Guðbjörg: Freysi er besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft Elías Orri Njarðarson skrifar 26. júlí 2017 21:58 Guðbjörg stóð í markinu í öllum leikjum Íslands á mótinu visir/getty Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð í marki Íslands í 3-0 tapi gegn Austurríki á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Hollandi. Lið Íslands tapaði öllum leikjunum í riðlinum og var þetta því síðasti leikur liðsins á mótinu. Guðbjörg segir niðurstöðuna úr leiknum vera gríðarleg vonbrigði. „Vonbrigði að sjálfsögðu að vinna ekki leikinn, bara gríðaleg vonbrigði,“ sagði Guðbjörg í samtali við Tómas Þór Þórðarson, fréttamann Vísis, eftir leikinn í kvöld. Leikmenn Íslands settu pressu á sig sjálfa fyrir leikinn en þær höfðu gefið það út að þær ætluðu sér að vinna hann. Það var hinsvegar ekki að sjá það á vellinum í dag en það virtist sem að leikmenn Íslands hafi verið stressaðir og ekki liðið vel inni á vellinum í kvöld. „Við förum í alla leiki til þess að vinna. Stolt okkar var í húfi. Ég get ekki útskýrt afhverju það var svona mikið stress, við vorum búnar að tala um að reyna að spila betur. Við erum kannski ekki lengra komnar í uppspilinu en þetta, þá að við þurfum ekki að halda boltanum og létum okkur leiðast í einhverja gildru hjá þeim,“ sagði Guðbjörg. Aðspurð um hvort að henni þyki Ísland eiga langt í land með að komast upp úr riðli á stórmóti segir hún svo ekki vera. „Mér finnst við miklu betri en við sýndum á þessu móti. Það er rosalega erfitt að finna ástæðuna akkúrat núna, við vorum ótrúlega vel undirbúnar. Freysi er sennilega besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft, ég hef komið víða við á löngum ferli og hann gerði virkilega allt til þess að við værum eins vel undirbúnar og mögulegt var og hann átti miklu meira skilið úr þessu móti. Maður fær hálf illt í hjartað að hafa ekki getað gefið honum það sem hann átti skilið,“ sagði Guðbjörg svekkt. Austurríska liðið hefur verið á eftir því íslenska í töluverðan tíma en hafa verið á góðri siglingu undanfarin ár. Þær voru mun betri en íslenska liðið í kvöld en er það áhyggjuefni fyrir íslenska liðið? „Jú, kannski. Það er samt ekki bara Austurríki sem hefur verið á siglingu seinustu ár heldur mörg lið. Ekki samt að það sé nein afsökun en auðvitað er erfiðara að fara inn í leik þegar maður er að ströggla með „andlegan-balance“ eftir síðasta leik, við vorum náttúrulega dottnar út og þær að berjast um að komast áfram. Það er erfiðara að gíra sig upp í þennan leik þótt að mér fannst við virkilega stíga upp og reyna að sýna okkar innri íþróttamann og gera þetta almennilega. Við ætluðum svo sannarlega að sýna betri leik en við gerðum hér í kvöld,“ sagði Guðbjörg að lokum við Tómas. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu 2017. Sama hvað gerist í Kastalanum í Rotterdam – íslenska liðið er á heimleið. Stelpurnar ætla sér sigur og að yfirgefa Holland með stolti. 26. júlí 2017 06:00 Freyr: Stundum eins og við séum að kreista vatn úr steini Ísland steinlá fyrir Austurríki í þriðja og síðasta leik sínum á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 21:05 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Freyr: Liðið höndlaði vonbrigðin eftir laugardaginn mjög illa Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var afar ósáttur með frammistöðuna í 0-3 tapinu fyrir Austurríki í kvöld. Þetta var síðasti leikur Íslands á EM en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu. 26. júlí 2017 21:37 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð í marki Íslands í 3-0 tapi gegn Austurríki á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Hollandi. Lið Íslands tapaði öllum leikjunum í riðlinum og var þetta því síðasti leikur liðsins á mótinu. Guðbjörg segir niðurstöðuna úr leiknum vera gríðarleg vonbrigði. „Vonbrigði að sjálfsögðu að vinna ekki leikinn, bara gríðaleg vonbrigði,“ sagði Guðbjörg í samtali við Tómas Þór Þórðarson, fréttamann Vísis, eftir leikinn í kvöld. Leikmenn Íslands settu pressu á sig sjálfa fyrir leikinn en þær höfðu gefið það út að þær ætluðu sér að vinna hann. Það var hinsvegar ekki að sjá það á vellinum í dag en það virtist sem að leikmenn Íslands hafi verið stressaðir og ekki liðið vel inni á vellinum í kvöld. „Við förum í alla leiki til þess að vinna. Stolt okkar var í húfi. Ég get ekki útskýrt afhverju það var svona mikið stress, við vorum búnar að tala um að reyna að spila betur. Við erum kannski ekki lengra komnar í uppspilinu en þetta, þá að við þurfum ekki að halda boltanum og létum okkur leiðast í einhverja gildru hjá þeim,“ sagði Guðbjörg. Aðspurð um hvort að henni þyki Ísland eiga langt í land með að komast upp úr riðli á stórmóti segir hún svo ekki vera. „Mér finnst við miklu betri en við sýndum á þessu móti. Það er rosalega erfitt að finna ástæðuna akkúrat núna, við vorum ótrúlega vel undirbúnar. Freysi er sennilega besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft, ég hef komið víða við á löngum ferli og hann gerði virkilega allt til þess að við værum eins vel undirbúnar og mögulegt var og hann átti miklu meira skilið úr þessu móti. Maður fær hálf illt í hjartað að hafa ekki getað gefið honum það sem hann átti skilið,“ sagði Guðbjörg svekkt. Austurríska liðið hefur verið á eftir því íslenska í töluverðan tíma en hafa verið á góðri siglingu undanfarin ár. Þær voru mun betri en íslenska liðið í kvöld en er það áhyggjuefni fyrir íslenska liðið? „Jú, kannski. Það er samt ekki bara Austurríki sem hefur verið á siglingu seinustu ár heldur mörg lið. Ekki samt að það sé nein afsökun en auðvitað er erfiðara að fara inn í leik þegar maður er að ströggla með „andlegan-balance“ eftir síðasta leik, við vorum náttúrulega dottnar út og þær að berjast um að komast áfram. Það er erfiðara að gíra sig upp í þennan leik þótt að mér fannst við virkilega stíga upp og reyna að sýna okkar innri íþróttamann og gera þetta almennilega. Við ætluðum svo sannarlega að sýna betri leik en við gerðum hér í kvöld,“ sagði Guðbjörg að lokum við Tómas.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu 2017. Sama hvað gerist í Kastalanum í Rotterdam – íslenska liðið er á heimleið. Stelpurnar ætla sér sigur og að yfirgefa Holland með stolti. 26. júlí 2017 06:00 Freyr: Stundum eins og við séum að kreista vatn úr steini Ísland steinlá fyrir Austurríki í þriðja og síðasta leik sínum á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 21:05 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Freyr: Liðið höndlaði vonbrigðin eftir laugardaginn mjög illa Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var afar ósáttur með frammistöðuna í 0-3 tapinu fyrir Austurríki í kvöld. Þetta var síðasti leikur Íslands á EM en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu. 26. júlí 2017 21:37 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu 2017. Sama hvað gerist í Kastalanum í Rotterdam – íslenska liðið er á heimleið. Stelpurnar ætla sér sigur og að yfirgefa Holland með stolti. 26. júlí 2017 06:00
Freyr: Stundum eins og við séum að kreista vatn úr steini Ísland steinlá fyrir Austurríki í þriðja og síðasta leik sínum á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 21:05
Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30
Freyr: Liðið höndlaði vonbrigðin eftir laugardaginn mjög illa Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var afar ósáttur með frammistöðuna í 0-3 tapinu fyrir Austurríki í kvöld. Þetta var síðasti leikur Íslands á EM en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu. 26. júlí 2017 21:37
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu