Spennt fyrir því að fá Íslendinga til Rússlands Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. október 2017 06:00 Berglind segir að íslenska landsliðið og íslenskir stuðningsmenn hafi verið talsvert til umfjöllunar í rússneskum fjölmiðlum. vísir/eyþór „Það var auðvitað mikil vinna í kringum þetta í fyrra en þetta var bara svo gaman. Og það er allt svo jákvætt í kringum fótboltann. Það er það sem gerir þetta svona skemmtilegt,“ segir Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi. Nú þegar eru ferðaskrifstofur byrjaðar að undirbúa ferðir frá Íslandi til Rússlands á HM í sumar og Berglind er byrjuð að undirbúa komu Íslendinganna.Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi.vísir/anton brinkBerglind var líka sendiherra í Frakklandi þegar EM fór þar fram árið 2016 og þekkir því til verka. Hún segist vera mjög spennt fyrir því að taka á móti Íslendingum til Rússlands Berglind segir rússneska fjölmiðla hafa fjallað talsvert um úrslitin í leiknum á móti Kosovo á mánudaginn og þá staðreynd að íslenska landsliðið sé að fara til Rússlands. Rússar séu bæði mjög hrifnir af íslenska landsliðinu og íslensku stuðningsmönnunum. „Þær eru svo jákvæðar, fréttirnar hérna,“ segir Berglind. Berglind segir að ef staðan næsta sumar verði eins og í fyrra, að þúsundir eða jafnvel tugþúsundir Íslendinga fylgi íslenska liðinu út þá útheimti það talsverða vinnu fyrir sendiráðið. „Þetta er allt flóknara hér heldur en í Frakklandi þar sem margir Íslendingar hafa verið,“ segir Berglind. Rússland sé mjög stórt land með mismunandi tímabelti. Á þeim stöðum þar sem áætlað er að keppt verði á HM sé allt frá tveggja tíma mismunur við Ísland og upp í fimm tíma mismunur. Verkefni sendiherrans er að sinna borgaralegri þjónustu, veita aðstoð ef fólk týnir vegabréfi eða kemst í kast við lögin. Berglind segist búa vel að reynslunni frá því á EM í Frakklandi. „Það gekk alveg einstaklega vel og það urðu engar stórar uppákomur allan þennan tíma,“ segir hún. Á þeim tíma var bæði eftirlit í sendiráðinu og þar sem leikirnir fóru fram og Berglind býst við að það verði gert eins núna. „Það eru bara þessar miklu vegalengdir, þetta er allt miklu dreifðara og við vitum ekkert fyrr en 1. desember hvar leikirnir verða,“ segir Berglind og bætir við að þúsundir kílómetra geti verið á milli leikvanganna sem keppt er á. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58 Vegabréfsáritanir óþarfar vegna HM í Rússlandi Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem leggja leið sína til Rússlands geta sótt um svokallan stuðningsmannapassa, eða "Fan-ID“. 10. október 2017 18:18 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Sjá meira
„Það var auðvitað mikil vinna í kringum þetta í fyrra en þetta var bara svo gaman. Og það er allt svo jákvætt í kringum fótboltann. Það er það sem gerir þetta svona skemmtilegt,“ segir Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi. Nú þegar eru ferðaskrifstofur byrjaðar að undirbúa ferðir frá Íslandi til Rússlands á HM í sumar og Berglind er byrjuð að undirbúa komu Íslendinganna.Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi.vísir/anton brinkBerglind var líka sendiherra í Frakklandi þegar EM fór þar fram árið 2016 og þekkir því til verka. Hún segist vera mjög spennt fyrir því að taka á móti Íslendingum til Rússlands Berglind segir rússneska fjölmiðla hafa fjallað talsvert um úrslitin í leiknum á móti Kosovo á mánudaginn og þá staðreynd að íslenska landsliðið sé að fara til Rússlands. Rússar séu bæði mjög hrifnir af íslenska landsliðinu og íslensku stuðningsmönnunum. „Þær eru svo jákvæðar, fréttirnar hérna,“ segir Berglind. Berglind segir að ef staðan næsta sumar verði eins og í fyrra, að þúsundir eða jafnvel tugþúsundir Íslendinga fylgi íslenska liðinu út þá útheimti það talsverða vinnu fyrir sendiráðið. „Þetta er allt flóknara hér heldur en í Frakklandi þar sem margir Íslendingar hafa verið,“ segir Berglind. Rússland sé mjög stórt land með mismunandi tímabelti. Á þeim stöðum þar sem áætlað er að keppt verði á HM sé allt frá tveggja tíma mismunur við Ísland og upp í fimm tíma mismunur. Verkefni sendiherrans er að sinna borgaralegri þjónustu, veita aðstoð ef fólk týnir vegabréfi eða kemst í kast við lögin. Berglind segist búa vel að reynslunni frá því á EM í Frakklandi. „Það gekk alveg einstaklega vel og það urðu engar stórar uppákomur allan þennan tíma,“ segir hún. Á þeim tíma var bæði eftirlit í sendiráðinu og þar sem leikirnir fóru fram og Berglind býst við að það verði gert eins núna. „Það eru bara þessar miklu vegalengdir, þetta er allt miklu dreifðara og við vitum ekkert fyrr en 1. desember hvar leikirnir verða,“ segir Berglind og bætir við að þúsundir kílómetra geti verið á milli leikvanganna sem keppt er á.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58 Vegabréfsáritanir óþarfar vegna HM í Rússlandi Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem leggja leið sína til Rússlands geta sótt um svokallan stuðningsmannapassa, eða "Fan-ID“. 10. október 2017 18:18 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Sjá meira
Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58
Vegabréfsáritanir óþarfar vegna HM í Rússlandi Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem leggja leið sína til Rússlands geta sótt um svokallan stuðningsmannapassa, eða "Fan-ID“. 10. október 2017 18:18