„Ég á von á því að þetta muni breyta stjórnmálunum“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. nóvember 2017 10:45 Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir frá Viðreisn ræddu kynferðislegt áreiti í stjórnmálum og víðar í Bítinu í dag. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir frá Viðreisn ræddu kynferðislegt áreiti í stjórnmálum og víðar í Bítinu í dag. Heiða Björg stofnaði á föstudag Facebook hópinn Í skugga valdsins fyrir konur sem eru og voru í stjórnmálum og sendu þær svo frá sér yfirlýsingu á þriðjudag þar sem þær kröfðust breytinga. Síðan þá hefur hópurinn haldið áfram að stækka en endanlegur listi verður birtur á föstudag. „Á föstudaginn ákvað ég að setja þetta af stað og sjá hvort að konurnar í stjórnmálum væru tilbúnar til þess að ræða þessi mál svona þvert á flokka, því ég held að það sé mun sterkara en ef við erum bara innan okkar flokka,“ segir Heiða Björg.Stjórnmálaheimurinn skapaður af konum Hún segir að viðbrögðin við hópnum hafi verið alveg ótrúleg. „Við erum orðnar nærri 700 konur sem höfum starfað í stjórnmálum eða starfa núna í stjórnmálum. Það eru vel á annað hundrað sögur komnar fram þar sem konur lýsa því hvernig þær upplifa það að ganga inn í svona heim sem er svolítið skapaður af körlum, leikreglurnar eru skapaðar af körlum.“ Heiða Björg lýsir því hvernig konum hafi verið hleypt inn en fái samt ekki að móta heiminn, móta reglurnar. „Margar konur upplifa það að það séu karlar í rauninni á bakvið tjöldin sem að ráði svolítið. Sumar þeirra hafa fengið tilboð um að þær þurfi að borga fyrir það ef þær ætli að ná frama í stjórnmálum og hafa þá jafnvel bara hætt. Það er auðvitað bara grafalvarlegt ef við horfum á lýðræðið.“ Ef hópar séu útilokaðir sé aldrei verið að koma með bestu lausnina og ekki sé verið að kjósa til valda nógu fjölbreyttan hóp sem endurspegli fólkið sem býr í landinu. Heiða Björg segir að það hafi komið sér á óvart hversu lítið hefur breyst frá því fyrir þrjátíu árum, ungar konur sem eru nýkomnar inn í stjórnmál lýsa glerþaki, áreitni og kynbundnu ofbeldi í reynslusögunum sem birst hafa í hópnum þeirra.Sjá einnig: Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: „Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Sumar kvennanna sem skrifuðu undir yfirlýsinguna hafa starfað á Alþingi.Vísir/Anton BrinkHluti af daglegum veruleika kvenna„Mér finnst mikilvægt að við tökum þessa umræðu inn í pólitíkina og við eigum auðvitað líka að vera til fyrirmyndar.“ Þorbjörg segir að sama á hvaða aldri konurnar séu eða hvaða flokki þær tilheyri, sé stefið alltaf það sama. „Þetta er auðvitað hluti af einhverjum strúktúr eða einhverri menningu og þetta er hluti af daglegum veruleika kvenna held ég af því leitinu til að þær sem ekki eru með einhverjar svona sögur sem þær segja frá, líta jafnvel þannig á: „Ja, ég hef nú verið tiltölulega heppin.“ Það finnst mér svolítið ramma inn að þetta er „mainstream.““ Þær segja að þetta snúist í rauninni um að allir séu jafnir, að hvernig við lítum út eða hvernig við erum sé ekki málið heldur það sem við höfum fram að færa. Nefna þær að færri konur séu stjórnendur sveitarfélaga, bæjarstjórar, ráðherrar, þingmenn og þetta sé allt hluti af sömu myndinni. „Þarna erum við að velja fólkið sem á að stýra landinu okkar og þá eru það alltaf karlar,“ segir Heiða Björg. Þorbjörg segir að þetta ásamt umræðu um kynferðislegt áreiti í stjórnmálum, umræðan um að konur fái á sig harðari gagnrýni, konur raðist neðar á lista, hafi allt saman áhrif og geti haft áhrif á að konur fari ekki í pólitík. Að hennar mati þá sýna athugasemdir Ragnars Önundarsonar um mynd Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttir á þriðjudag, af hverju það er nauðsynlegt að eiga þetta samtal.Sjá einnig: Hvetur Áslaugu Örnu til að hugsa um ímynd sína vegna myndar á Facebook „Ég á von á því að þetta muni breyta stjórnmálunum,“ segir Heiða Björg um umræðuna um þessi mál hér á landi. Að hennar mati mun umræðan núna hafa mikil áhrif en stjórnmálamenn eru einnig að ræða sín á milli um áskorun kvennanna. Þetta fari samt ekki alveg frekar en önnur vandamál. „Ég held að karlar vilji almennt gott samfélag og vilji að strákum og stelpum vegni vel báðum og líði vel. En kannski átta sig ekki á því hvað það er sem þeir eru að gera sem hamlar því. Ég held að við þurfum einhvern vegin að taka það samtal.“Viðtalið má hlusta á í heild sinni hér fyrir neðan: Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir frá Viðreisn ræddu kynferðislegt áreiti í stjórnmálum og víðar í Bítinu í dag. Heiða Björg stofnaði á föstudag Facebook hópinn Í skugga valdsins fyrir konur sem eru og voru í stjórnmálum og sendu þær svo frá sér yfirlýsingu á þriðjudag þar sem þær kröfðust breytinga. Síðan þá hefur hópurinn haldið áfram að stækka en endanlegur listi verður birtur á föstudag. „Á föstudaginn ákvað ég að setja þetta af stað og sjá hvort að konurnar í stjórnmálum væru tilbúnar til þess að ræða þessi mál svona þvert á flokka, því ég held að það sé mun sterkara en ef við erum bara innan okkar flokka,“ segir Heiða Björg.Stjórnmálaheimurinn skapaður af konum Hún segir að viðbrögðin við hópnum hafi verið alveg ótrúleg. „Við erum orðnar nærri 700 konur sem höfum starfað í stjórnmálum eða starfa núna í stjórnmálum. Það eru vel á annað hundrað sögur komnar fram þar sem konur lýsa því hvernig þær upplifa það að ganga inn í svona heim sem er svolítið skapaður af körlum, leikreglurnar eru skapaðar af körlum.“ Heiða Björg lýsir því hvernig konum hafi verið hleypt inn en fái samt ekki að móta heiminn, móta reglurnar. „Margar konur upplifa það að það séu karlar í rauninni á bakvið tjöldin sem að ráði svolítið. Sumar þeirra hafa fengið tilboð um að þær þurfi að borga fyrir það ef þær ætli að ná frama í stjórnmálum og hafa þá jafnvel bara hætt. Það er auðvitað bara grafalvarlegt ef við horfum á lýðræðið.“ Ef hópar séu útilokaðir sé aldrei verið að koma með bestu lausnina og ekki sé verið að kjósa til valda nógu fjölbreyttan hóp sem endurspegli fólkið sem býr í landinu. Heiða Björg segir að það hafi komið sér á óvart hversu lítið hefur breyst frá því fyrir þrjátíu árum, ungar konur sem eru nýkomnar inn í stjórnmál lýsa glerþaki, áreitni og kynbundnu ofbeldi í reynslusögunum sem birst hafa í hópnum þeirra.Sjá einnig: Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: „Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Sumar kvennanna sem skrifuðu undir yfirlýsinguna hafa starfað á Alþingi.Vísir/Anton BrinkHluti af daglegum veruleika kvenna„Mér finnst mikilvægt að við tökum þessa umræðu inn í pólitíkina og við eigum auðvitað líka að vera til fyrirmyndar.“ Þorbjörg segir að sama á hvaða aldri konurnar séu eða hvaða flokki þær tilheyri, sé stefið alltaf það sama. „Þetta er auðvitað hluti af einhverjum strúktúr eða einhverri menningu og þetta er hluti af daglegum veruleika kvenna held ég af því leitinu til að þær sem ekki eru með einhverjar svona sögur sem þær segja frá, líta jafnvel þannig á: „Ja, ég hef nú verið tiltölulega heppin.“ Það finnst mér svolítið ramma inn að þetta er „mainstream.““ Þær segja að þetta snúist í rauninni um að allir séu jafnir, að hvernig við lítum út eða hvernig við erum sé ekki málið heldur það sem við höfum fram að færa. Nefna þær að færri konur séu stjórnendur sveitarfélaga, bæjarstjórar, ráðherrar, þingmenn og þetta sé allt hluti af sömu myndinni. „Þarna erum við að velja fólkið sem á að stýra landinu okkar og þá eru það alltaf karlar,“ segir Heiða Björg. Þorbjörg segir að þetta ásamt umræðu um kynferðislegt áreiti í stjórnmálum, umræðan um að konur fái á sig harðari gagnrýni, konur raðist neðar á lista, hafi allt saman áhrif og geti haft áhrif á að konur fari ekki í pólitík. Að hennar mati þá sýna athugasemdir Ragnars Önundarsonar um mynd Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttir á þriðjudag, af hverju það er nauðsynlegt að eiga þetta samtal.Sjá einnig: Hvetur Áslaugu Örnu til að hugsa um ímynd sína vegna myndar á Facebook „Ég á von á því að þetta muni breyta stjórnmálunum,“ segir Heiða Björg um umræðuna um þessi mál hér á landi. Að hennar mati mun umræðan núna hafa mikil áhrif en stjórnmálamenn eru einnig að ræða sín á milli um áskorun kvennanna. Þetta fari samt ekki alveg frekar en önnur vandamál. „Ég held að karlar vilji almennt gott samfélag og vilji að strákum og stelpum vegni vel báðum og líði vel. En kannski átta sig ekki á því hvað það er sem þeir eru að gera sem hamlar því. Ég held að við þurfum einhvern vegin að taka það samtal.“Viðtalið má hlusta á í heild sinni hér fyrir neðan:
Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira