Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 9. mars 2017 21:00 Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. Danska ríkisstjórnin er sögð með þessu vilja koma í veg fyrir að Kínverjar eignist stöðina. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Íslendingar kannast vel við dönsku herskipin sem koma oft við í Reykjavík. Undanfarin fimm ár hefur bækistöð þeirra á Grænlandi verið í Nuuk. Þar eru höfuðstöðvar danska hersins á Grænlandi og kallast Arktisk Kommando og þar eru að jafnaði um 50 hermenn staðsettir.Höfuðstöðvar danska hersins á Grænlandi, Arktisk Kommando, eru nú í þessari byggingu við höfnina í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Áður var bækistöð dönsku herskipanna í afskekktum firði á Suðvestur-Grænlandi, í Grønnedal. Bandaríski herinn byggði þar flotastöð í seinna stríði sem danski herinn tók síðan við og rak til ársins 2012. Þá var rekstri hennar hætt í sparnaðarskyni og húseignirnar boðnar til sölu en grænlensk stjórnvöld voru áhugasöm um að fá þangað erlenda fjárfesta. Lengi vel virtist enginn hafa áhuga á stöðinni en svo kom loks áhugasamur kaupandi; kínverskt námafyrirtæki. Grænlenskir og danskir fjölmiðlar hafa greint frá því að kínversku fjárfestarnir hafi verið við það að eignast stöðina þegar danska ríkisstjórnin skipti óvænt um skoðun og tilkynnti að herinn myndi hefja starfsemi þar að nýju.Gamla flotastöðin í Grønnedal. Kínverskt fyrirtæki vildi eignast húseignirnar.Mynd/Jan Kronsell.Einhverjir myndu tengja ákvörðun um að opna gömlu flotastöðina á ný við aukið hernaðarlegt mikilvægi norðurslóða. Það gæti verið hin undirliggjandi ástæða því danskir fjölmiðlar fullyrða að eini tilgangur danskra stjórnvalda sé að koma í veg fyrir að Kínverjar eignist stöðina, þau vilji fyrir alla muni halda Kínverjum frá því að ná fótfestu á Grænlandi. Norræn útgáfa varnarmálaritsins Defence Watch segist hafa öruggar heimildir fyrir því að það hafi fyrst og fremst verið ótti við að stöðin kæmist í kínverskar hendur sem varð til þess að danski forsætisráðherrann, Lars Løkke Rasmussen, ræddi leynilega við forystumenn annarra flokka um málið og fékk þannig breiða samstöðu um fjárveitingar til að hefja rekstur flotastöðvarinnar í Grønnedal á ný.Danskt herskip við bryggju í herstöðinni í Grønnedal. Tengdar fréttir Áhugi kínverska auðjöfursins vekur alheimsathygli Fréttir af mögulegum fjárfestingum kínverska auðjöfursins Huang Nubo á Íslandi hafa farið eins og eldur í sinu um allan heim. Íslenskir fjölmiðlar greindu frá því í síðustu viku að Nubo, sem er félagi Hjörleifs Sveinbjörnssonar þýðanda hafi áhuga á því að fjárfesta fyrir marga milljarða í íslenskri ferðaþjónustu og kaupa stórt land á Grímsstöðum á Fjöllum. Fréttirnar kvisuðust út og í gær var fjallað um málið í breska blaðinu Financial Times, á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN og í morgun var fréttin á forsíðu fréttavefjar BBC. Financial Times vekur athygli á því að Nobo sé á lista Forbes yfir 170 ríkustu menn í Kína og eignir hans nemi um 890 milljónum dala. Það jafngildir um 100 milljörðum króna. Þar segir jafnframt að fyrirtæki hans eigi eignir víðsvegar um Kína og annarsstaðar í heiminum. 30. ágúst 2011 14:54 Kínversk rannsóknastöð rís á sveitabæ í Þingeyjarsýslu Hátt í 400 milljóna króna fjárfesting greidd með leigutekjum frá Heimskautastofnun Kína. 12. júlí 2016 20:30 Norður-Kóreumenn sjá tækifæri norðan Íslands Norður-Kórea hefur öllum að óvörum undirritað Svalbarðasáttmálann. 14. febrúar 2016 20:15 Tortryggja jarðakaup Nubos á Svalbarða Ósk Kínverjans Huangs Nubo að kaupa hluta af Svalbarða vekur tortryggni í Noregi. Þar hafa bæði stjórnmálamenn og Kínasérfræðingar varað við sölunni. 16. maí 2014 19:15 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. Danska ríkisstjórnin er sögð með þessu vilja koma í veg fyrir að Kínverjar eignist stöðina. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Íslendingar kannast vel við dönsku herskipin sem koma oft við í Reykjavík. Undanfarin fimm ár hefur bækistöð þeirra á Grænlandi verið í Nuuk. Þar eru höfuðstöðvar danska hersins á Grænlandi og kallast Arktisk Kommando og þar eru að jafnaði um 50 hermenn staðsettir.Höfuðstöðvar danska hersins á Grænlandi, Arktisk Kommando, eru nú í þessari byggingu við höfnina í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Áður var bækistöð dönsku herskipanna í afskekktum firði á Suðvestur-Grænlandi, í Grønnedal. Bandaríski herinn byggði þar flotastöð í seinna stríði sem danski herinn tók síðan við og rak til ársins 2012. Þá var rekstri hennar hætt í sparnaðarskyni og húseignirnar boðnar til sölu en grænlensk stjórnvöld voru áhugasöm um að fá þangað erlenda fjárfesta. Lengi vel virtist enginn hafa áhuga á stöðinni en svo kom loks áhugasamur kaupandi; kínverskt námafyrirtæki. Grænlenskir og danskir fjölmiðlar hafa greint frá því að kínversku fjárfestarnir hafi verið við það að eignast stöðina þegar danska ríkisstjórnin skipti óvænt um skoðun og tilkynnti að herinn myndi hefja starfsemi þar að nýju.Gamla flotastöðin í Grønnedal. Kínverskt fyrirtæki vildi eignast húseignirnar.Mynd/Jan Kronsell.Einhverjir myndu tengja ákvörðun um að opna gömlu flotastöðina á ný við aukið hernaðarlegt mikilvægi norðurslóða. Það gæti verið hin undirliggjandi ástæða því danskir fjölmiðlar fullyrða að eini tilgangur danskra stjórnvalda sé að koma í veg fyrir að Kínverjar eignist stöðina, þau vilji fyrir alla muni halda Kínverjum frá því að ná fótfestu á Grænlandi. Norræn útgáfa varnarmálaritsins Defence Watch segist hafa öruggar heimildir fyrir því að það hafi fyrst og fremst verið ótti við að stöðin kæmist í kínverskar hendur sem varð til þess að danski forsætisráðherrann, Lars Løkke Rasmussen, ræddi leynilega við forystumenn annarra flokka um málið og fékk þannig breiða samstöðu um fjárveitingar til að hefja rekstur flotastöðvarinnar í Grønnedal á ný.Danskt herskip við bryggju í herstöðinni í Grønnedal.
Tengdar fréttir Áhugi kínverska auðjöfursins vekur alheimsathygli Fréttir af mögulegum fjárfestingum kínverska auðjöfursins Huang Nubo á Íslandi hafa farið eins og eldur í sinu um allan heim. Íslenskir fjölmiðlar greindu frá því í síðustu viku að Nubo, sem er félagi Hjörleifs Sveinbjörnssonar þýðanda hafi áhuga á því að fjárfesta fyrir marga milljarða í íslenskri ferðaþjónustu og kaupa stórt land á Grímsstöðum á Fjöllum. Fréttirnar kvisuðust út og í gær var fjallað um málið í breska blaðinu Financial Times, á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN og í morgun var fréttin á forsíðu fréttavefjar BBC. Financial Times vekur athygli á því að Nobo sé á lista Forbes yfir 170 ríkustu menn í Kína og eignir hans nemi um 890 milljónum dala. Það jafngildir um 100 milljörðum króna. Þar segir jafnframt að fyrirtæki hans eigi eignir víðsvegar um Kína og annarsstaðar í heiminum. 30. ágúst 2011 14:54 Kínversk rannsóknastöð rís á sveitabæ í Þingeyjarsýslu Hátt í 400 milljóna króna fjárfesting greidd með leigutekjum frá Heimskautastofnun Kína. 12. júlí 2016 20:30 Norður-Kóreumenn sjá tækifæri norðan Íslands Norður-Kórea hefur öllum að óvörum undirritað Svalbarðasáttmálann. 14. febrúar 2016 20:15 Tortryggja jarðakaup Nubos á Svalbarða Ósk Kínverjans Huangs Nubo að kaupa hluta af Svalbarða vekur tortryggni í Noregi. Þar hafa bæði stjórnmálamenn og Kínasérfræðingar varað við sölunni. 16. maí 2014 19:15 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Áhugi kínverska auðjöfursins vekur alheimsathygli Fréttir af mögulegum fjárfestingum kínverska auðjöfursins Huang Nubo á Íslandi hafa farið eins og eldur í sinu um allan heim. Íslenskir fjölmiðlar greindu frá því í síðustu viku að Nubo, sem er félagi Hjörleifs Sveinbjörnssonar þýðanda hafi áhuga á því að fjárfesta fyrir marga milljarða í íslenskri ferðaþjónustu og kaupa stórt land á Grímsstöðum á Fjöllum. Fréttirnar kvisuðust út og í gær var fjallað um málið í breska blaðinu Financial Times, á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN og í morgun var fréttin á forsíðu fréttavefjar BBC. Financial Times vekur athygli á því að Nobo sé á lista Forbes yfir 170 ríkustu menn í Kína og eignir hans nemi um 890 milljónum dala. Það jafngildir um 100 milljörðum króna. Þar segir jafnframt að fyrirtæki hans eigi eignir víðsvegar um Kína og annarsstaðar í heiminum. 30. ágúst 2011 14:54
Kínversk rannsóknastöð rís á sveitabæ í Þingeyjarsýslu Hátt í 400 milljóna króna fjárfesting greidd með leigutekjum frá Heimskautastofnun Kína. 12. júlí 2016 20:30
Norður-Kóreumenn sjá tækifæri norðan Íslands Norður-Kórea hefur öllum að óvörum undirritað Svalbarðasáttmálann. 14. febrúar 2016 20:15
Tortryggja jarðakaup Nubos á Svalbarða Ósk Kínverjans Huangs Nubo að kaupa hluta af Svalbarða vekur tortryggni í Noregi. Þar hafa bæði stjórnmálamenn og Kínasérfræðingar varað við sölunni. 16. maí 2014 19:15