Má búast við átökum um áfengisfrumvarp Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. febrúar 2017 07:00 Ekki ríkir einhugur um áfengisfrumvarpið. Vísir/GVA Ekki ríkir einhugur um frumvarp sem myndi heimila verslunum að selja áfengi innan þeirra flokka sem eiga flutningsmenn að frumvarpinu. Flutningsmennirnir eru Teitur Björn Einarsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Hildur Sverrisdóttir úr Sjálfstæðisflokki, Pawel Bartoszek úr Viðreisn, Jón Þór Ólafsson, Ásta Guðrún Helgadóttir og Viktor Orri Valgarðsson úr Pírötum og Nichole Leigh Mosty úr Bjartri framtíð. Næði frumvarpið fram að ganga yrði verslunum heimilt að selja áfengi frá og með næstu áramótum, staða innlendra og erlendra aðila yrði jöfnuð þegar kæmi að auglýsingu áfengis og Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins yrði einfaldlega tóbaksverslun ríkisins. Frumvarp sama efnis dagaði upp á síðasta kjörtímabili.Lilja Dögg Alfreðsdóttirvísir/stefánÞingstyrkur flokkanna fjögurra er samtals 42 þingmenn. Tíu fleiri en þyrfti til þess að ná frumvarpinu í gegn. Hins vegar er ekki hægt að ganga að stuðningi allra þeirra þingmanna sem vísum. Þá lýstu margir þeirra þingmanna sem sitja fyrir hina þrjá flokkana á þingi, Framsókn, Vinstri græn og Samfylkingu, andstöðu við frumvarp sama efnis á síðasta kjörtímabili. „Ég mun greiða atkvæði á móti því. Ég hef haft þessa afstöðu mjög lengi og finnst þessu ágætlega fyrir komið. Það er ekki vandamál fyrir neinn að ná sér í vín,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og bætir við: „Ég er mjög íhaldssamur í þessum efnum.“ Ásmundur FriðrikssonEinar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, segist óviss um hver afstaða sín verði komi til atkvæðagreiðslu. „Ég er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun um það hvernig ég mun greiða atkvæði. Ég mun mjög líklega byggja þá ákvörðun mína á umsögnum landlæknis,“ segir Einar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokks, segist einnig óviss. „Það sem mun ráða minni afstöðu er hvað lýðheilsurannsóknir gefa til kynna að komi best út.“ Erfitt er að áætla hvort nægur stuðningur sé fyrir frumvarpinu þar sem einhverjir þingmenn eiga eftir að gera upp hug sinn. Þó er ljóst að tíu þingmenn þeirra flokka hverra flutningsmenn standa að frumvarpinu mættu greiða atkvæði gegn frumvarpinu án þess að málið yrði fellt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þingmenn fjögurra flokka vilja áfengi í verslanir Heimilt verður að selja áfengi í verslunum frá og með næstu áramótum verði frumvarp þingmanna fjögurra flokka að lögum. 2. febrúar 2017 18:30 Láta aftur reyna á áfengisfrumvarp Nýtt frumvarp um sölu áfengis í verslunum lagt fram á Alþingi. 2. febrúar 2017 11:53 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Ekki ríkir einhugur um frumvarp sem myndi heimila verslunum að selja áfengi innan þeirra flokka sem eiga flutningsmenn að frumvarpinu. Flutningsmennirnir eru Teitur Björn Einarsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Hildur Sverrisdóttir úr Sjálfstæðisflokki, Pawel Bartoszek úr Viðreisn, Jón Þór Ólafsson, Ásta Guðrún Helgadóttir og Viktor Orri Valgarðsson úr Pírötum og Nichole Leigh Mosty úr Bjartri framtíð. Næði frumvarpið fram að ganga yrði verslunum heimilt að selja áfengi frá og með næstu áramótum, staða innlendra og erlendra aðila yrði jöfnuð þegar kæmi að auglýsingu áfengis og Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins yrði einfaldlega tóbaksverslun ríkisins. Frumvarp sama efnis dagaði upp á síðasta kjörtímabili.Lilja Dögg Alfreðsdóttirvísir/stefánÞingstyrkur flokkanna fjögurra er samtals 42 þingmenn. Tíu fleiri en þyrfti til þess að ná frumvarpinu í gegn. Hins vegar er ekki hægt að ganga að stuðningi allra þeirra þingmanna sem vísum. Þá lýstu margir þeirra þingmanna sem sitja fyrir hina þrjá flokkana á þingi, Framsókn, Vinstri græn og Samfylkingu, andstöðu við frumvarp sama efnis á síðasta kjörtímabili. „Ég mun greiða atkvæði á móti því. Ég hef haft þessa afstöðu mjög lengi og finnst þessu ágætlega fyrir komið. Það er ekki vandamál fyrir neinn að ná sér í vín,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og bætir við: „Ég er mjög íhaldssamur í þessum efnum.“ Ásmundur FriðrikssonEinar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, segist óviss um hver afstaða sín verði komi til atkvæðagreiðslu. „Ég er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun um það hvernig ég mun greiða atkvæði. Ég mun mjög líklega byggja þá ákvörðun mína á umsögnum landlæknis,“ segir Einar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokks, segist einnig óviss. „Það sem mun ráða minni afstöðu er hvað lýðheilsurannsóknir gefa til kynna að komi best út.“ Erfitt er að áætla hvort nægur stuðningur sé fyrir frumvarpinu þar sem einhverjir þingmenn eiga eftir að gera upp hug sinn. Þó er ljóst að tíu þingmenn þeirra flokka hverra flutningsmenn standa að frumvarpinu mættu greiða atkvæði gegn frumvarpinu án þess að málið yrði fellt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þingmenn fjögurra flokka vilja áfengi í verslanir Heimilt verður að selja áfengi í verslunum frá og með næstu áramótum verði frumvarp þingmanna fjögurra flokka að lögum. 2. febrúar 2017 18:30 Láta aftur reyna á áfengisfrumvarp Nýtt frumvarp um sölu áfengis í verslunum lagt fram á Alþingi. 2. febrúar 2017 11:53 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Þingmenn fjögurra flokka vilja áfengi í verslanir Heimilt verður að selja áfengi í verslunum frá og með næstu áramótum verði frumvarp þingmanna fjögurra flokka að lögum. 2. febrúar 2017 18:30
Láta aftur reyna á áfengisfrumvarp Nýtt frumvarp um sölu áfengis í verslunum lagt fram á Alþingi. 2. febrúar 2017 11:53