Betsy DeVos: Hvað skýrir óvinsældir hennar? atli ísleifsson skrifar 8. febrúar 2017 11:47 Betsy DeVos hefur lengi dælt peningum í Repúblikanaflokksins. Vísir/AFP Af öllum þeim umdeildu mönnum sem Donald Trump tilnefndi í ríkisstjórn og aðrar æðstu stöður bandaríska ríkisins, virðist enginn njóta jafn mikilla óvinsælda og nýskipaður menntamálaráðherra, Betsy DeVos. Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær DeVos í ráðherraembætti, þar sem atkvæðin féllu á þann veg að 51 greiddi atkvæði með en fimmtíu á móti. Varaforsetinn Mike Pence þurfti þar með að nýta atkvæðisrétt sinn þar sem tveir þingmenn Repúblikana lögðust gegn skipuninni sem gerði það að verkum að jafnt var í fylkingum. Afar fátítt er að varaforseti nýti atkvæðisrétt sinn og var þetta til að mynda í fyrsta sinn sem slíkt gerist þar sem höggvið er á hnút í öldungadeildinni vegna tilnefningar í ríkisstjórn.„Snjall og ástríðufullur talsmaður menntunar“Trump tilnefndi DeVos í nóvember þar sem hann kallaði hana „snjallan og ástríðufullan talsmann menntunar“. DeVos mætti svo fyrir þingnefnd í janúar þar sem frammistaða hennar þótti afar misjöfn, sem varð meðal annars til þess að tveir þingmenn Repúblikana neituðu að styðja hana. Þá lögðust verkalýðsfélög, samtök kennara og ýmis réttindasamtök gegn skipuninni. Í frétt BBC er farið yfir ástæður þess að hin 59 ára DeVos virðist njóta lítilla vinsælda. DeVos er mjög auðug og hefur dælt fjármagni í Repúblikanaflokkinn, auk þess að vera fyrrverandi formaður flokksins í Michigan-ríki. Segir að hún hafi lengi barist fyrir umbótum á sviði menntamála í ríkinu. DeVos er gift Dick DeVos, fyrrverandi framkvæmdastjóri snyrti- og næringarefnarisans Amway, og á eiga þau fjögur börn. Bróðir hennar er Erik Prince, stofnandi hinnar umdeildu öryggisþjónustu Blackwater.Congratulations to our new Education Secretary, @BetsyDeVos! pic.twitter.com/w7jE6G2x0p— President Trump (@POTUS) February 7, 2017 Lýsti Trump sem boðflennuDeVos-fjölskyldan studdi til að byrja með framboð Jeb Bush og Scott Walker í forkosningum Repúblikana um hver yrði forsetaefni flokksins. Í mars síðastliðinn lýsti DeVos Trump sem „boðflennu sem væri ekki málsvari Repúblikanaflokksins“. Mikið af þeirri gagnrýni sem hefur beinst að DeVos snýr að stuðningi hennar við skóla sem reknir eru af einstaklingum eða félagasamtökum en njóta fjárstuðnings hins opinbera (e. charter schools). Hafa réttindasamtök á borð við ACLU harðlega gagnrýnt DeVos og rekstur slíkra skóla, sem valda ríkisreknum skólum miklum skaða og ótvíræðar sannarnir liggi fyrir um að slíkir skólar séu á engan hátt fremri „venjulegum ríkisskólum“. Þá hefur DeVos barist fyrir því að draga úr eftirliti með umræddum skólum, þó að sú barátta hafi enn ekki skilað árangri. Gagnrýnendur segja að með því að draga úr eftirliti yrði það umræddum skólum í sjálfsvald sett hvernig námskrá liti út og óttast að þannig væri hægt að prédika sköpunarkenninguna og margt fleira.Að neðan má sjá brot úr yfirheyslu þingmanna þar sem Elizabeth Warren spyr DeVos spurninga.Sögð skorta reynslu af ríkisskólum Einn þeirra þingmanna Repúblikana sem greiddi atkvæði gegn DeVos, Susan Collins frá Maine, sagðist hafa áhyggjur af því að DeVos skorti reynslu af ríkisskólum og að sú staðreynd myndi gera henni erfitt að skilja, greina og aðstoða við þær áskoranir sem skólarnir standa frammi fyrir, sér í lagi á landsbyggðinni. Í yfirheyrslu þingnefndarinnar sýndi DeVos auk þess engin merki þess að vera kunnugt um lög sem krefast þess að ríkisreknir skólar geri ráðstafanir til að tryggja aðgengi fyrir og réttindi fatlaðra nemenda.I appreciate the Senate's diligence & am honored to serve as @usedgov Secretary. Let's improve options & outcomes for all US students.— Betsy DeVos (@BetsyDeVos) February 7, 2017 Þar var DeVos einnig spurð um afstöðu sína til þess hvort að heimila beri nemendum að bera skotvopn. Sagði hún það ef til vill nauðsynlegt fyrir nemendur, til dæmis í Wyoming-ríki, til að verjast grábjörnum. Netverjar hafa auk þess margir gert grín að DeVos fyrir þær málfarsvillur sem voru í tísti þá væntanlegs menntamálaráðherra á innsetningardegi Trump forseta. DeVos baðst síðar afsökunar á villunum og sagði það sönnun þess að starfslið hennar væri einungis mannlegt. Donald Trump Fréttaskýringar Tengdar fréttir DeVos einu atkvæði frá því að verða ekki menntamálaráðherra í ríkisstjórn Trump Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í sögulegri kosningu í dag tilnefningu Betsy DeVos í embætti menntamálaráðherra í ríkisstjórn Donald Trump. Atkvæðin féllu þannig að 51 greiddi atkvæði með DeVos en 50 greiddu atkvæði á móti svo afar mjótt var á munum. 7. febrúar 2017 21:20 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Af öllum þeim umdeildu mönnum sem Donald Trump tilnefndi í ríkisstjórn og aðrar æðstu stöður bandaríska ríkisins, virðist enginn njóta jafn mikilla óvinsælda og nýskipaður menntamálaráðherra, Betsy DeVos. Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær DeVos í ráðherraembætti, þar sem atkvæðin féllu á þann veg að 51 greiddi atkvæði með en fimmtíu á móti. Varaforsetinn Mike Pence þurfti þar með að nýta atkvæðisrétt sinn þar sem tveir þingmenn Repúblikana lögðust gegn skipuninni sem gerði það að verkum að jafnt var í fylkingum. Afar fátítt er að varaforseti nýti atkvæðisrétt sinn og var þetta til að mynda í fyrsta sinn sem slíkt gerist þar sem höggvið er á hnút í öldungadeildinni vegna tilnefningar í ríkisstjórn.„Snjall og ástríðufullur talsmaður menntunar“Trump tilnefndi DeVos í nóvember þar sem hann kallaði hana „snjallan og ástríðufullan talsmann menntunar“. DeVos mætti svo fyrir þingnefnd í janúar þar sem frammistaða hennar þótti afar misjöfn, sem varð meðal annars til þess að tveir þingmenn Repúblikana neituðu að styðja hana. Þá lögðust verkalýðsfélög, samtök kennara og ýmis réttindasamtök gegn skipuninni. Í frétt BBC er farið yfir ástæður þess að hin 59 ára DeVos virðist njóta lítilla vinsælda. DeVos er mjög auðug og hefur dælt fjármagni í Repúblikanaflokkinn, auk þess að vera fyrrverandi formaður flokksins í Michigan-ríki. Segir að hún hafi lengi barist fyrir umbótum á sviði menntamála í ríkinu. DeVos er gift Dick DeVos, fyrrverandi framkvæmdastjóri snyrti- og næringarefnarisans Amway, og á eiga þau fjögur börn. Bróðir hennar er Erik Prince, stofnandi hinnar umdeildu öryggisþjónustu Blackwater.Congratulations to our new Education Secretary, @BetsyDeVos! pic.twitter.com/w7jE6G2x0p— President Trump (@POTUS) February 7, 2017 Lýsti Trump sem boðflennuDeVos-fjölskyldan studdi til að byrja með framboð Jeb Bush og Scott Walker í forkosningum Repúblikana um hver yrði forsetaefni flokksins. Í mars síðastliðinn lýsti DeVos Trump sem „boðflennu sem væri ekki málsvari Repúblikanaflokksins“. Mikið af þeirri gagnrýni sem hefur beinst að DeVos snýr að stuðningi hennar við skóla sem reknir eru af einstaklingum eða félagasamtökum en njóta fjárstuðnings hins opinbera (e. charter schools). Hafa réttindasamtök á borð við ACLU harðlega gagnrýnt DeVos og rekstur slíkra skóla, sem valda ríkisreknum skólum miklum skaða og ótvíræðar sannarnir liggi fyrir um að slíkir skólar séu á engan hátt fremri „venjulegum ríkisskólum“. Þá hefur DeVos barist fyrir því að draga úr eftirliti með umræddum skólum, þó að sú barátta hafi enn ekki skilað árangri. Gagnrýnendur segja að með því að draga úr eftirliti yrði það umræddum skólum í sjálfsvald sett hvernig námskrá liti út og óttast að þannig væri hægt að prédika sköpunarkenninguna og margt fleira.Að neðan má sjá brot úr yfirheyslu þingmanna þar sem Elizabeth Warren spyr DeVos spurninga.Sögð skorta reynslu af ríkisskólum Einn þeirra þingmanna Repúblikana sem greiddi atkvæði gegn DeVos, Susan Collins frá Maine, sagðist hafa áhyggjur af því að DeVos skorti reynslu af ríkisskólum og að sú staðreynd myndi gera henni erfitt að skilja, greina og aðstoða við þær áskoranir sem skólarnir standa frammi fyrir, sér í lagi á landsbyggðinni. Í yfirheyrslu þingnefndarinnar sýndi DeVos auk þess engin merki þess að vera kunnugt um lög sem krefast þess að ríkisreknir skólar geri ráðstafanir til að tryggja aðgengi fyrir og réttindi fatlaðra nemenda.I appreciate the Senate's diligence & am honored to serve as @usedgov Secretary. Let's improve options & outcomes for all US students.— Betsy DeVos (@BetsyDeVos) February 7, 2017 Þar var DeVos einnig spurð um afstöðu sína til þess hvort að heimila beri nemendum að bera skotvopn. Sagði hún það ef til vill nauðsynlegt fyrir nemendur, til dæmis í Wyoming-ríki, til að verjast grábjörnum. Netverjar hafa auk þess margir gert grín að DeVos fyrir þær málfarsvillur sem voru í tísti þá væntanlegs menntamálaráðherra á innsetningardegi Trump forseta. DeVos baðst síðar afsökunar á villunum og sagði það sönnun þess að starfslið hennar væri einungis mannlegt.
Donald Trump Fréttaskýringar Tengdar fréttir DeVos einu atkvæði frá því að verða ekki menntamálaráðherra í ríkisstjórn Trump Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í sögulegri kosningu í dag tilnefningu Betsy DeVos í embætti menntamálaráðherra í ríkisstjórn Donald Trump. Atkvæðin féllu þannig að 51 greiddi atkvæði með DeVos en 50 greiddu atkvæði á móti svo afar mjótt var á munum. 7. febrúar 2017 21:20 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
DeVos einu atkvæði frá því að verða ekki menntamálaráðherra í ríkisstjórn Trump Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í sögulegri kosningu í dag tilnefningu Betsy DeVos í embætti menntamálaráðherra í ríkisstjórn Donald Trump. Atkvæðin féllu þannig að 51 greiddi atkvæði með DeVos en 50 greiddu atkvæði á móti svo afar mjótt var á munum. 7. febrúar 2017 21:20