Hafa barist fyrir sama málinu í sextán ár Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. febrúar 2017 06:00 Stöðugar breytingar verða á verslunarneti ÁTVR, en verslanirnar eru nú tæplega 50. Þessi mynd var tekin þegar ný verslun var opnuð í Spönginni. vísir/vilhelm Að minnsta kosti fjórir þingmenn höfðu flutt frumvörp um afnám á einkarétti ríkisins til smásölu áfengis áður en Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði sitt frumvarp fram fyrir helgi. Sumir hafa flutt frumvörpin oftar en einu sinni. Fyrstur til að flytja slíkt frumvarp var Vilhjálmur Egilsson árið 2001. Á eftir honum komu svo Guðlaugur Þór Þórðarson, Sigurður Kári Kristjánsson og svo Vilhjálmur Árnason.Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis.vísir/eyþórFrumvörpin hafa verið með ólíkum áherslum. Ýmist er lagt til að einungis verði afnuminn einkaréttur á sölu léttvíns og bjórs eða þá að einkaaðilar eigi að geta selt allar tegundir áfengis í smásölu til jafns við ÁTVR. Þá er ýmist lagt til að afnema einkarétt ÁTVR á smásölu áfengis eða að leggja ÁTVR hreinlega niður. Nú er hins vegar verið að leggja frumvarpið fram í sama búningi og í þriðja skiptið. Lagt er til að afnema einkarétt ÁTVR á smásölu áfengis. Meðflutningsmenn Teits Björns eru þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Viðreisn, Pírötum og Bjartri framtíð. Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, segir fjölmörg þingmannamál vera lögð fram á Alþingi án þess að þau séu afgreidd. Það hafi komið til umræðu að bregðast við þessu með því að breyta löggjöfinni þannig að þingmál lifi á milli þinga. „Það er að segja að mál sem eru komin inn í nefnd og til umfjöllunar haldi áfram í þeirri umfjöllun,“ segir Unnur en tekur jafnframt fram að slík breyting hafi þó ekki náð fram að ganga. Þegar Unnur Brá tjáði sig um sambærilegt áfengisfrumvarp árið 2014 fagnaði hún því að frumvarpið hefði verið lagt fram. „Ég vona svo sannarlega, herra forseti, að þetta mál komist það langt að það fari í atkvæðagreiðslu í þingsalnum,“ sagði hún þá í þingræðu. Nú segist Unnur Brá í samtali við Fréttablaðið ekki geta beitt sér fyrir því að þingmálið verði afgreitt frá Alþingi, hvort sem það yrði samþykkt eða fellt. „Forseti Alþingis er forseti allra þingmanna. Hann beitir sér ekki fyrir einu máli frekar en öðru eftir því hvaða persónulegu skoðanir hann hefur.“ Áherslur þingflokkanna skipti meira máli varðandi það hvaða þingmannamál verði tekin á dagskrá. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Má búast við átökum um áfengisfrumvarp Ekki ríkir einhugur um frumvarp sem myndi heimila verslunum að selja áfengi innan þeirra flokka sem eiga flutningsmenn að frumvarpinu. 3. febrúar 2017 07:00 Telja að áfengisfrumvarpið nái nú í gegn Flutningsmenn nýs áfengisfrumvarps eru bjartsýnir á að málið nái í gegn. Stærsti munurinn á því og fyrri frumvörpum snýr að auglýsingum og aðgreiningu. 4. febrúar 2017 07:00 Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira
Að minnsta kosti fjórir þingmenn höfðu flutt frumvörp um afnám á einkarétti ríkisins til smásölu áfengis áður en Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði sitt frumvarp fram fyrir helgi. Sumir hafa flutt frumvörpin oftar en einu sinni. Fyrstur til að flytja slíkt frumvarp var Vilhjálmur Egilsson árið 2001. Á eftir honum komu svo Guðlaugur Þór Þórðarson, Sigurður Kári Kristjánsson og svo Vilhjálmur Árnason.Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis.vísir/eyþórFrumvörpin hafa verið með ólíkum áherslum. Ýmist er lagt til að einungis verði afnuminn einkaréttur á sölu léttvíns og bjórs eða þá að einkaaðilar eigi að geta selt allar tegundir áfengis í smásölu til jafns við ÁTVR. Þá er ýmist lagt til að afnema einkarétt ÁTVR á smásölu áfengis eða að leggja ÁTVR hreinlega niður. Nú er hins vegar verið að leggja frumvarpið fram í sama búningi og í þriðja skiptið. Lagt er til að afnema einkarétt ÁTVR á smásölu áfengis. Meðflutningsmenn Teits Björns eru þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Viðreisn, Pírötum og Bjartri framtíð. Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, segir fjölmörg þingmannamál vera lögð fram á Alþingi án þess að þau séu afgreidd. Það hafi komið til umræðu að bregðast við þessu með því að breyta löggjöfinni þannig að þingmál lifi á milli þinga. „Það er að segja að mál sem eru komin inn í nefnd og til umfjöllunar haldi áfram í þeirri umfjöllun,“ segir Unnur en tekur jafnframt fram að slík breyting hafi þó ekki náð fram að ganga. Þegar Unnur Brá tjáði sig um sambærilegt áfengisfrumvarp árið 2014 fagnaði hún því að frumvarpið hefði verið lagt fram. „Ég vona svo sannarlega, herra forseti, að þetta mál komist það langt að það fari í atkvæðagreiðslu í þingsalnum,“ sagði hún þá í þingræðu. Nú segist Unnur Brá í samtali við Fréttablaðið ekki geta beitt sér fyrir því að þingmálið verði afgreitt frá Alþingi, hvort sem það yrði samþykkt eða fellt. „Forseti Alþingis er forseti allra þingmanna. Hann beitir sér ekki fyrir einu máli frekar en öðru eftir því hvaða persónulegu skoðanir hann hefur.“ Áherslur þingflokkanna skipti meira máli varðandi það hvaða þingmannamál verði tekin á dagskrá. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Má búast við átökum um áfengisfrumvarp Ekki ríkir einhugur um frumvarp sem myndi heimila verslunum að selja áfengi innan þeirra flokka sem eiga flutningsmenn að frumvarpinu. 3. febrúar 2017 07:00 Telja að áfengisfrumvarpið nái nú í gegn Flutningsmenn nýs áfengisfrumvarps eru bjartsýnir á að málið nái í gegn. Stærsti munurinn á því og fyrri frumvörpum snýr að auglýsingum og aðgreiningu. 4. febrúar 2017 07:00 Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira
Má búast við átökum um áfengisfrumvarp Ekki ríkir einhugur um frumvarp sem myndi heimila verslunum að selja áfengi innan þeirra flokka sem eiga flutningsmenn að frumvarpinu. 3. febrúar 2017 07:00
Telja að áfengisfrumvarpið nái nú í gegn Flutningsmenn nýs áfengisfrumvarps eru bjartsýnir á að málið nái í gegn. Stærsti munurinn á því og fyrri frumvörpum snýr að auglýsingum og aðgreiningu. 4. febrúar 2017 07:00
Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00