Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 9. mars 2017 21:00 Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. Danska ríkisstjórnin er sögð með þessu vilja koma í veg fyrir að Kínverjar eignist stöðina. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Íslendingar kannast vel við dönsku herskipin sem koma oft við í Reykjavík. Undanfarin fimm ár hefur bækistöð þeirra á Grænlandi verið í Nuuk. Þar eru höfuðstöðvar danska hersins á Grænlandi og kallast Arktisk Kommando og þar eru að jafnaði um 50 hermenn staðsettir.Höfuðstöðvar danska hersins á Grænlandi, Arktisk Kommando, eru nú í þessari byggingu við höfnina í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Áður var bækistöð dönsku herskipanna í afskekktum firði á Suðvestur-Grænlandi, í Grønnedal. Bandaríski herinn byggði þar flotastöð í seinna stríði sem danski herinn tók síðan við og rak til ársins 2012. Þá var rekstri hennar hætt í sparnaðarskyni og húseignirnar boðnar til sölu en grænlensk stjórnvöld voru áhugasöm um að fá þangað erlenda fjárfesta. Lengi vel virtist enginn hafa áhuga á stöðinni en svo kom loks áhugasamur kaupandi; kínverskt námafyrirtæki. Grænlenskir og danskir fjölmiðlar hafa greint frá því að kínversku fjárfestarnir hafi verið við það að eignast stöðina þegar danska ríkisstjórnin skipti óvænt um skoðun og tilkynnti að herinn myndi hefja starfsemi þar að nýju.Gamla flotastöðin í Grønnedal. Kínverskt fyrirtæki vildi eignast húseignirnar.Mynd/Jan Kronsell.Einhverjir myndu tengja ákvörðun um að opna gömlu flotastöðina á ný við aukið hernaðarlegt mikilvægi norðurslóða. Það gæti verið hin undirliggjandi ástæða því danskir fjölmiðlar fullyrða að eini tilgangur danskra stjórnvalda sé að koma í veg fyrir að Kínverjar eignist stöðina, þau vilji fyrir alla muni halda Kínverjum frá því að ná fótfestu á Grænlandi. Norræn útgáfa varnarmálaritsins Defence Watch segist hafa öruggar heimildir fyrir því að það hafi fyrst og fremst verið ótti við að stöðin kæmist í kínverskar hendur sem varð til þess að danski forsætisráðherrann, Lars Løkke Rasmussen, ræddi leynilega við forystumenn annarra flokka um málið og fékk þannig breiða samstöðu um fjárveitingar til að hefja rekstur flotastöðvarinnar í Grønnedal á ný.Danskt herskip við bryggju í herstöðinni í Grønnedal. Tengdar fréttir Áhugi kínverska auðjöfursins vekur alheimsathygli Fréttir af mögulegum fjárfestingum kínverska auðjöfursins Huang Nubo á Íslandi hafa farið eins og eldur í sinu um allan heim. Íslenskir fjölmiðlar greindu frá því í síðustu viku að Nubo, sem er félagi Hjörleifs Sveinbjörnssonar þýðanda hafi áhuga á því að fjárfesta fyrir marga milljarða í íslenskri ferðaþjónustu og kaupa stórt land á Grímsstöðum á Fjöllum. Fréttirnar kvisuðust út og í gær var fjallað um málið í breska blaðinu Financial Times, á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN og í morgun var fréttin á forsíðu fréttavefjar BBC. Financial Times vekur athygli á því að Nobo sé á lista Forbes yfir 170 ríkustu menn í Kína og eignir hans nemi um 890 milljónum dala. Það jafngildir um 100 milljörðum króna. Þar segir jafnframt að fyrirtæki hans eigi eignir víðsvegar um Kína og annarsstaðar í heiminum. 30. ágúst 2011 14:54 Kínversk rannsóknastöð rís á sveitabæ í Þingeyjarsýslu Hátt í 400 milljóna króna fjárfesting greidd með leigutekjum frá Heimskautastofnun Kína. 12. júlí 2016 20:30 Norður-Kóreumenn sjá tækifæri norðan Íslands Norður-Kórea hefur öllum að óvörum undirritað Svalbarðasáttmálann. 14. febrúar 2016 20:15 Tortryggja jarðakaup Nubos á Svalbarða Ósk Kínverjans Huangs Nubo að kaupa hluta af Svalbarða vekur tortryggni í Noregi. Þar hafa bæði stjórnmálamenn og Kínasérfræðingar varað við sölunni. 16. maí 2014 19:15 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira
Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. Danska ríkisstjórnin er sögð með þessu vilja koma í veg fyrir að Kínverjar eignist stöðina. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Íslendingar kannast vel við dönsku herskipin sem koma oft við í Reykjavík. Undanfarin fimm ár hefur bækistöð þeirra á Grænlandi verið í Nuuk. Þar eru höfuðstöðvar danska hersins á Grænlandi og kallast Arktisk Kommando og þar eru að jafnaði um 50 hermenn staðsettir.Höfuðstöðvar danska hersins á Grænlandi, Arktisk Kommando, eru nú í þessari byggingu við höfnina í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Áður var bækistöð dönsku herskipanna í afskekktum firði á Suðvestur-Grænlandi, í Grønnedal. Bandaríski herinn byggði þar flotastöð í seinna stríði sem danski herinn tók síðan við og rak til ársins 2012. Þá var rekstri hennar hætt í sparnaðarskyni og húseignirnar boðnar til sölu en grænlensk stjórnvöld voru áhugasöm um að fá þangað erlenda fjárfesta. Lengi vel virtist enginn hafa áhuga á stöðinni en svo kom loks áhugasamur kaupandi; kínverskt námafyrirtæki. Grænlenskir og danskir fjölmiðlar hafa greint frá því að kínversku fjárfestarnir hafi verið við það að eignast stöðina þegar danska ríkisstjórnin skipti óvænt um skoðun og tilkynnti að herinn myndi hefja starfsemi þar að nýju.Gamla flotastöðin í Grønnedal. Kínverskt fyrirtæki vildi eignast húseignirnar.Mynd/Jan Kronsell.Einhverjir myndu tengja ákvörðun um að opna gömlu flotastöðina á ný við aukið hernaðarlegt mikilvægi norðurslóða. Það gæti verið hin undirliggjandi ástæða því danskir fjölmiðlar fullyrða að eini tilgangur danskra stjórnvalda sé að koma í veg fyrir að Kínverjar eignist stöðina, þau vilji fyrir alla muni halda Kínverjum frá því að ná fótfestu á Grænlandi. Norræn útgáfa varnarmálaritsins Defence Watch segist hafa öruggar heimildir fyrir því að það hafi fyrst og fremst verið ótti við að stöðin kæmist í kínverskar hendur sem varð til þess að danski forsætisráðherrann, Lars Løkke Rasmussen, ræddi leynilega við forystumenn annarra flokka um málið og fékk þannig breiða samstöðu um fjárveitingar til að hefja rekstur flotastöðvarinnar í Grønnedal á ný.Danskt herskip við bryggju í herstöðinni í Grønnedal.
Tengdar fréttir Áhugi kínverska auðjöfursins vekur alheimsathygli Fréttir af mögulegum fjárfestingum kínverska auðjöfursins Huang Nubo á Íslandi hafa farið eins og eldur í sinu um allan heim. Íslenskir fjölmiðlar greindu frá því í síðustu viku að Nubo, sem er félagi Hjörleifs Sveinbjörnssonar þýðanda hafi áhuga á því að fjárfesta fyrir marga milljarða í íslenskri ferðaþjónustu og kaupa stórt land á Grímsstöðum á Fjöllum. Fréttirnar kvisuðust út og í gær var fjallað um málið í breska blaðinu Financial Times, á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN og í morgun var fréttin á forsíðu fréttavefjar BBC. Financial Times vekur athygli á því að Nobo sé á lista Forbes yfir 170 ríkustu menn í Kína og eignir hans nemi um 890 milljónum dala. Það jafngildir um 100 milljörðum króna. Þar segir jafnframt að fyrirtæki hans eigi eignir víðsvegar um Kína og annarsstaðar í heiminum. 30. ágúst 2011 14:54 Kínversk rannsóknastöð rís á sveitabæ í Þingeyjarsýslu Hátt í 400 milljóna króna fjárfesting greidd með leigutekjum frá Heimskautastofnun Kína. 12. júlí 2016 20:30 Norður-Kóreumenn sjá tækifæri norðan Íslands Norður-Kórea hefur öllum að óvörum undirritað Svalbarðasáttmálann. 14. febrúar 2016 20:15 Tortryggja jarðakaup Nubos á Svalbarða Ósk Kínverjans Huangs Nubo að kaupa hluta af Svalbarða vekur tortryggni í Noregi. Þar hafa bæði stjórnmálamenn og Kínasérfræðingar varað við sölunni. 16. maí 2014 19:15 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira
Áhugi kínverska auðjöfursins vekur alheimsathygli Fréttir af mögulegum fjárfestingum kínverska auðjöfursins Huang Nubo á Íslandi hafa farið eins og eldur í sinu um allan heim. Íslenskir fjölmiðlar greindu frá því í síðustu viku að Nubo, sem er félagi Hjörleifs Sveinbjörnssonar þýðanda hafi áhuga á því að fjárfesta fyrir marga milljarða í íslenskri ferðaþjónustu og kaupa stórt land á Grímsstöðum á Fjöllum. Fréttirnar kvisuðust út og í gær var fjallað um málið í breska blaðinu Financial Times, á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN og í morgun var fréttin á forsíðu fréttavefjar BBC. Financial Times vekur athygli á því að Nobo sé á lista Forbes yfir 170 ríkustu menn í Kína og eignir hans nemi um 890 milljónum dala. Það jafngildir um 100 milljörðum króna. Þar segir jafnframt að fyrirtæki hans eigi eignir víðsvegar um Kína og annarsstaðar í heiminum. 30. ágúst 2011 14:54
Kínversk rannsóknastöð rís á sveitabæ í Þingeyjarsýslu Hátt í 400 milljóna króna fjárfesting greidd með leigutekjum frá Heimskautastofnun Kína. 12. júlí 2016 20:30
Norður-Kóreumenn sjá tækifæri norðan Íslands Norður-Kórea hefur öllum að óvörum undirritað Svalbarðasáttmálann. 14. febrúar 2016 20:15
Tortryggja jarðakaup Nubos á Svalbarða Ósk Kínverjans Huangs Nubo að kaupa hluta af Svalbarða vekur tortryggni í Noregi. Þar hafa bæði stjórnmálamenn og Kínasérfræðingar varað við sölunni. 16. maí 2014 19:15