Rannsaka lekann til WikiLeaks Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. mars 2017 07:00 Samsung-sjónvörpum hefur verið breytt þannig að hægt sé að nota þau til að hlera samtöl. Nordicphotos/Getty Bandaríska leyniþjónustan CIA vissi af öryggisgöllum í fjölda snjalltækja en gerði framleiðendum ekki viðvart heldur nýtti sér þá til að njósna um eigendur tækjanna. Tæknin er nú ekki aðeins í höndum leyniþjónustunnar. Þetta er meðal þess sem lesa má úr Vault 7, nýjasta gagnaleka WikiLeaks. Samtökin halda því fram að þau hafi fengið gögnin send frá verktaka sem starfaði eitt sinn fyrir leyniþjónustuna. CIA hefur neitað að tjá sig um málið á meðan kannað er hvort gögnin innihaldi réttar upplýsingar. Utanaðkomandi sérfræðingar segja hins vegar ýmislegt benda til þess að svo sé. Opinber rannsókn á birtingu gagnanna er þó hafin. Greindi CNN frá því í gær eftir heimildum sínum innan úr leyniþjónustum Bandaríkjanna. Standa bæði alríkislögreglan FBI og CIA sömuleiðis að rannsókninni. Meðal þess sem finna má í gögnunum eru tæki sem CIA hefur notað til að stela gögnum úr iPhone-snjallsímum og önnur sem eru notuð til að taka yfir tölvur frá Microsoft. Enn önnur voru notuð til að breyta Samsung-snjallsjónvörpum í hlerunartæki og þá virðist leyniþjónustan hafa þróað búnað ætlaðan til að taka yfir tölvur bifreiða. Tæknirisar heimsins brugðust við lekanum með því að senda frá sér yfirlýsingar um efnið. Í yfirlýsingu Apple sagði að fyrirtækið hefði nú þegar lokað fyrir fjölda galla sem nefndir eru í lekanum. Þá ítrekaði fyrirtækið að notendur væru ávallt með nýjustu útgáfu stýrikerfanna í tækjum sínum. „Að verja einkalíf notenda er helsta forgangsmál okkar. Við vitum af göllunum og erum að vinna í að lagfæra þá eins hratt og unnt er,“ sagði í yfirlýsingu Samsung. Microsoft tók í sama streng. Google hefur hingað til neitað að svara fyrir galla í Android-stýrikerfinu. „Hver sá sem heldur að mál Chelsea Manning og Edwards Snowden hafi verið einsdæmi hefur rangt fyrir sér,“ segir Joel Brenner, fyrrverandi yfirmaður gagnnjósna Bandaríkjanna. Fjögur ár eru liðin síðan WikiLeaks sendi frá sér gögn Edwards Snowden. Sá leki hafði mikil áhrif á samstarf Bandaríkjastjórnar og Kísildalsins. Líklegt þykir að lekinn nú geti haft svipuð áhrif. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Bandaríska leyniþjónustan CIA vissi af öryggisgöllum í fjölda snjalltækja en gerði framleiðendum ekki viðvart heldur nýtti sér þá til að njósna um eigendur tækjanna. Tæknin er nú ekki aðeins í höndum leyniþjónustunnar. Þetta er meðal þess sem lesa má úr Vault 7, nýjasta gagnaleka WikiLeaks. Samtökin halda því fram að þau hafi fengið gögnin send frá verktaka sem starfaði eitt sinn fyrir leyniþjónustuna. CIA hefur neitað að tjá sig um málið á meðan kannað er hvort gögnin innihaldi réttar upplýsingar. Utanaðkomandi sérfræðingar segja hins vegar ýmislegt benda til þess að svo sé. Opinber rannsókn á birtingu gagnanna er þó hafin. Greindi CNN frá því í gær eftir heimildum sínum innan úr leyniþjónustum Bandaríkjanna. Standa bæði alríkislögreglan FBI og CIA sömuleiðis að rannsókninni. Meðal þess sem finna má í gögnunum eru tæki sem CIA hefur notað til að stela gögnum úr iPhone-snjallsímum og önnur sem eru notuð til að taka yfir tölvur frá Microsoft. Enn önnur voru notuð til að breyta Samsung-snjallsjónvörpum í hlerunartæki og þá virðist leyniþjónustan hafa þróað búnað ætlaðan til að taka yfir tölvur bifreiða. Tæknirisar heimsins brugðust við lekanum með því að senda frá sér yfirlýsingar um efnið. Í yfirlýsingu Apple sagði að fyrirtækið hefði nú þegar lokað fyrir fjölda galla sem nefndir eru í lekanum. Þá ítrekaði fyrirtækið að notendur væru ávallt með nýjustu útgáfu stýrikerfanna í tækjum sínum. „Að verja einkalíf notenda er helsta forgangsmál okkar. Við vitum af göllunum og erum að vinna í að lagfæra þá eins hratt og unnt er,“ sagði í yfirlýsingu Samsung. Microsoft tók í sama streng. Google hefur hingað til neitað að svara fyrir galla í Android-stýrikerfinu. „Hver sá sem heldur að mál Chelsea Manning og Edwards Snowden hafi verið einsdæmi hefur rangt fyrir sér,“ segir Joel Brenner, fyrrverandi yfirmaður gagnnjósna Bandaríkjanna. Fjögur ár eru liðin síðan WikiLeaks sendi frá sér gögn Edwards Snowden. Sá leki hafði mikil áhrif á samstarf Bandaríkjastjórnar og Kísildalsins. Líklegt þykir að lekinn nú geti haft svipuð áhrif. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira