Innlent

Óskað eftir vitnum að alvarlegu umferðarslysi á Bitruhálsi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var um mjög alvarlegt slys að ræða.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var um mjög alvarlegt slys að ræða. Vísir
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að alvarlegu umferðarslysi sem varð á Bitruhálsi á móts við Bæjarháls í gærmorgun, mánudaginn 4. desember, en tilkynning um slysið barst klukkan 10.09.

Þar varð karlmaður um þrítugt fyrir bifreið, sem var ekið austur Bæjarháls og síðan beygt norður Bitruháls með fyrrgreindum afleiðingum.

Lögreglan biður þá sem kunna að hafa orðið vitni að slysinu að hafa samband í síma 444 1000, en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið sverrir.pall@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×