Nýi Liverpool-maðurinn raðar áfram inn mörkum og Englendingar í úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2017 13:06 Dominic Solanke fagnar öðru marka sinna. Vísir/Getty Enska tuttugu ára landsliðið komst í dag í úrslitaleikinn á heimsmeistaramóti U20 í Suður-Kóreu eftir 3-1 sigur á Ítalíu í undanúrslitaleiknum. Englendingar mæta Venesúela í úrslitaleiknum á sunnudaginn kemur. Þetta er í fyrsta sinn í 51 ár sem enskt landslið kemst í úrslitaleik á heimsmeistaramóti eða síðan að England vann HM karla á heimavelli 1966. England hefur aldrei áður komist svona langt í HM tuttugu ára landsliða en árið 1993 varð enska 20 ára liðið í þriðja sæti. Serbar eru ríkjandi meistarar en það er ljóst að nýtt nafn verður skrifað á bikarinn því Venesúela hefur heldur ekki unnið HM U20 áður. Dominic Solanke, sem hefur ákveðið að fara til Liverpool í sumar, hélt áfram að raða inn mörkum en hann skoraði tvívegi í undanúrslitaleiknum eftir að hafa skorað sigurmarkið á móti Mexíkó í átta liða úrslitunum. Solanke var búinn með samning sinn hjá Chelsea en ákvað að yfirgefa félagið og semja frekar við Liverpool. Hann mætir því sjóðheitur til Liverpool þegar undirbúningstímabilið hefst í júlímánuði. Dominic Solanke er nú annar markahæsti maður mótsins með fjögur mörk en markahæstur er Ítalinn Riccardo Orsolini sem kom ítalska liðinu í 1-0 á móti Englandi með sínu fimmta marki á mótinu. Riccardo Orsolini kom Ítalíu í 1-0 strax á 2. mínútu leiksins en Dominic Solanke jafnaði metin á 66. mínútu og innsiglaði síðan sigurinn á 88. mínútu eftir að Everton-maðurinn Ademola Lookman hafði komið Englandi í 2-1 á 77. mínútu.#U20WC | FT A Dominic Solanke brace & Ademola Lookman strike send@England into the Korea Republic 2017 final to face Venezuela pic.twitter.com/DYswmBDG4P — FIFA.com (@FIFAcom) June 8, 2017For the first time in our history, we're in the #U20WC Final! #younglionspic.twitter.com/m1R7fzGfAP — England (@England) June 8, 2017@England are into the #U20WC final... First side at any level to reach a World Cup final since 1966 pic.twitter.com/luLL2fm2R3 — Eurosport UK (@Eurosport_UK) June 8, 2017 Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira
Enska tuttugu ára landsliðið komst í dag í úrslitaleikinn á heimsmeistaramóti U20 í Suður-Kóreu eftir 3-1 sigur á Ítalíu í undanúrslitaleiknum. Englendingar mæta Venesúela í úrslitaleiknum á sunnudaginn kemur. Þetta er í fyrsta sinn í 51 ár sem enskt landslið kemst í úrslitaleik á heimsmeistaramóti eða síðan að England vann HM karla á heimavelli 1966. England hefur aldrei áður komist svona langt í HM tuttugu ára landsliða en árið 1993 varð enska 20 ára liðið í þriðja sæti. Serbar eru ríkjandi meistarar en það er ljóst að nýtt nafn verður skrifað á bikarinn því Venesúela hefur heldur ekki unnið HM U20 áður. Dominic Solanke, sem hefur ákveðið að fara til Liverpool í sumar, hélt áfram að raða inn mörkum en hann skoraði tvívegi í undanúrslitaleiknum eftir að hafa skorað sigurmarkið á móti Mexíkó í átta liða úrslitunum. Solanke var búinn með samning sinn hjá Chelsea en ákvað að yfirgefa félagið og semja frekar við Liverpool. Hann mætir því sjóðheitur til Liverpool þegar undirbúningstímabilið hefst í júlímánuði. Dominic Solanke er nú annar markahæsti maður mótsins með fjögur mörk en markahæstur er Ítalinn Riccardo Orsolini sem kom ítalska liðinu í 1-0 á móti Englandi með sínu fimmta marki á mótinu. Riccardo Orsolini kom Ítalíu í 1-0 strax á 2. mínútu leiksins en Dominic Solanke jafnaði metin á 66. mínútu og innsiglaði síðan sigurinn á 88. mínútu eftir að Everton-maðurinn Ademola Lookman hafði komið Englandi í 2-1 á 77. mínútu.#U20WC | FT A Dominic Solanke brace & Ademola Lookman strike send@England into the Korea Republic 2017 final to face Venezuela pic.twitter.com/DYswmBDG4P — FIFA.com (@FIFAcom) June 8, 2017For the first time in our history, we're in the #U20WC Final! #younglionspic.twitter.com/m1R7fzGfAP — England (@England) June 8, 2017@England are into the #U20WC final... First side at any level to reach a World Cup final since 1966 pic.twitter.com/luLL2fm2R3 — Eurosport UK (@Eurosport_UK) June 8, 2017
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira