Hallbera: Ég geng sátt frá borði og sé ekki eftir neinu 26. júlí 2017 22:33 Hallbera í baráttunni um boltann í leiknum á móti Sviss visir/getty „Maður getur ekkert farið að greina leikinn núna. Þetta er búið og við kláruðum þetta ekki eins og að við ætluðum að gera,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir við Kolbein Tuma Daðason, fréttamann Vísis og aðra fréttamenn, eftir svekkjandi 3-0 tap gegn Austurríki í kvöld. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, talaði um að liðið hafi ekki verið andlega tilbúnar og búnar á því fyrir leikinn eftir það sem á undan hafði gengið. Hallbera segist ekki hafa átt erfitt með að fókusera á leikinn. „Ekki fyrir mig persónulega, en ég get ekki talað fyrir aðra leikmenn sem voru inni á vellinum. Ég var 100% klár í slaginn og sé í rauninni ekki eftir neinu sem ég gerði í leiknum . Ég lagði allt í þetta og veit að þær sem voru með mér inni á vellinum gerðu það líka. Þetta fór þannig að við drullutöpuðum í kvöld. Það er auðvitað leiðinlegt, við ætluðum að vinna leikinn fyrir fólkið sem hefur verið að styðja við bakið á okkur. Það átti meira skilið, en ég veit ekki það er rosalega erfitt að útskýra hvað gerðist.“ Fyrir mótið var austurríska liðið ekki hátt skrifað en hafa komið á óvart á mótinu. Aðspurð hvort að þetta sé munurinn á liðunum segir Hallbera að svo sé ekki. „Nei mér finnst það ekki. Eins og þú sást kannski mörkin sem við fengum á okkur - þetta var ekki beint glæsilegt. Mér fannst við eiga að gera betur, við verðum að halda betur í boltann, ég held að það sé það sem að við verðum að gera í staðinn fyrir að fara strax upp í fyrstu sókn og ætla að fara að gera eitthvað þar en það er bara hrós til þeirra að koma og vinna þennan riðil og það er auðvitað bara vel gert hjá þeim - þær eru með flott lið,“ sagði Hallbera. Stutt uppgjör á mótinu er hreinlega bara vonbrigði og Hallbera er sammála því. „Jú auðvitað. Við komum með háleit markmið, kannski voru þau full háleit að margra mati en við höfðum trú á þessu. Þá er auðvitað full hart að detta svona niður á jörðina aftur en ég meina, ef og hefði, ég meina ef við hefðum tekið stig úr fyrsta leiknum á móti Frökkum - hvað þá? Það er stutt á milli í þessu en frammistaðan í kvöld var allavega ekki til þess að muna eftir,“ sagði Hallbera Guðný. Íslenska liðið breytti um leikkerfi fyrir mótið og misstu lykilmenn í meiðsli en var þá einhver innistæða fyrir þessum háleitu markmiðum? „Já mér finnst það. Mér finnst við hafa góða leikmenn og við misstum út mjög góða leikmenn á móti. Það er ekki eins og við höfum verið að drullutapa nema í leiknum í kvöld, við erum ekkert þannig séð mjög langt frá þessu. Ef það hefði kannski dottið með okkur það sem datt á móti okkur þá gæti þetta hafa farið öðruvísi. Auðvitað komum við inn í þetta og við ætlum að setja okkur áfram háleit markmið, alveg á sama hvaða mót við erum að fara.“ Hallbera spilað alla leiki Íslands á mótinu, en hvernig fannst henni eigin frammistaða í leikjunum? „Ég veit það ekki, bara svona bæði og. Ég allavega er búin að leggja mig alla 100% í alla þessa leiki, búin að hlaupa úr mér lifur og lungu. Við vorum ekki að ná upp miklu flæði í spilið, þannig að það lendir kannski svolítið á mér að maður sé að hlaupa mikið upp og niður. Auðvitað vill maður vera meira í boltanum og þannig en ég geng sátt frá borði og sé ekki eftir neinu,“ sagði Hallbera að lokum. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Harpa: Erfiðasti leikur sem við höfum spilað saman sem lið Harpa Þorsteinsdóttir var svekkt með 3-0 tapið gegn Austurríki í kvöld. Þrátt fyrir erfitt mót er hún sátt við margt sem Ísland gerði á mótinu. 26. júlí 2017 21:25 Guðbjörg: Freysi er besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, var mjög vonsvikin eftir 3-0 tapið gegn Austurríki fyrr í kvöld. 26. júlí 2017 21:58 Sif: Mér finnst við ekki hafa setið eftir Sif Atladóttir, miðvörður íslenska liðsins, gaf að venju allt sitt í leikinn en gat ekki komið í veg fyrir 3-0 tap á móti Austurríki í lokaleik íslenska liðsins á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 22:21 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Sara: Kannski var hausinn farinn Landsliðsfyrirliðinn viðurkennir að gæðamunur var á Íslandi og Austurríki í kvöld. 26. júlí 2017 22:24 Glódís: Náðum kannski ekki nógu góðri stjórn á tilfinningunum eftir Sviss-leikinn Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir tapið fyrir Austurríki í kvöld. 26. júlí 2017 22:12 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
„Maður getur ekkert farið að greina leikinn núna. Þetta er búið og við kláruðum þetta ekki eins og að við ætluðum að gera,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir við Kolbein Tuma Daðason, fréttamann Vísis og aðra fréttamenn, eftir svekkjandi 3-0 tap gegn Austurríki í kvöld. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, talaði um að liðið hafi ekki verið andlega tilbúnar og búnar á því fyrir leikinn eftir það sem á undan hafði gengið. Hallbera segist ekki hafa átt erfitt með að fókusera á leikinn. „Ekki fyrir mig persónulega, en ég get ekki talað fyrir aðra leikmenn sem voru inni á vellinum. Ég var 100% klár í slaginn og sé í rauninni ekki eftir neinu sem ég gerði í leiknum . Ég lagði allt í þetta og veit að þær sem voru með mér inni á vellinum gerðu það líka. Þetta fór þannig að við drullutöpuðum í kvöld. Það er auðvitað leiðinlegt, við ætluðum að vinna leikinn fyrir fólkið sem hefur verið að styðja við bakið á okkur. Það átti meira skilið, en ég veit ekki það er rosalega erfitt að útskýra hvað gerðist.“ Fyrir mótið var austurríska liðið ekki hátt skrifað en hafa komið á óvart á mótinu. Aðspurð hvort að þetta sé munurinn á liðunum segir Hallbera að svo sé ekki. „Nei mér finnst það ekki. Eins og þú sást kannski mörkin sem við fengum á okkur - þetta var ekki beint glæsilegt. Mér fannst við eiga að gera betur, við verðum að halda betur í boltann, ég held að það sé það sem að við verðum að gera í staðinn fyrir að fara strax upp í fyrstu sókn og ætla að fara að gera eitthvað þar en það er bara hrós til þeirra að koma og vinna þennan riðil og það er auðvitað bara vel gert hjá þeim - þær eru með flott lið,“ sagði Hallbera. Stutt uppgjör á mótinu er hreinlega bara vonbrigði og Hallbera er sammála því. „Jú auðvitað. Við komum með háleit markmið, kannski voru þau full háleit að margra mati en við höfðum trú á þessu. Þá er auðvitað full hart að detta svona niður á jörðina aftur en ég meina, ef og hefði, ég meina ef við hefðum tekið stig úr fyrsta leiknum á móti Frökkum - hvað þá? Það er stutt á milli í þessu en frammistaðan í kvöld var allavega ekki til þess að muna eftir,“ sagði Hallbera Guðný. Íslenska liðið breytti um leikkerfi fyrir mótið og misstu lykilmenn í meiðsli en var þá einhver innistæða fyrir þessum háleitu markmiðum? „Já mér finnst það. Mér finnst við hafa góða leikmenn og við misstum út mjög góða leikmenn á móti. Það er ekki eins og við höfum verið að drullutapa nema í leiknum í kvöld, við erum ekkert þannig séð mjög langt frá þessu. Ef það hefði kannski dottið með okkur það sem datt á móti okkur þá gæti þetta hafa farið öðruvísi. Auðvitað komum við inn í þetta og við ætlum að setja okkur áfram háleit markmið, alveg á sama hvaða mót við erum að fara.“ Hallbera spilað alla leiki Íslands á mótinu, en hvernig fannst henni eigin frammistaða í leikjunum? „Ég veit það ekki, bara svona bæði og. Ég allavega er búin að leggja mig alla 100% í alla þessa leiki, búin að hlaupa úr mér lifur og lungu. Við vorum ekki að ná upp miklu flæði í spilið, þannig að það lendir kannski svolítið á mér að maður sé að hlaupa mikið upp og niður. Auðvitað vill maður vera meira í boltanum og þannig en ég geng sátt frá borði og sé ekki eftir neinu,“ sagði Hallbera að lokum.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Harpa: Erfiðasti leikur sem við höfum spilað saman sem lið Harpa Þorsteinsdóttir var svekkt með 3-0 tapið gegn Austurríki í kvöld. Þrátt fyrir erfitt mót er hún sátt við margt sem Ísland gerði á mótinu. 26. júlí 2017 21:25 Guðbjörg: Freysi er besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, var mjög vonsvikin eftir 3-0 tapið gegn Austurríki fyrr í kvöld. 26. júlí 2017 21:58 Sif: Mér finnst við ekki hafa setið eftir Sif Atladóttir, miðvörður íslenska liðsins, gaf að venju allt sitt í leikinn en gat ekki komið í veg fyrir 3-0 tap á móti Austurríki í lokaleik íslenska liðsins á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 22:21 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Sara: Kannski var hausinn farinn Landsliðsfyrirliðinn viðurkennir að gæðamunur var á Íslandi og Austurríki í kvöld. 26. júlí 2017 22:24 Glódís: Náðum kannski ekki nógu góðri stjórn á tilfinningunum eftir Sviss-leikinn Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir tapið fyrir Austurríki í kvöld. 26. júlí 2017 22:12 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Harpa: Erfiðasti leikur sem við höfum spilað saman sem lið Harpa Þorsteinsdóttir var svekkt með 3-0 tapið gegn Austurríki í kvöld. Þrátt fyrir erfitt mót er hún sátt við margt sem Ísland gerði á mótinu. 26. júlí 2017 21:25
Guðbjörg: Freysi er besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, var mjög vonsvikin eftir 3-0 tapið gegn Austurríki fyrr í kvöld. 26. júlí 2017 21:58
Sif: Mér finnst við ekki hafa setið eftir Sif Atladóttir, miðvörður íslenska liðsins, gaf að venju allt sitt í leikinn en gat ekki komið í veg fyrir 3-0 tap á móti Austurríki í lokaleik íslenska liðsins á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 22:21
Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30
Sara: Kannski var hausinn farinn Landsliðsfyrirliðinn viðurkennir að gæðamunur var á Íslandi og Austurríki í kvöld. 26. júlí 2017 22:24
Glódís: Náðum kannski ekki nógu góðri stjórn á tilfinningunum eftir Sviss-leikinn Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir tapið fyrir Austurríki í kvöld. 26. júlí 2017 22:12
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu