsins muni það grípa til aðgerða á næstu dögum. Óttast evrópskir ráðamenn að refsiaðgerðirnar ógni olíu- og gasviðskiptum við Rússa sem Evrópulönd reiða sig á, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „„Bandaríkin fyrst“ getur ekki þýtt að hagsmunir Evrópu séu í síðasta sæti,“ sagði Juncker og vísaði til slagorðs Donalds Trump forseta.Gætu reynt að fá undanþágu fyrir evrópsk orkufyrirtækiTrump er raunar sagður andsnúinn hertum refsiaðgerðum en hann hefur viljað lappa upp á samskiptin við rússnesk stjórnvöld. Það hefur þó reynst viðkvæmt í ljósi þess að bandaríska leyniþjónustan telur Rússa hafa beitt sér í forsetakosningunum í fyrra til að tryggja Trump sigur, meðal annars með því að brjótast inn í tölvukerfi Demókrataflokksins og leka upplýsingum þaðan. Embættismenn ESB segja að þeir gætu reynt að koma í veg fyrir að refsiaðgerðum verði beitt eða þrýst á bandarísk stjórnvöld um að evrópsk orkufyrirtæki verði undanþegin þeim. Þeir gætu einnig lagt fram kvörtun við Alþjóðaviðskiptastofnunina. Öldungadeild Bandaríkjaþings á enn eftir að samþykkja frumvarpið og óvíst er hvort að Trump muni beita neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að hertar refsiaðgerðir verði að lögum. Samkvæmt einu ákvæða laganna þyrfti Trump leyfi frá þinginu til að aflétta refsiaðgerðunum.
Tengdar fréttir Herða þvinganir gegn Rússum þvert á mótmæli Trump Hvíta húsið segir nýtt frumvarp draga úr völdum forsetans. 25. júlí 2017 23:30 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Herða þvinganir gegn Rússum þvert á mótmæli Trump Hvíta húsið segir nýtt frumvarp draga úr völdum forsetans. 25. júlí 2017 23:30